NBA: OKC tapaði aftur og nú á flautukörfu rétt innan miðju | Sjáið sigurkörfuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 07:30 Andrew Wiggins var hetja Minnesota Timberwolves í nótt. Vísir/Getty Oklahoma City Thunder liðið byrjar ekki nógu vel með nýju stjörnuleikmennina sína en liðið tapaði sínum öðrum leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers er líka með tvö töp í fyrstu þremur leikjum sínum. Andrew Wiggins var hetja Minnesota Timberwolves í 115-113 útisigri á Oklahoma City Thunder þegar hann skoraði sigurkörfuna um leið og tíminn rann út. Wiggins skoraði þá þriggja stiga körfu rétt innan miðju, spjaldið ofaní og OKC-liðið varð að sætta sig við annan tapleikinn í röð. Carmelo Anthony hafði komið Oklahoma City Thunder einu stigi yfir með þriggja stiga körfu þegar 5,1 sekúndur voru eftir og var því nálægt því að tryggja sinu nýja liði sigurinn. Oklahoma City Thunder vann sig inn í leikinn á ný í lokaleikhlutanum eftir að hafa verið þrettán stigum undir fyrir hann, 88-75. Andrew Wiggins var með 27 stig fyrir Minnesota Timberwolves í leiknum og Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst að auki. Russell Westbrook var stigahæstur hjá Oklahoma City með 31 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Carmelo Anthony skoraði 23 stig, Steven Adams var með 17 stig og 13 fráköst og Paul George var með 14 stig og 8 stoðsendingar.Anthony Davis skoraði 27 stig og 17 fráköst í fyrsta sigri New Orleans Pelicans á tímabilinu en liðið vann þá 119-112 útisigur á Los Angeles Lakers. DeMarcus Cousins bætti við 22 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum. Nýliðinn Lonzo Ball gaf 13 stoðsendingar á félaga sína í Lakers-liðinu en klikkaði aftur á móti á 10 af 13 skotum sínum og endaði bara með 8 stig auk 8 frákasta. Jordan Clarkson kom með 24 stig inn af bekknum.Allen Crabbe var með 20 stig þegar Brooklyn Nets vann 116-104 á Atlanta Hawks. DeMarre Carroll bætti við 17 stigum og þeir Caris LeVert og D'Angelo Russell skoruðu báðir 16 stig fyrir Nets-liðið sem hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Marco Belinelli var stighæstur hjá Atlanta með 19 stig en þetta var annar tapleikur liðsins. í röð. Atlanta tapaði ekki bara leiknum heldur meiddist þýski leikstjórnandinn Dennis Schroeder líka á ökkla og þurfti hjálp til að komast af velli.Úrslitin úr NBA-deildinni í nótt: Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 116-104 Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 113-115 Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 112-119 NBA Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira
Oklahoma City Thunder liðið byrjar ekki nógu vel með nýju stjörnuleikmennina sína en liðið tapaði sínum öðrum leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers er líka með tvö töp í fyrstu þremur leikjum sínum. Andrew Wiggins var hetja Minnesota Timberwolves í 115-113 útisigri á Oklahoma City Thunder þegar hann skoraði sigurkörfuna um leið og tíminn rann út. Wiggins skoraði þá þriggja stiga körfu rétt innan miðju, spjaldið ofaní og OKC-liðið varð að sætta sig við annan tapleikinn í röð. Carmelo Anthony hafði komið Oklahoma City Thunder einu stigi yfir með þriggja stiga körfu þegar 5,1 sekúndur voru eftir og var því nálægt því að tryggja sinu nýja liði sigurinn. Oklahoma City Thunder vann sig inn í leikinn á ný í lokaleikhlutanum eftir að hafa verið þrettán stigum undir fyrir hann, 88-75. Andrew Wiggins var með 27 stig fyrir Minnesota Timberwolves í leiknum og Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst að auki. Russell Westbrook var stigahæstur hjá Oklahoma City með 31 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Carmelo Anthony skoraði 23 stig, Steven Adams var með 17 stig og 13 fráköst og Paul George var með 14 stig og 8 stoðsendingar.Anthony Davis skoraði 27 stig og 17 fráköst í fyrsta sigri New Orleans Pelicans á tímabilinu en liðið vann þá 119-112 útisigur á Los Angeles Lakers. DeMarcus Cousins bætti við 22 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum. Nýliðinn Lonzo Ball gaf 13 stoðsendingar á félaga sína í Lakers-liðinu en klikkaði aftur á móti á 10 af 13 skotum sínum og endaði bara með 8 stig auk 8 frákasta. Jordan Clarkson kom með 24 stig inn af bekknum.Allen Crabbe var með 20 stig þegar Brooklyn Nets vann 116-104 á Atlanta Hawks. DeMarre Carroll bætti við 17 stigum og þeir Caris LeVert og D'Angelo Russell skoruðu báðir 16 stig fyrir Nets-liðið sem hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Marco Belinelli var stighæstur hjá Atlanta með 19 stig en þetta var annar tapleikur liðsins. í röð. Atlanta tapaði ekki bara leiknum heldur meiddist þýski leikstjórnandinn Dennis Schroeder líka á ökkla og þurfti hjálp til að komast af velli.Úrslitin úr NBA-deildinni í nótt: Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 116-104 Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 113-115 Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 112-119
NBA Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira