Jafn leikvöllur Stjórnarmaðurinn skrifar 29. október 2017 11:00 Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu er sennilega sú íþróttaafurð sem nýtur mestrar hylli sjónvarpsáhorfenda á heimsvísu. Ein af ástæðum þess er einfaldlega sú staðreynd að félögin sem deildina skipa eru þrátt fyrir allt nokkuð jöfn að getu. Eins og klisjan segir – allir geta unnið alla. Sennilega er stærsta ástæðan fyrir því að félögin keppa nokkurn veginn á jafnræðisgrundvelli sú að sjónvarpstekjum er skipt nokkuð jafnt milli félaganna. Þannig er tekjum vegna alþjóðlegrar sölu sjónvarpsréttar skipt bróðurlega milli félaganna tuttugu. Tekjum vegna sölu innan Bretlands er hins vegar skipt eftir árangri, þó þar sé þrátt fyrir allt ekki stórkostlegur munur á milli þess sem vinnur deildina og þess sem rekur lestina. Þessu hafa stærstu félögin sex í deildinni – Manchester-liðin tvö, Liverpool og Lundúnarisarnir Arsenal, Chelsea og Tottenham – lengi viljað breyta. Þau vilja að tekjum sé í auknum mæli skipt eftir árangri. Eðlilega, segði einhver, en þessi félög hafa allt að því einokað efstu sætin undanfarin ár. En kannski er stöðumatið rangt hjá stórliðunum. Í spænska boltanum er tekjunum misskipt, og stórliðin Real Madrid og Barcelona semja sérstaklega um sjónvarpsréttinn að sínum leikjum, enda vinna þau deildina á víxl og handvelja bestu leikmennina meðan önnur lið geta einungis horft á aðdáunaraugum. Spænska deildin er af þeim sökum mun minna spennandi sjónvarpsafurð og áhorfið eftir því. Enska úrvalsdeildin er langsamlega vinsælasta knattspyrnudeild heims. Kannski einmitt af því að öll liðin hafa aðgang að góðum og traustum tekjum gegnum sölu á sjónvarpsrétti, sem aftur veldur því að Huddersfield á raunverulegan séns gegn Manchester United eins og sannaðist um liðna helgi. Væru stórliðin því í raun ekki að grafa undan eigin velgengni með því að taka stærri bita af kökunni? Því geta unnendur enska boltans andað léttar en stórliðunum sex varð ekki að ósk sinni. Sjónvarpstekjunum verður áfram skipt jafnt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu er sennilega sú íþróttaafurð sem nýtur mestrar hylli sjónvarpsáhorfenda á heimsvísu. Ein af ástæðum þess er einfaldlega sú staðreynd að félögin sem deildina skipa eru þrátt fyrir allt nokkuð jöfn að getu. Eins og klisjan segir – allir geta unnið alla. Sennilega er stærsta ástæðan fyrir því að félögin keppa nokkurn veginn á jafnræðisgrundvelli sú að sjónvarpstekjum er skipt nokkuð jafnt milli félaganna. Þannig er tekjum vegna alþjóðlegrar sölu sjónvarpsréttar skipt bróðurlega milli félaganna tuttugu. Tekjum vegna sölu innan Bretlands er hins vegar skipt eftir árangri, þó þar sé þrátt fyrir allt ekki stórkostlegur munur á milli þess sem vinnur deildina og þess sem rekur lestina. Þessu hafa stærstu félögin sex í deildinni – Manchester-liðin tvö, Liverpool og Lundúnarisarnir Arsenal, Chelsea og Tottenham – lengi viljað breyta. Þau vilja að tekjum sé í auknum mæli skipt eftir árangri. Eðlilega, segði einhver, en þessi félög hafa allt að því einokað efstu sætin undanfarin ár. En kannski er stöðumatið rangt hjá stórliðunum. Í spænska boltanum er tekjunum misskipt, og stórliðin Real Madrid og Barcelona semja sérstaklega um sjónvarpsréttinn að sínum leikjum, enda vinna þau deildina á víxl og handvelja bestu leikmennina meðan önnur lið geta einungis horft á aðdáunaraugum. Spænska deildin er af þeim sökum mun minna spennandi sjónvarpsafurð og áhorfið eftir því. Enska úrvalsdeildin er langsamlega vinsælasta knattspyrnudeild heims. Kannski einmitt af því að öll liðin hafa aðgang að góðum og traustum tekjum gegnum sölu á sjónvarpsrétti, sem aftur veldur því að Huddersfield á raunverulegan séns gegn Manchester United eins og sannaðist um liðna helgi. Væru stórliðin því í raun ekki að grafa undan eigin velgengni með því að taka stærri bita af kökunni? Því geta unnendur enska boltans andað léttar en stórliðunum sex varð ekki að ósk sinni. Sjónvarpstekjunum verður áfram skipt jafnt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira