Kristján: „Þeir líta á mig sem Svía“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2017 06:00 Kristján Andrésson nýtti tækfærið sem þjálfari Svía á fyrsta stórmótinu. vísir/anton brink Rúmt ár er síðan Kristján Andrésson stýrði sænska karlalandsliðinu í handbolta í fyrsta sinn. Kristján tók við sænska liðinu eftir ÓL í Ríó og árangurinn undir hans stjórn hefur verið framúrskarandi. Svíar enduðu t.a.m. í 6. sæti á HM í janúar. Kristján er nú staddur hér á landi vegna tveggja vináttulandsleikja Íslands og Svíþjóðar. „Ég er mjög ánægður með fyrsta árið. Þetta er ungt lið. Það voru margir reyndir leikmenn sem gáfu ekki lengur kost á sér eftir ÓL. Það er ótrúleg barátta í hópnum og leikmenn sem vilja verða virkilega góðir handboltamenn,“ sagði Kristján í samtali við íþróttadeild. Kristján, sem lék á sínum tíma 13 landsleiki fyrir Ísland, hefur búið í Svíþjóð nær alla sína ævi. Hann þjálfaði Guif Eskilstuna með góðum árangri áður en honum bauðst að taka við sænska landsliðinu.Ánægður að vera einn af þeim fremstu „Þetta er allt annað en að vera með félagslið. Ég er búinn að vinna í sænsku deildinni í rúm 10 ár. Að fá þetta starf, að vinna með bestu leikmönnunum í Svíþjóð, það kemur pressa með því eins og á að vera. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt,“ sagði Kristján. Þegar Kristján var ráðinn þjálfari sænska liðsins töluðu sumir um hann sem einhvers konar skammtímalausn í þjálfarastarfið. Hann gefur slíku umtali lítinn gaum. „Það eru margir duglegir þjálfarar til í Svíþjóð og það var talað um að það væru einhverjir á undan mér í röðinni. En ég er bara mjög ánægður að vera einn af þeim fremstu í röðinni. Þetta hefur verið skemmtilegt fyrsta ár og ég er ánægðastur með spilamennskuna. Við lentum í 6. sæti á HM og þegar allir eru frískir og heilir erum við með lið sem getur barist um medalíur,“ sagði Kristján. Það getur verið erfitt fyrir útlending að þjálfa landslið annarrar þjóðar eins og Guðmundur Guðmundsson fékk að kynnast meðan hann var landsliðsþjálfari Danmerkur. Kristján segist ekki hafa fundið fyrir því að vera útlendingur að þjálfa sænska landsliðið. „Væntingarnar voru ekki miklar og við spiluðum betur en þær gáfu til kynna. Núna eru væntingarnar meiri og það eru væntingar sem mér finnst við eiga að hafa. Það verður spennandi að sjá hvað ég segi eftir nokkra mánuði ef það blæs á móti. Ég er alinn upp mestan hluta í Svíþjóð, hef farið í þjálfaraskóla í Svíþjóð og þeir líta á mig sem Svía,“ sagði Kristján.HSÍ hafði samband Hann segir að HSÍ hafi rætt við sig þegar leitin að næsta landsliðsþjálfara Íslands stóð yfir í fyrra. „Ég veit ekki hvort ég kom til greina. Mér var ekki boðið starfið en það var talað við mig. Það var ekkert meira en það,“ sagði Kristján sem segist mundu hafa tekið við Íslandi hefði honum boðist það. „Ef ég hefði fengið möguleika? Auðvitað. Það er mikill heiður og stórt hlutverk að vera þjálfari íslenska landsliðsins. Ég hefði ekki getað sagt nei.“ Hin margumtöluðu kynslóðaskipti virðast loksins vera að eiga sér stað í íslenska landsliðinu en hópurinn sem Geir Sveinsson valdi fyrir leikina gegn Svíum er mjög ungur. Kristján er nokkuð bjartsýnn á framhaldið hjá íslenska liðinu. „Það fer eftir því í hvaða átt þessir ungu leikmenn fara. Við höfum sýnt að við getum náð í medalíu. Verði þeir frískir og fái að verða góðir og sterkir leikmenn í ró og næði eigum við alla möguleika. Mér finnst Ísland alltaf koma til leiks með mikla baráttu. Ég hef trú á því að þetta verði sterkt lið,“ sagði Kristján að lokum. ingvithor@365.is. Handbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Sjá meira
Rúmt ár er síðan Kristján Andrésson stýrði sænska karlalandsliðinu í handbolta í fyrsta sinn. Kristján tók við sænska liðinu eftir ÓL í Ríó og árangurinn undir hans stjórn hefur verið framúrskarandi. Svíar enduðu t.a.m. í 6. sæti á HM í janúar. Kristján er nú staddur hér á landi vegna tveggja vináttulandsleikja Íslands og Svíþjóðar. „Ég er mjög ánægður með fyrsta árið. Þetta er ungt lið. Það voru margir reyndir leikmenn sem gáfu ekki lengur kost á sér eftir ÓL. Það er ótrúleg barátta í hópnum og leikmenn sem vilja verða virkilega góðir handboltamenn,“ sagði Kristján í samtali við íþróttadeild. Kristján, sem lék á sínum tíma 13 landsleiki fyrir Ísland, hefur búið í Svíþjóð nær alla sína ævi. Hann þjálfaði Guif Eskilstuna með góðum árangri áður en honum bauðst að taka við sænska landsliðinu.Ánægður að vera einn af þeim fremstu „Þetta er allt annað en að vera með félagslið. Ég er búinn að vinna í sænsku deildinni í rúm 10 ár. Að fá þetta starf, að vinna með bestu leikmönnunum í Svíþjóð, það kemur pressa með því eins og á að vera. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt,“ sagði Kristján. Þegar Kristján var ráðinn þjálfari sænska liðsins töluðu sumir um hann sem einhvers konar skammtímalausn í þjálfarastarfið. Hann gefur slíku umtali lítinn gaum. „Það eru margir duglegir þjálfarar til í Svíþjóð og það var talað um að það væru einhverjir á undan mér í röðinni. En ég er bara mjög ánægður að vera einn af þeim fremstu í röðinni. Þetta hefur verið skemmtilegt fyrsta ár og ég er ánægðastur með spilamennskuna. Við lentum í 6. sæti á HM og þegar allir eru frískir og heilir erum við með lið sem getur barist um medalíur,“ sagði Kristján. Það getur verið erfitt fyrir útlending að þjálfa landslið annarrar þjóðar eins og Guðmundur Guðmundsson fékk að kynnast meðan hann var landsliðsþjálfari Danmerkur. Kristján segist ekki hafa fundið fyrir því að vera útlendingur að þjálfa sænska landsliðið. „Væntingarnar voru ekki miklar og við spiluðum betur en þær gáfu til kynna. Núna eru væntingarnar meiri og það eru væntingar sem mér finnst við eiga að hafa. Það verður spennandi að sjá hvað ég segi eftir nokkra mánuði ef það blæs á móti. Ég er alinn upp mestan hluta í Svíþjóð, hef farið í þjálfaraskóla í Svíþjóð og þeir líta á mig sem Svía,“ sagði Kristján.HSÍ hafði samband Hann segir að HSÍ hafi rætt við sig þegar leitin að næsta landsliðsþjálfara Íslands stóð yfir í fyrra. „Ég veit ekki hvort ég kom til greina. Mér var ekki boðið starfið en það var talað við mig. Það var ekkert meira en það,“ sagði Kristján sem segist mundu hafa tekið við Íslandi hefði honum boðist það. „Ef ég hefði fengið möguleika? Auðvitað. Það er mikill heiður og stórt hlutverk að vera þjálfari íslenska landsliðsins. Ég hefði ekki getað sagt nei.“ Hin margumtöluðu kynslóðaskipti virðast loksins vera að eiga sér stað í íslenska landsliðinu en hópurinn sem Geir Sveinsson valdi fyrir leikina gegn Svíum er mjög ungur. Kristján er nokkuð bjartsýnn á framhaldið hjá íslenska liðinu. „Það fer eftir því í hvaða átt þessir ungu leikmenn fara. Við höfum sýnt að við getum náð í medalíu. Verði þeir frískir og fái að verða góðir og sterkir leikmenn í ró og næði eigum við alla möguleika. Mér finnst Ísland alltaf koma til leiks með mikla baráttu. Ég hef trú á því að þetta verði sterkt lið,“ sagði Kristján að lokum. ingvithor@365.is.
Handbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Sjá meira