Uppsagnir og minni sala fylgja Costco Haraldur Guðmundsson skrifar 27. október 2017 06:00 Koma Costco hefur gjörbreytt stöðu margra íslenskra framleiðslufyrirtækja og heildsala. Vísir/eyþór „Þetta hefur haft mikil áhrif á okkar rekstur og það virðist vera samdráttur alls staðar og áhrifin meiri en maður áætlaði,“ segir Pétur Thor Gunnarsson, markaðsstjóri Freyju, um áhrif komu Costco hingað til lands en sælgætisgerðin hefur að hans sögn þurft að segja upp sex manns eða um tíu prósent af starfsliði sínu síðan verslunin var opnuð fyrir rúmum fimm mánuðum. „Samdrátturinn lýsir sér í minni sölu en enginn af okkar núverandi viðskiptavinum er að sýna meiri samdrátt en aðrir heldur er þetta heilt yfir. Hins vegar sjáum við sem betur fer að salan er að batna. Þó við værum með gott vöruúrval í Costco þá myndi það ekki endilega bæta upp fyrir það sem við höfum tapað heldur hefur orðið aukning í sölu á innfluttu sælgæti,“ segir Pétur Thor.Steinþór Skúlason, forstjóri SSVerslunarfyrirtækið Hagar, sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup, greindi á þriðjudag frá því að vörusala þess frá júníbyrjun til ágústloka hefði dregist saman um 2,6 milljarða eða 12,6 prósent milli ára. Þá hefði rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) lækkað úr 1,8 milljörðum í 1,1. Breytingar á smásölumarkaði hefðu gjörbreytt samkeppnisumhverfi en verslun Costco í Kauptúni var opnuð í síðustu viku maímánaðar. „Þetta hefur auðvitað áhrif á okkar rekstur þegar stærsti viðskiptavinurinn verður fyrir þeim áhrifum sem lýst er. En eins og kom fram í máli Finns [Árnasonar, forstjóra Haga] eru áhrifin meiri en menn bjuggust við og varanleg en þau eru ekki endilega alveg komin fram,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri heildsölunnar Ísam.Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Ísam„Ég get ekki sagt þér hvað salan hefur minnkað í prósentum en við erum með gríðarlega breitt vöruúrval og samdráttur í sölu er mismunandi eftir því. En það er klárt mál að þetta hefur haft gríðarleg áhrif og sérstaklega í sumar og það kemur illa við okkur því sumarið er okkur mjög mikilvægt,“ segir Bergþóra en Ísam á meðal annars framleiðslufyrirtækin Mylluna, Ora og Frón. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS), sem framleiðir matvæli en er einnig stór heildsali, segir áhrif Costco á íslenskan smásölumarkað meiri en flestir hafi búist við. Ekki hafi verið ástæða til uppsagna hjá SS vegna þessa enn sem komið sé. „Í ákveðnum vöruflokkum merkjum við allt að tíu prósentum minni sölu miðað við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Við sjáum líka að það eru ákveðin hughrif í gangi. Fólk skiptir svolítið um persónuleika þegar það fer þarna inn og það kannski kaupir fullt af hlutum sem eru ekki ódýrari í öllum tilfellum. Okkur sýnist að þeir hafi náð allt að 20 prósenta markaðshlutdeild í þeim vöruflokkum sem þeir leggja áherslu á,“ segir Steinþór. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
„Þetta hefur haft mikil áhrif á okkar rekstur og það virðist vera samdráttur alls staðar og áhrifin meiri en maður áætlaði,“ segir Pétur Thor Gunnarsson, markaðsstjóri Freyju, um áhrif komu Costco hingað til lands en sælgætisgerðin hefur að hans sögn þurft að segja upp sex manns eða um tíu prósent af starfsliði sínu síðan verslunin var opnuð fyrir rúmum fimm mánuðum. „Samdrátturinn lýsir sér í minni sölu en enginn af okkar núverandi viðskiptavinum er að sýna meiri samdrátt en aðrir heldur er þetta heilt yfir. Hins vegar sjáum við sem betur fer að salan er að batna. Þó við værum með gott vöruúrval í Costco þá myndi það ekki endilega bæta upp fyrir það sem við höfum tapað heldur hefur orðið aukning í sölu á innfluttu sælgæti,“ segir Pétur Thor.Steinþór Skúlason, forstjóri SSVerslunarfyrirtækið Hagar, sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup, greindi á þriðjudag frá því að vörusala þess frá júníbyrjun til ágústloka hefði dregist saman um 2,6 milljarða eða 12,6 prósent milli ára. Þá hefði rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) lækkað úr 1,8 milljörðum í 1,1. Breytingar á smásölumarkaði hefðu gjörbreytt samkeppnisumhverfi en verslun Costco í Kauptúni var opnuð í síðustu viku maímánaðar. „Þetta hefur auðvitað áhrif á okkar rekstur þegar stærsti viðskiptavinurinn verður fyrir þeim áhrifum sem lýst er. En eins og kom fram í máli Finns [Árnasonar, forstjóra Haga] eru áhrifin meiri en menn bjuggust við og varanleg en þau eru ekki endilega alveg komin fram,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri heildsölunnar Ísam.Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Ísam„Ég get ekki sagt þér hvað salan hefur minnkað í prósentum en við erum með gríðarlega breitt vöruúrval og samdráttur í sölu er mismunandi eftir því. En það er klárt mál að þetta hefur haft gríðarleg áhrif og sérstaklega í sumar og það kemur illa við okkur því sumarið er okkur mjög mikilvægt,“ segir Bergþóra en Ísam á meðal annars framleiðslufyrirtækin Mylluna, Ora og Frón. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS), sem framleiðir matvæli en er einnig stór heildsali, segir áhrif Costco á íslenskan smásölumarkað meiri en flestir hafi búist við. Ekki hafi verið ástæða til uppsagna hjá SS vegna þessa enn sem komið sé. „Í ákveðnum vöruflokkum merkjum við allt að tíu prósentum minni sölu miðað við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Við sjáum líka að það eru ákveðin hughrif í gangi. Fólk skiptir svolítið um persónuleika þegar það fer þarna inn og það kannski kaupir fullt af hlutum sem eru ekki ódýrari í öllum tilfellum. Okkur sýnist að þeir hafi náð allt að 20 prósenta markaðshlutdeild í þeim vöruflokkum sem þeir leggja áherslu á,“ segir Steinþór.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira