Skattahækkun myndi leiða til taprekstrar gististaða úti á landi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. október 2017 07:30 KPMG telur að frekari hækkun verðs á gistiþjónustu muni hafa neikvæð áhrif á fjölda ferðamanna og stytta dvalartíma þeirra. Mikil gengisstyrking og launahækkanir hafa leikið mörg ferðaþjónustufyrirtæki grátt. vísir/anton brink Ef gististaðir á landsbyggðinni þyrftu að taka á sig alla hækkun virðisaukaskatts úr 11 prósentum í 22,5 prósent, eins og ríkisstjórnin lagði til í fjármálaáætlun sinni til næstu fimm ára, myndi það leiða til mikils taprekstrar. Afkoma hótela á höfuðborgarsvæðinu myndi auk þess verða nálægt núlli. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í úttekt ráðgjafarfyrirtækisins KPMG um áhrif boðaðra hækkana á virðisaukaskatti á afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem kynnt verður á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag. Í úttektinni kemur meðal annars fram að ef hækkun virðisaukaskatts úr 11 prósentum í 22,5 prósent hefði komið til í byrjun síðasta árs, þá hefðu tekjur hótela lækkað um 1.858 milljónir króna og framlegð þeirra lækkað um sömu fjárhæð, að því gefnu að hótelin hefðu tekið á sig hækkunina að öllu leyti. Það hefði þýtt að afkoma hótelanna yrði sem næst núlli. Skattahækkunin hefði þó komið hvað harðast niður á gististöðum á landsbyggðinni, sér í lagi á Norðausturlandi, og leitt til þess að þeir hefðu verið reknir með miklu tapi. „Það er því varla valkostur fyrir félögin að taka á sig alla hækkun virðisaukaskatts, samhliða því sem þau takast á við kjarasamningsbundnar launahækkanir, þar sem verðlagning þjónustunnar er þegar komin að sársaukamörkum í alþjóðlegum samanburði,“ segir í úttektinni. Ef áhrif hækkunar virðisaukaskatts eru metin út frá rekstri hótela á fyrstu sex mánuðum þessa árs, þá hefðu tekjur þeirra lækkað um 865 milljónir króna og framlegðin lækkað um sömu fjárhæð, að því er segir í úttektinni. EBIDTA-framlegð hótela á höfuðborgarsvæðinu hefði þannig lækkað niður í 95 milljónir króna og á landsbyggðinni hefði hún orðið neikvæð um 242 milljónir króna.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.VÍSIR/ERNIRStaða margra fyrirtækja verulega veik Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir úttekt KPMG að mörgu leyti sláandi. „Mér sýnist úttektin styðja við það sem við vöruðum við í vor þegar umræður um áætlaðar hækkanir á virðisaukaskatti stóðu sem hæst. Við bentum á að rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu hefði þegar versnað, meðal annars vegna mikillar gengisstyrkingar krónunnar og tuttugu prósenta launahækkana á árunum 2015 og 2016, og að boðaðar hækkanir á virðisaukaskatti myndu skaða samkeppnishæfni greinarinnar enn frekar. Við sjáum nú þegar að ferðamenn virðast hafa brugðist við gengisstyrkingunni með breyttu neyslumynstri. Þeir ferðast til að mynda minna um landið og neyta ekki í sama mæli og áður. Meðaldvalartími þeirra hefur auk þess styst. Það má því segja að þær áhyggjur sem við höfðum í vor hafi raungerst í sumar. Staða margra fyrirtækja er verulega veik, sér í lagi á landsbyggðinni, eins og fram kemur í skýrslunni.“ Í úttekt KPMG kemur auk þess fram að rekstrarskilyrði fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem verðleggja þjónustu sína í erlendri mynt, hafi breyst verulega til hins verra á undanförnum tveimur árum. Er einnig tekið fram að svo virðist sem verðlagning gististaða sé komin að sársaukamörkum í alþjóðlegum samanburði. Því sé líklegt að frekari hækkun verðs muni hafa neikvæð áhrif á fjölda ferðamanna og leiða til þess að þeir muni dvelja í styttri tíma en áður. „Slíkar breytingar munu koma sérstaklega illa við gististaði úti á landi þar sem ferðamenn munu ferðast minna um landið vegna færri dvalardaga. Greinilegt er af nýjustu tölum um fjölda ferðamanna nú í sumar og fjölda gistinátta eftir landshlutum að þessi þróun er byrjuð,“ segir í úttektinni.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira
Ef gististaðir á landsbyggðinni þyrftu að taka á sig alla hækkun virðisaukaskatts úr 11 prósentum í 22,5 prósent, eins og ríkisstjórnin lagði til í fjármálaáætlun sinni til næstu fimm ára, myndi það leiða til mikils taprekstrar. Afkoma hótela á höfuðborgarsvæðinu myndi auk þess verða nálægt núlli. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í úttekt ráðgjafarfyrirtækisins KPMG um áhrif boðaðra hækkana á virðisaukaskatti á afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem kynnt verður á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag. Í úttektinni kemur meðal annars fram að ef hækkun virðisaukaskatts úr 11 prósentum í 22,5 prósent hefði komið til í byrjun síðasta árs, þá hefðu tekjur hótela lækkað um 1.858 milljónir króna og framlegð þeirra lækkað um sömu fjárhæð, að því gefnu að hótelin hefðu tekið á sig hækkunina að öllu leyti. Það hefði þýtt að afkoma hótelanna yrði sem næst núlli. Skattahækkunin hefði þó komið hvað harðast niður á gististöðum á landsbyggðinni, sér í lagi á Norðausturlandi, og leitt til þess að þeir hefðu verið reknir með miklu tapi. „Það er því varla valkostur fyrir félögin að taka á sig alla hækkun virðisaukaskatts, samhliða því sem þau takast á við kjarasamningsbundnar launahækkanir, þar sem verðlagning þjónustunnar er þegar komin að sársaukamörkum í alþjóðlegum samanburði,“ segir í úttektinni. Ef áhrif hækkunar virðisaukaskatts eru metin út frá rekstri hótela á fyrstu sex mánuðum þessa árs, þá hefðu tekjur þeirra lækkað um 865 milljónir króna og framlegðin lækkað um sömu fjárhæð, að því er segir í úttektinni. EBIDTA-framlegð hótela á höfuðborgarsvæðinu hefði þannig lækkað niður í 95 milljónir króna og á landsbyggðinni hefði hún orðið neikvæð um 242 milljónir króna.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.VÍSIR/ERNIRStaða margra fyrirtækja verulega veik Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir úttekt KPMG að mörgu leyti sláandi. „Mér sýnist úttektin styðja við það sem við vöruðum við í vor þegar umræður um áætlaðar hækkanir á virðisaukaskatti stóðu sem hæst. Við bentum á að rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu hefði þegar versnað, meðal annars vegna mikillar gengisstyrkingar krónunnar og tuttugu prósenta launahækkana á árunum 2015 og 2016, og að boðaðar hækkanir á virðisaukaskatti myndu skaða samkeppnishæfni greinarinnar enn frekar. Við sjáum nú þegar að ferðamenn virðast hafa brugðist við gengisstyrkingunni með breyttu neyslumynstri. Þeir ferðast til að mynda minna um landið og neyta ekki í sama mæli og áður. Meðaldvalartími þeirra hefur auk þess styst. Það má því segja að þær áhyggjur sem við höfðum í vor hafi raungerst í sumar. Staða margra fyrirtækja er verulega veik, sér í lagi á landsbyggðinni, eins og fram kemur í skýrslunni.“ Í úttekt KPMG kemur auk þess fram að rekstrarskilyrði fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem verðleggja þjónustu sína í erlendri mynt, hafi breyst verulega til hins verra á undanförnum tveimur árum. Er einnig tekið fram að svo virðist sem verðlagning gististaða sé komin að sársaukamörkum í alþjóðlegum samanburði. Því sé líklegt að frekari hækkun verðs muni hafa neikvæð áhrif á fjölda ferðamanna og leiða til þess að þeir muni dvelja í styttri tíma en áður. „Slíkar breytingar munu koma sérstaklega illa við gististaði úti á landi þar sem ferðamenn munu ferðast minna um landið vegna færri dvalardaga. Greinilegt er af nýjustu tölum um fjölda ferðamanna nú í sumar og fjölda gistinátta eftir landshlutum að þessi þróun er byrjuð,“ segir í úttektinni.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira