Skotsilfur Markaðarins: Vara fjárfesta við pólitískri áhættu Ritstjórn Markaðarins skrifar 13. október 2017 10:30 Samkvæmt skoðanakönnunum eru líkur á því að Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, taki sæti á Alþingi eftir kosningar. Ágúst Ólafur, sem sat síðast á þingi á árunum 2003 til 2009, á 5,69 prósenta hlut í vefmiðlinum Kjarnanum og hefur auk þess setið í ráðgjafaráði miðilsins. Hann hlýtur nú að vera farinn að huga að því að selja hlut sinn. Annar frambjóðandi, Píratinn Smári McCarthy, á jafnframt 1,6 prósenta hlut í útgáfufélagi Stundarinnar. Fregnir herma að hann leiti að mögulegum kaupanda að hlutnum, en sjálfur hefur hann sagt með öllu óeðlilegt að þingmaður eigi hlut í fjölmiðli.Vara fjárfesta við Það er kunnara en frá þurfi að segja að fjárfestar hafa miklar áhyggjur af þeirri pólitísku óvissu sem er uppi vegna falls ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar og boðaðra kosninga til Alþingis í lok mánaðarins. Hafa sumir haft á orði að pólitísk áhætta vegi nú þyngst á metunum þegar erlendir fjárfestar líta til áhættu af því að eiga viðskipti hér á landi. Athygli vakti í nýuppfærðri verðbréfalýsingu fjárfestingabankans Kviku, sem Ármann Þorvaldsson stýrir, að bankinn sá sérstaka ástæðu til þess að vara fjárfesta við því að atburðarás undanfarinna vikna í íslenskum stjórnmálum fæli í sér „ákveðna pólitíska áhættu“.Jónas R. Gunnarsson hefur verið framkvæmdastjóri eignastýringar Virðingar.Jónas til Júpíters Margir fyrrverandi starfsmenn Virðingar hafa núna tekið til starfa hjá Kviku en bankinn festi sem kunnugt er kaup á verðbréfafyrirtækinu fyrr á árinu. Á meðal þeirra er Jónas R. Gunnarsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri eignastýringar Virðingar, en hann mun fara yfir til sjóðastýringarfyrirtækisins Júpíters, dótturfélags Kviku banka.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnunum eru líkur á því að Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, taki sæti á Alþingi eftir kosningar. Ágúst Ólafur, sem sat síðast á þingi á árunum 2003 til 2009, á 5,69 prósenta hlut í vefmiðlinum Kjarnanum og hefur auk þess setið í ráðgjafaráði miðilsins. Hann hlýtur nú að vera farinn að huga að því að selja hlut sinn. Annar frambjóðandi, Píratinn Smári McCarthy, á jafnframt 1,6 prósenta hlut í útgáfufélagi Stundarinnar. Fregnir herma að hann leiti að mögulegum kaupanda að hlutnum, en sjálfur hefur hann sagt með öllu óeðlilegt að þingmaður eigi hlut í fjölmiðli.Vara fjárfesta við Það er kunnara en frá þurfi að segja að fjárfestar hafa miklar áhyggjur af þeirri pólitísku óvissu sem er uppi vegna falls ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar og boðaðra kosninga til Alþingis í lok mánaðarins. Hafa sumir haft á orði að pólitísk áhætta vegi nú þyngst á metunum þegar erlendir fjárfestar líta til áhættu af því að eiga viðskipti hér á landi. Athygli vakti í nýuppfærðri verðbréfalýsingu fjárfestingabankans Kviku, sem Ármann Þorvaldsson stýrir, að bankinn sá sérstaka ástæðu til þess að vara fjárfesta við því að atburðarás undanfarinna vikna í íslenskum stjórnmálum fæli í sér „ákveðna pólitíska áhættu“.Jónas R. Gunnarsson hefur verið framkvæmdastjóri eignastýringar Virðingar.Jónas til Júpíters Margir fyrrverandi starfsmenn Virðingar hafa núna tekið til starfa hjá Kviku en bankinn festi sem kunnugt er kaup á verðbréfafyrirtækinu fyrr á árinu. Á meðal þeirra er Jónas R. Gunnarsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri eignastýringar Virðingar, en hann mun fara yfir til sjóðastýringarfyrirtækisins Júpíters, dótturfélags Kviku banka.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira