Jafn leikvöllur Stjórnarmaðurinn skrifar 29. október 2017 11:00 Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu er sennilega sú íþróttaafurð sem nýtur mestrar hylli sjónvarpsáhorfenda á heimsvísu. Ein af ástæðum þess er einfaldlega sú staðreynd að félögin sem deildina skipa eru þrátt fyrir allt nokkuð jöfn að getu. Eins og klisjan segir – allir geta unnið alla. Sennilega er stærsta ástæðan fyrir því að félögin keppa nokkurn veginn á jafnræðisgrundvelli sú að sjónvarpstekjum er skipt nokkuð jafnt milli félaganna. Þannig er tekjum vegna alþjóðlegrar sölu sjónvarpsréttar skipt bróðurlega milli félaganna tuttugu. Tekjum vegna sölu innan Bretlands er hins vegar skipt eftir árangri, þó þar sé þrátt fyrir allt ekki stórkostlegur munur á milli þess sem vinnur deildina og þess sem rekur lestina. Þessu hafa stærstu félögin sex í deildinni – Manchester-liðin tvö, Liverpool og Lundúnarisarnir Arsenal, Chelsea og Tottenham – lengi viljað breyta. Þau vilja að tekjum sé í auknum mæli skipt eftir árangri. Eðlilega, segði einhver, en þessi félög hafa allt að því einokað efstu sætin undanfarin ár. En kannski er stöðumatið rangt hjá stórliðunum. Í spænska boltanum er tekjunum misskipt, og stórliðin Real Madrid og Barcelona semja sérstaklega um sjónvarpsréttinn að sínum leikjum, enda vinna þau deildina á víxl og handvelja bestu leikmennina meðan önnur lið geta einungis horft á aðdáunaraugum. Spænska deildin er af þeim sökum mun minna spennandi sjónvarpsafurð og áhorfið eftir því. Enska úrvalsdeildin er langsamlega vinsælasta knattspyrnudeild heims. Kannski einmitt af því að öll liðin hafa aðgang að góðum og traustum tekjum gegnum sölu á sjónvarpsrétti, sem aftur veldur því að Huddersfield á raunverulegan séns gegn Manchester United eins og sannaðist um liðna helgi. Væru stórliðin því í raun ekki að grafa undan eigin velgengni með því að taka stærri bita af kökunni? Því geta unnendur enska boltans andað léttar en stórliðunum sex varð ekki að ósk sinni. Sjónvarpstekjunum verður áfram skipt jafnt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu er sennilega sú íþróttaafurð sem nýtur mestrar hylli sjónvarpsáhorfenda á heimsvísu. Ein af ástæðum þess er einfaldlega sú staðreynd að félögin sem deildina skipa eru þrátt fyrir allt nokkuð jöfn að getu. Eins og klisjan segir – allir geta unnið alla. Sennilega er stærsta ástæðan fyrir því að félögin keppa nokkurn veginn á jafnræðisgrundvelli sú að sjónvarpstekjum er skipt nokkuð jafnt milli félaganna. Þannig er tekjum vegna alþjóðlegrar sölu sjónvarpsréttar skipt bróðurlega milli félaganna tuttugu. Tekjum vegna sölu innan Bretlands er hins vegar skipt eftir árangri, þó þar sé þrátt fyrir allt ekki stórkostlegur munur á milli þess sem vinnur deildina og þess sem rekur lestina. Þessu hafa stærstu félögin sex í deildinni – Manchester-liðin tvö, Liverpool og Lundúnarisarnir Arsenal, Chelsea og Tottenham – lengi viljað breyta. Þau vilja að tekjum sé í auknum mæli skipt eftir árangri. Eðlilega, segði einhver, en þessi félög hafa allt að því einokað efstu sætin undanfarin ár. En kannski er stöðumatið rangt hjá stórliðunum. Í spænska boltanum er tekjunum misskipt, og stórliðin Real Madrid og Barcelona semja sérstaklega um sjónvarpsréttinn að sínum leikjum, enda vinna þau deildina á víxl og handvelja bestu leikmennina meðan önnur lið geta einungis horft á aðdáunaraugum. Spænska deildin er af þeim sökum mun minna spennandi sjónvarpsafurð og áhorfið eftir því. Enska úrvalsdeildin er langsamlega vinsælasta knattspyrnudeild heims. Kannski einmitt af því að öll liðin hafa aðgang að góðum og traustum tekjum gegnum sölu á sjónvarpsrétti, sem aftur veldur því að Huddersfield á raunverulegan séns gegn Manchester United eins og sannaðist um liðna helgi. Væru stórliðin því í raun ekki að grafa undan eigin velgengni með því að taka stærri bita af kökunni? Því geta unnendur enska boltans andað léttar en stórliðunum sex varð ekki að ósk sinni. Sjónvarpstekjunum verður áfram skipt jafnt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira