Einar Árni: Hörmulegir í 30 mínútur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. október 2017 21:38 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara og fyrrum þjálfari Njarðvíkur. vísir/ernir Það var á tímum grátlegt að horfa upp á leik Þórs Þorlákshafnar í kvöld þegar liðið tapaði sínum þriðja leik í röð í Domino’s deild karla í körfubolta. Liðið steinlá gegn Haukum á útivelli, 96-64. „Já, já, ég get alveg tekið undir það. Þetta var mjög dapurt og ég held það sé óhætt að segja það að við höfum snert botninn all hressilega, ekkert bara tiplað á honum,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs eftir leikinn í kvöld. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru vægast sagt hörmung og við getum ekki skýlt okkur á bak við neitt þegar viljaleysi er til staðar, það verður bara að segjast alveg eins og er.“ „Það var ekki fyrr en ungir menn komu inn í restina, þeir allavega reyndu að láta til sín taka og það er það eina jákvæða sem við getum tekið út úr þessu kvöldi.“ Hann vill þó ekki meina að viljaleysið hafi verið aðal úrslitavaldurinn í kvöld. „Ja, ég ætla nú ekki að taka frá þér allt kvöldið. Varnarlega erum við algjörlega týndir og ef að þeir voru að klikka á skotum þá náðu þeir í öll sóknarfráköst, sérstaklega til að byrja með. Við fórum í svæðisvörn í byrjun seinni hálfleiks og það var bara áfram gjörðu svo vel. Við náðum aldrei að stoppa þá.“ „Það er ekki bara viljaleysi, það er bara ótrúlega dauft yfir okkur. Við erum búnir að snerta botninn og leiðin getur bara legið upp á við. Nú þurfum við bara að spurja okkur fyrir hvað við stöndum.“ Næsti deildarleikur Þórs er við Stjörnuna, sem hafa farið vel af stað og unnu meðal annars KR í síðustu umferð. „Það skiptir engu máli hver andstæðingurinn er, þessi deild er nú bara þannig að það eru allt hörkuleikir. Það er hægt að tala endalaust um hvað stendur á þessum pappír en þetta snýst um það sem gerist á gólfinu og taflan sýnir okkur það að við erum eitt af tveimur slökustu liðunum í deildinni í dag.“ Jesse Pellot-Rosa gat ekki spilað með Þór í kvöld, en Einar taldi það ekki hafa skipt neinu þegar upp er staðið. „Með svona frammistöðu þá ætla ég ekki að velta því upp með sjálfum mér að það hefði munað um einn mann. Hann er góður leikmaður og að sjálfsögðu lykilmaður í þessu liði, en það hefur ekkert með frammistöðu liðsins að gera,“ sagði Einar Árni Jóhannsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 96 - 64 | Haukar völtuðu yfir Þórsara Kári Jónsson og félagar í Haukum rúlluðu gestunum úr Þorlákshöfn upp í Schenker höllinni í Hafnarfirði í kvöld. 20. október 2017 21:45 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Það var á tímum grátlegt að horfa upp á leik Þórs Þorlákshafnar í kvöld þegar liðið tapaði sínum þriðja leik í röð í Domino’s deild karla í körfubolta. Liðið steinlá gegn Haukum á útivelli, 96-64. „Já, já, ég get alveg tekið undir það. Þetta var mjög dapurt og ég held það sé óhætt að segja það að við höfum snert botninn all hressilega, ekkert bara tiplað á honum,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs eftir leikinn í kvöld. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru vægast sagt hörmung og við getum ekki skýlt okkur á bak við neitt þegar viljaleysi er til staðar, það verður bara að segjast alveg eins og er.“ „Það var ekki fyrr en ungir menn komu inn í restina, þeir allavega reyndu að láta til sín taka og það er það eina jákvæða sem við getum tekið út úr þessu kvöldi.“ Hann vill þó ekki meina að viljaleysið hafi verið aðal úrslitavaldurinn í kvöld. „Ja, ég ætla nú ekki að taka frá þér allt kvöldið. Varnarlega erum við algjörlega týndir og ef að þeir voru að klikka á skotum þá náðu þeir í öll sóknarfráköst, sérstaklega til að byrja með. Við fórum í svæðisvörn í byrjun seinni hálfleiks og það var bara áfram gjörðu svo vel. Við náðum aldrei að stoppa þá.“ „Það er ekki bara viljaleysi, það er bara ótrúlega dauft yfir okkur. Við erum búnir að snerta botninn og leiðin getur bara legið upp á við. Nú þurfum við bara að spurja okkur fyrir hvað við stöndum.“ Næsti deildarleikur Þórs er við Stjörnuna, sem hafa farið vel af stað og unnu meðal annars KR í síðustu umferð. „Það skiptir engu máli hver andstæðingurinn er, þessi deild er nú bara þannig að það eru allt hörkuleikir. Það er hægt að tala endalaust um hvað stendur á þessum pappír en þetta snýst um það sem gerist á gólfinu og taflan sýnir okkur það að við erum eitt af tveimur slökustu liðunum í deildinni í dag.“ Jesse Pellot-Rosa gat ekki spilað með Þór í kvöld, en Einar taldi það ekki hafa skipt neinu þegar upp er staðið. „Með svona frammistöðu þá ætla ég ekki að velta því upp með sjálfum mér að það hefði munað um einn mann. Hann er góður leikmaður og að sjálfsögðu lykilmaður í þessu liði, en það hefur ekkert með frammistöðu liðsins að gera,“ sagði Einar Árni Jóhannsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 96 - 64 | Haukar völtuðu yfir Þórsara Kári Jónsson og félagar í Haukum rúlluðu gestunum úr Þorlákshöfn upp í Schenker höllinni í Hafnarfirði í kvöld. 20. október 2017 21:45 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 96 - 64 | Haukar völtuðu yfir Þórsara Kári Jónsson og félagar í Haukum rúlluðu gestunum úr Þorlákshöfn upp í Schenker höllinni í Hafnarfirði í kvöld. 20. október 2017 21:45