Loksins stór hugmynd Stjórnarmaðurinn skrifar 22. október 2017 11:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn hafa spilað út stóra spilinu fyrir kosningarnar. Sigmundur vill að ríkið nýti kauprétt sinn að Arion banka og greiði út það umfram eigið fé sem finna má í bankanum. Að því loknu verði bankinn að þriðjungi í eigu ríkisins, þriðjungur verði seldur í almennu, alþjóðlegu hlutabréfaútboði og að síðasti þriðjungurinn verði afhentur öllum almenningi til jafns. Það má Sigmundur eiga að, ólíkt mörgum kollegum sínum, þá notar hann heilann í að búa til stórar hugmyndir. Þetta er sannarlega ein af þeim og raunar góðra gjalda verð. Augljóst er að stóru íslensku bankarnir halda meira eigið fé en telst rekstrarlega hagkvæmt. Því getur vel verið að peningum ríkisins væri vel varið í að nýta forkaupsrétt sinn og greiða sér strax ríflegan arð. Hugmyndin um að færa eignarhaldið til almennings að hluta er sömuleiðis góð og á sér erlendar fyrirmyndir, en í einkavæðingarhrinunni á Thatcher-tímanum í Bretlandi var sambærileg leið farin við sölu á ríkiseignum. Með þessu má í senn færa verðmæti til almennings og um leið ýta undir þátttöku fólks á verðbréfamarkaði. Það veit sá sem allt veit að ekki er vanþörf á fjölbreytni á markaði þar sem lífeyrissjóðir hafa ráðið lögum og lofum eftir hrun. Sigmundur og félagar vilja hins vegar ganga enn lengra. Íslandsbanki skal seldur til erlends banka sem reiðubúinn er að starfa eftir skýrri langtímasýn á Íslandi. Landsbankinn skal svo áfram vera í eigu ríkisins en stofna netbanka sem gert verður að bjóða lægstu mögulegu vexti. Hvoru tveggja er væntanlega ætlað að tryggja bætt kjör í bankaviðskiptum á Íslandi. Sigmundur horfir hins vegar fram hjá því að vandinn við íslensk vaxtakjör er ekki bundinn við bankana heldur gjaldmiðilinn. Krónan er sömuleiðis sennilega ástæða þess að aldrei hefur tekist að selja íslenskan banka útlendingum í mörgum atrennum. Hugmyndir Sigmundar eru frumlegar og þarft innlegg í umræðu sem hingað til hefur verið fátækleg. Þær gjalda hins vegar fyrir krónuglákuna sem veldur því að fæstir íslenskir stjórnmálamenn sjá skóginn fyrir trjánum í efnahagslegu tilliti.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn hafa spilað út stóra spilinu fyrir kosningarnar. Sigmundur vill að ríkið nýti kauprétt sinn að Arion banka og greiði út það umfram eigið fé sem finna má í bankanum. Að því loknu verði bankinn að þriðjungi í eigu ríkisins, þriðjungur verði seldur í almennu, alþjóðlegu hlutabréfaútboði og að síðasti þriðjungurinn verði afhentur öllum almenningi til jafns. Það má Sigmundur eiga að, ólíkt mörgum kollegum sínum, þá notar hann heilann í að búa til stórar hugmyndir. Þetta er sannarlega ein af þeim og raunar góðra gjalda verð. Augljóst er að stóru íslensku bankarnir halda meira eigið fé en telst rekstrarlega hagkvæmt. Því getur vel verið að peningum ríkisins væri vel varið í að nýta forkaupsrétt sinn og greiða sér strax ríflegan arð. Hugmyndin um að færa eignarhaldið til almennings að hluta er sömuleiðis góð og á sér erlendar fyrirmyndir, en í einkavæðingarhrinunni á Thatcher-tímanum í Bretlandi var sambærileg leið farin við sölu á ríkiseignum. Með þessu má í senn færa verðmæti til almennings og um leið ýta undir þátttöku fólks á verðbréfamarkaði. Það veit sá sem allt veit að ekki er vanþörf á fjölbreytni á markaði þar sem lífeyrissjóðir hafa ráðið lögum og lofum eftir hrun. Sigmundur og félagar vilja hins vegar ganga enn lengra. Íslandsbanki skal seldur til erlends banka sem reiðubúinn er að starfa eftir skýrri langtímasýn á Íslandi. Landsbankinn skal svo áfram vera í eigu ríkisins en stofna netbanka sem gert verður að bjóða lægstu mögulegu vexti. Hvoru tveggja er væntanlega ætlað að tryggja bætt kjör í bankaviðskiptum á Íslandi. Sigmundur horfir hins vegar fram hjá því að vandinn við íslensk vaxtakjör er ekki bundinn við bankana heldur gjaldmiðilinn. Krónan er sömuleiðis sennilega ástæða þess að aldrei hefur tekist að selja íslenskan banka útlendingum í mörgum atrennum. Hugmyndir Sigmundar eru frumlegar og þarft innlegg í umræðu sem hingað til hefur verið fátækleg. Þær gjalda hins vegar fyrir krónuglákuna sem veldur því að fæstir íslenskir stjórnmálamenn sjá skóginn fyrir trjánum í efnahagslegu tilliti.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira