Loksins stór hugmynd Stjórnarmaðurinn skrifar 22. október 2017 11:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn hafa spilað út stóra spilinu fyrir kosningarnar. Sigmundur vill að ríkið nýti kauprétt sinn að Arion banka og greiði út það umfram eigið fé sem finna má í bankanum. Að því loknu verði bankinn að þriðjungi í eigu ríkisins, þriðjungur verði seldur í almennu, alþjóðlegu hlutabréfaútboði og að síðasti þriðjungurinn verði afhentur öllum almenningi til jafns. Það má Sigmundur eiga að, ólíkt mörgum kollegum sínum, þá notar hann heilann í að búa til stórar hugmyndir. Þetta er sannarlega ein af þeim og raunar góðra gjalda verð. Augljóst er að stóru íslensku bankarnir halda meira eigið fé en telst rekstrarlega hagkvæmt. Því getur vel verið að peningum ríkisins væri vel varið í að nýta forkaupsrétt sinn og greiða sér strax ríflegan arð. Hugmyndin um að færa eignarhaldið til almennings að hluta er sömuleiðis góð og á sér erlendar fyrirmyndir, en í einkavæðingarhrinunni á Thatcher-tímanum í Bretlandi var sambærileg leið farin við sölu á ríkiseignum. Með þessu má í senn færa verðmæti til almennings og um leið ýta undir þátttöku fólks á verðbréfamarkaði. Það veit sá sem allt veit að ekki er vanþörf á fjölbreytni á markaði þar sem lífeyrissjóðir hafa ráðið lögum og lofum eftir hrun. Sigmundur og félagar vilja hins vegar ganga enn lengra. Íslandsbanki skal seldur til erlends banka sem reiðubúinn er að starfa eftir skýrri langtímasýn á Íslandi. Landsbankinn skal svo áfram vera í eigu ríkisins en stofna netbanka sem gert verður að bjóða lægstu mögulegu vexti. Hvoru tveggja er væntanlega ætlað að tryggja bætt kjör í bankaviðskiptum á Íslandi. Sigmundur horfir hins vegar fram hjá því að vandinn við íslensk vaxtakjör er ekki bundinn við bankana heldur gjaldmiðilinn. Krónan er sömuleiðis sennilega ástæða þess að aldrei hefur tekist að selja íslenskan banka útlendingum í mörgum atrennum. Hugmyndir Sigmundar eru frumlegar og þarft innlegg í umræðu sem hingað til hefur verið fátækleg. Þær gjalda hins vegar fyrir krónuglákuna sem veldur því að fæstir íslenskir stjórnmálamenn sjá skóginn fyrir trjánum í efnahagslegu tilliti.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn hafa spilað út stóra spilinu fyrir kosningarnar. Sigmundur vill að ríkið nýti kauprétt sinn að Arion banka og greiði út það umfram eigið fé sem finna má í bankanum. Að því loknu verði bankinn að þriðjungi í eigu ríkisins, þriðjungur verði seldur í almennu, alþjóðlegu hlutabréfaútboði og að síðasti þriðjungurinn verði afhentur öllum almenningi til jafns. Það má Sigmundur eiga að, ólíkt mörgum kollegum sínum, þá notar hann heilann í að búa til stórar hugmyndir. Þetta er sannarlega ein af þeim og raunar góðra gjalda verð. Augljóst er að stóru íslensku bankarnir halda meira eigið fé en telst rekstrarlega hagkvæmt. Því getur vel verið að peningum ríkisins væri vel varið í að nýta forkaupsrétt sinn og greiða sér strax ríflegan arð. Hugmyndin um að færa eignarhaldið til almennings að hluta er sömuleiðis góð og á sér erlendar fyrirmyndir, en í einkavæðingarhrinunni á Thatcher-tímanum í Bretlandi var sambærileg leið farin við sölu á ríkiseignum. Með þessu má í senn færa verðmæti til almennings og um leið ýta undir þátttöku fólks á verðbréfamarkaði. Það veit sá sem allt veit að ekki er vanþörf á fjölbreytni á markaði þar sem lífeyrissjóðir hafa ráðið lögum og lofum eftir hrun. Sigmundur og félagar vilja hins vegar ganga enn lengra. Íslandsbanki skal seldur til erlends banka sem reiðubúinn er að starfa eftir skýrri langtímasýn á Íslandi. Landsbankinn skal svo áfram vera í eigu ríkisins en stofna netbanka sem gert verður að bjóða lægstu mögulegu vexti. Hvoru tveggja er væntanlega ætlað að tryggja bætt kjör í bankaviðskiptum á Íslandi. Sigmundur horfir hins vegar fram hjá því að vandinn við íslensk vaxtakjör er ekki bundinn við bankana heldur gjaldmiðilinn. Krónan er sömuleiðis sennilega ástæða þess að aldrei hefur tekist að selja íslenskan banka útlendingum í mörgum atrennum. Hugmyndir Sigmundar eru frumlegar og þarft innlegg í umræðu sem hingað til hefur verið fátækleg. Þær gjalda hins vegar fyrir krónuglákuna sem veldur því að fæstir íslenskir stjórnmálamenn sjá skóginn fyrir trjánum í efnahagslegu tilliti.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira