Telja fasteignafélögin undirverðlögð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. október 2017 10:30 Greiningardeildin segir að dagleg velta H&M fyrstu dagana í Smáralind hafi verið um 28 milljónir króna. vísir/andri Greiningardeild Arion banka mælir með því að fjárfestar kaupi hlutabréf í skráðu fasteignafélögunum þremur, Eik, Regin og Reitum. Greiningardeildin birti ný virðismöt fyrir fasteignafélögin í síðustu viku, en þau eru á bilinu 9 til 14 prósentum yfir dagslokagengi hlutabréfa félaganna í gær. Greiningardeildin metur virði hvers hlutar í Eik á 11,7 krónur á hlut. Lækkaði virðismatsgengið um 1,6 krónur á hlut frá síðasta mati, en það má að mestu rekja til breytinga í ytra umhverfi. Þannig hafi fasteignamat hækkað umfram væntingar og ávöxtunarkrafa auk þess rokið upp. Bent er á að leigustarfsemi félagsins hafi verið stöðug og útleiguhlutfallið sterkt. Hins vegar hafi tekið að halla undan fæti í hótelrekstri félagsins, en Eik á og rekur Hótel 1919. Greiningardeildin tekur fram að stjórnendur fasteignafélagsins hafi lækkað afkomuspá sína fyrir hótelreksturinn á yfirstandandi rekstrarári. Sérfræðingar Arion banka meta virði hvers hlutar í Regin á 28,7 krónur á hlut. Til samanburðar var virðismatsgengið 27,4 krónur á hlut í síðasta virðismati í mars . Segjast sérfræðingar bankans sjá fram á mikil tækifæri á næstu árum vegna fyrirhugaðra fjárfestinga, meðal annars á Hafnartorgi. Auk þess er bent á að mikil velta í nýrri verslun fatakeðjunnar H&M í Smáralind, sem og aukin aðsókn í verslunarmiðstöðina, hljóti að teljast góð tíðindi. Er til dæmis tekið fram að dagleg velta fyrstu sex daga H&M í Smáralind hafi numið um 28 milljónum króna. Þá metur greiningardeildin virði hvers hlutar í Reitum 100,8 krónur. Lækkar verðmatið um 3,9 krónur á hlut frá síðasta mati í lok júlí. Uppgjör félagsins á öðrum fjórðungi var í takt við væntingar greiningardeildarinnar og kallaði ekki á breytingar á rekstrarspá. Má rekja lækkun á virðismatinu einkum til breytinga í ytra umhverfi félagsins, svo sem hærri ávöxtunarkröfu, verðbólguálags og lægri verðbólgu en áður var gert ráð fyrir. Greiningardeildin bendir á að rekstrarspá stjórnenda taki mið af óbreyttu eignasafni, en hins vegar standi til að stækka safnið um átta til tíu milljarða króna á seinni helmingi ársins. Telur hún félagið vel í stakk búið til að ráða við slíka fjárfestingu. Til að mynda hafi handbært fé safnast upp á undanförnum mánuðum og verið um 5.387 milljónir króna í lok annars ársfjórðungs.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Greiningardeild Arion banka mælir með því að fjárfestar kaupi hlutabréf í skráðu fasteignafélögunum þremur, Eik, Regin og Reitum. Greiningardeildin birti ný virðismöt fyrir fasteignafélögin í síðustu viku, en þau eru á bilinu 9 til 14 prósentum yfir dagslokagengi hlutabréfa félaganna í gær. Greiningardeildin metur virði hvers hlutar í Eik á 11,7 krónur á hlut. Lækkaði virðismatsgengið um 1,6 krónur á hlut frá síðasta mati, en það má að mestu rekja til breytinga í ytra umhverfi. Þannig hafi fasteignamat hækkað umfram væntingar og ávöxtunarkrafa auk þess rokið upp. Bent er á að leigustarfsemi félagsins hafi verið stöðug og útleiguhlutfallið sterkt. Hins vegar hafi tekið að halla undan fæti í hótelrekstri félagsins, en Eik á og rekur Hótel 1919. Greiningardeildin tekur fram að stjórnendur fasteignafélagsins hafi lækkað afkomuspá sína fyrir hótelreksturinn á yfirstandandi rekstrarári. Sérfræðingar Arion banka meta virði hvers hlutar í Regin á 28,7 krónur á hlut. Til samanburðar var virðismatsgengið 27,4 krónur á hlut í síðasta virðismati í mars . Segjast sérfræðingar bankans sjá fram á mikil tækifæri á næstu árum vegna fyrirhugaðra fjárfestinga, meðal annars á Hafnartorgi. Auk þess er bent á að mikil velta í nýrri verslun fatakeðjunnar H&M í Smáralind, sem og aukin aðsókn í verslunarmiðstöðina, hljóti að teljast góð tíðindi. Er til dæmis tekið fram að dagleg velta fyrstu sex daga H&M í Smáralind hafi numið um 28 milljónum króna. Þá metur greiningardeildin virði hvers hlutar í Reitum 100,8 krónur. Lækkar verðmatið um 3,9 krónur á hlut frá síðasta mati í lok júlí. Uppgjör félagsins á öðrum fjórðungi var í takt við væntingar greiningardeildarinnar og kallaði ekki á breytingar á rekstrarspá. Má rekja lækkun á virðismatinu einkum til breytinga í ytra umhverfi félagsins, svo sem hærri ávöxtunarkröfu, verðbólguálags og lægri verðbólgu en áður var gert ráð fyrir. Greiningardeildin bendir á að rekstrarspá stjórnenda taki mið af óbreyttu eignasafni, en hins vegar standi til að stækka safnið um átta til tíu milljarða króna á seinni helmingi ársins. Telur hún félagið vel í stakk búið til að ráða við slíka fjárfestingu. Til að mynda hafi handbært fé safnast upp á undanförnum mánuðum og verið um 5.387 milljónir króna í lok annars ársfjórðungs.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira