Loksins stór hugmynd Stjórnarmaðurinn skrifar 22. október 2017 11:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn hafa spilað út stóra spilinu fyrir kosningarnar. Sigmundur vill að ríkið nýti kauprétt sinn að Arion banka og greiði út það umfram eigið fé sem finna má í bankanum. Að því loknu verði bankinn að þriðjungi í eigu ríkisins, þriðjungur verði seldur í almennu, alþjóðlegu hlutabréfaútboði og að síðasti þriðjungurinn verði afhentur öllum almenningi til jafns. Það má Sigmundur eiga að, ólíkt mörgum kollegum sínum, þá notar hann heilann í að búa til stórar hugmyndir. Þetta er sannarlega ein af þeim og raunar góðra gjalda verð. Augljóst er að stóru íslensku bankarnir halda meira eigið fé en telst rekstrarlega hagkvæmt. Því getur vel verið að peningum ríkisins væri vel varið í að nýta forkaupsrétt sinn og greiða sér strax ríflegan arð. Hugmyndin um að færa eignarhaldið til almennings að hluta er sömuleiðis góð og á sér erlendar fyrirmyndir, en í einkavæðingarhrinunni á Thatcher-tímanum í Bretlandi var sambærileg leið farin við sölu á ríkiseignum. Með þessu má í senn færa verðmæti til almennings og um leið ýta undir þátttöku fólks á verðbréfamarkaði. Það veit sá sem allt veit að ekki er vanþörf á fjölbreytni á markaði þar sem lífeyrissjóðir hafa ráðið lögum og lofum eftir hrun. Sigmundur og félagar vilja hins vegar ganga enn lengra. Íslandsbanki skal seldur til erlends banka sem reiðubúinn er að starfa eftir skýrri langtímasýn á Íslandi. Landsbankinn skal svo áfram vera í eigu ríkisins en stofna netbanka sem gert verður að bjóða lægstu mögulegu vexti. Hvoru tveggja er væntanlega ætlað að tryggja bætt kjör í bankaviðskiptum á Íslandi. Sigmundur horfir hins vegar fram hjá því að vandinn við íslensk vaxtakjör er ekki bundinn við bankana heldur gjaldmiðilinn. Krónan er sömuleiðis sennilega ástæða þess að aldrei hefur tekist að selja íslenskan banka útlendingum í mörgum atrennum. Hugmyndir Sigmundar eru frumlegar og þarft innlegg í umræðu sem hingað til hefur verið fátækleg. Þær gjalda hins vegar fyrir krónuglákuna sem veldur því að fæstir íslenskir stjórnmálamenn sjá skóginn fyrir trjánum í efnahagslegu tilliti.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn hafa spilað út stóra spilinu fyrir kosningarnar. Sigmundur vill að ríkið nýti kauprétt sinn að Arion banka og greiði út það umfram eigið fé sem finna má í bankanum. Að því loknu verði bankinn að þriðjungi í eigu ríkisins, þriðjungur verði seldur í almennu, alþjóðlegu hlutabréfaútboði og að síðasti þriðjungurinn verði afhentur öllum almenningi til jafns. Það má Sigmundur eiga að, ólíkt mörgum kollegum sínum, þá notar hann heilann í að búa til stórar hugmyndir. Þetta er sannarlega ein af þeim og raunar góðra gjalda verð. Augljóst er að stóru íslensku bankarnir halda meira eigið fé en telst rekstrarlega hagkvæmt. Því getur vel verið að peningum ríkisins væri vel varið í að nýta forkaupsrétt sinn og greiða sér strax ríflegan arð. Hugmyndin um að færa eignarhaldið til almennings að hluta er sömuleiðis góð og á sér erlendar fyrirmyndir, en í einkavæðingarhrinunni á Thatcher-tímanum í Bretlandi var sambærileg leið farin við sölu á ríkiseignum. Með þessu má í senn færa verðmæti til almennings og um leið ýta undir þátttöku fólks á verðbréfamarkaði. Það veit sá sem allt veit að ekki er vanþörf á fjölbreytni á markaði þar sem lífeyrissjóðir hafa ráðið lögum og lofum eftir hrun. Sigmundur og félagar vilja hins vegar ganga enn lengra. Íslandsbanki skal seldur til erlends banka sem reiðubúinn er að starfa eftir skýrri langtímasýn á Íslandi. Landsbankinn skal svo áfram vera í eigu ríkisins en stofna netbanka sem gert verður að bjóða lægstu mögulegu vexti. Hvoru tveggja er væntanlega ætlað að tryggja bætt kjör í bankaviðskiptum á Íslandi. Sigmundur horfir hins vegar fram hjá því að vandinn við íslensk vaxtakjör er ekki bundinn við bankana heldur gjaldmiðilinn. Krónan er sömuleiðis sennilega ástæða þess að aldrei hefur tekist að selja íslenskan banka útlendingum í mörgum atrennum. Hugmyndir Sigmundar eru frumlegar og þarft innlegg í umræðu sem hingað til hefur verið fátækleg. Þær gjalda hins vegar fyrir krónuglákuna sem veldur því að fæstir íslenskir stjórnmálamenn sjá skóginn fyrir trjánum í efnahagslegu tilliti.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira