Skattahækkun myndi leiða til taprekstrar gististaða úti á landi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. október 2017 07:30 KPMG telur að frekari hækkun verðs á gistiþjónustu muni hafa neikvæð áhrif á fjölda ferðamanna og stytta dvalartíma þeirra. Mikil gengisstyrking og launahækkanir hafa leikið mörg ferðaþjónustufyrirtæki grátt. vísir/anton brink Ef gististaðir á landsbyggðinni þyrftu að taka á sig alla hækkun virðisaukaskatts úr 11 prósentum í 22,5 prósent, eins og ríkisstjórnin lagði til í fjármálaáætlun sinni til næstu fimm ára, myndi það leiða til mikils taprekstrar. Afkoma hótela á höfuðborgarsvæðinu myndi auk þess verða nálægt núlli. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í úttekt ráðgjafarfyrirtækisins KPMG um áhrif boðaðra hækkana á virðisaukaskatti á afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem kynnt verður á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag. Í úttektinni kemur meðal annars fram að ef hækkun virðisaukaskatts úr 11 prósentum í 22,5 prósent hefði komið til í byrjun síðasta árs, þá hefðu tekjur hótela lækkað um 1.858 milljónir króna og framlegð þeirra lækkað um sömu fjárhæð, að því gefnu að hótelin hefðu tekið á sig hækkunina að öllu leyti. Það hefði þýtt að afkoma hótelanna yrði sem næst núlli. Skattahækkunin hefði þó komið hvað harðast niður á gististöðum á landsbyggðinni, sér í lagi á Norðausturlandi, og leitt til þess að þeir hefðu verið reknir með miklu tapi. „Það er því varla valkostur fyrir félögin að taka á sig alla hækkun virðisaukaskatts, samhliða því sem þau takast á við kjarasamningsbundnar launahækkanir, þar sem verðlagning þjónustunnar er þegar komin að sársaukamörkum í alþjóðlegum samanburði,“ segir í úttektinni. Ef áhrif hækkunar virðisaukaskatts eru metin út frá rekstri hótela á fyrstu sex mánuðum þessa árs, þá hefðu tekjur þeirra lækkað um 865 milljónir króna og framlegðin lækkað um sömu fjárhæð, að því er segir í úttektinni. EBIDTA-framlegð hótela á höfuðborgarsvæðinu hefði þannig lækkað niður í 95 milljónir króna og á landsbyggðinni hefði hún orðið neikvæð um 242 milljónir króna.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.VÍSIR/ERNIRStaða margra fyrirtækja verulega veik Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir úttekt KPMG að mörgu leyti sláandi. „Mér sýnist úttektin styðja við það sem við vöruðum við í vor þegar umræður um áætlaðar hækkanir á virðisaukaskatti stóðu sem hæst. Við bentum á að rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu hefði þegar versnað, meðal annars vegna mikillar gengisstyrkingar krónunnar og tuttugu prósenta launahækkana á árunum 2015 og 2016, og að boðaðar hækkanir á virðisaukaskatti myndu skaða samkeppnishæfni greinarinnar enn frekar. Við sjáum nú þegar að ferðamenn virðast hafa brugðist við gengisstyrkingunni með breyttu neyslumynstri. Þeir ferðast til að mynda minna um landið og neyta ekki í sama mæli og áður. Meðaldvalartími þeirra hefur auk þess styst. Það má því segja að þær áhyggjur sem við höfðum í vor hafi raungerst í sumar. Staða margra fyrirtækja er verulega veik, sér í lagi á landsbyggðinni, eins og fram kemur í skýrslunni.“ Í úttekt KPMG kemur auk þess fram að rekstrarskilyrði fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem verðleggja þjónustu sína í erlendri mynt, hafi breyst verulega til hins verra á undanförnum tveimur árum. Er einnig tekið fram að svo virðist sem verðlagning gististaða sé komin að sársaukamörkum í alþjóðlegum samanburði. Því sé líklegt að frekari hækkun verðs muni hafa neikvæð áhrif á fjölda ferðamanna og leiða til þess að þeir muni dvelja í styttri tíma en áður. „Slíkar breytingar munu koma sérstaklega illa við gististaði úti á landi þar sem ferðamenn munu ferðast minna um landið vegna færri dvalardaga. Greinilegt er af nýjustu tölum um fjölda ferðamanna nú í sumar og fjölda gistinátta eftir landshlutum að þessi þróun er byrjuð,“ segir í úttektinni.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Með hollustu að leiðarljósi Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ef gististaðir á landsbyggðinni þyrftu að taka á sig alla hækkun virðisaukaskatts úr 11 prósentum í 22,5 prósent, eins og ríkisstjórnin lagði til í fjármálaáætlun sinni til næstu fimm ára, myndi það leiða til mikils taprekstrar. Afkoma hótela á höfuðborgarsvæðinu myndi auk þess verða nálægt núlli. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í úttekt ráðgjafarfyrirtækisins KPMG um áhrif boðaðra hækkana á virðisaukaskatti á afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem kynnt verður á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag. Í úttektinni kemur meðal annars fram að ef hækkun virðisaukaskatts úr 11 prósentum í 22,5 prósent hefði komið til í byrjun síðasta árs, þá hefðu tekjur hótela lækkað um 1.858 milljónir króna og framlegð þeirra lækkað um sömu fjárhæð, að því gefnu að hótelin hefðu tekið á sig hækkunina að öllu leyti. Það hefði þýtt að afkoma hótelanna yrði sem næst núlli. Skattahækkunin hefði þó komið hvað harðast niður á gististöðum á landsbyggðinni, sér í lagi á Norðausturlandi, og leitt til þess að þeir hefðu verið reknir með miklu tapi. „Það er því varla valkostur fyrir félögin að taka á sig alla hækkun virðisaukaskatts, samhliða því sem þau takast á við kjarasamningsbundnar launahækkanir, þar sem verðlagning þjónustunnar er þegar komin að sársaukamörkum í alþjóðlegum samanburði,“ segir í úttektinni. Ef áhrif hækkunar virðisaukaskatts eru metin út frá rekstri hótela á fyrstu sex mánuðum þessa árs, þá hefðu tekjur þeirra lækkað um 865 milljónir króna og framlegðin lækkað um sömu fjárhæð, að því er segir í úttektinni. EBIDTA-framlegð hótela á höfuðborgarsvæðinu hefði þannig lækkað niður í 95 milljónir króna og á landsbyggðinni hefði hún orðið neikvæð um 242 milljónir króna.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.VÍSIR/ERNIRStaða margra fyrirtækja verulega veik Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir úttekt KPMG að mörgu leyti sláandi. „Mér sýnist úttektin styðja við það sem við vöruðum við í vor þegar umræður um áætlaðar hækkanir á virðisaukaskatti stóðu sem hæst. Við bentum á að rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu hefði þegar versnað, meðal annars vegna mikillar gengisstyrkingar krónunnar og tuttugu prósenta launahækkana á árunum 2015 og 2016, og að boðaðar hækkanir á virðisaukaskatti myndu skaða samkeppnishæfni greinarinnar enn frekar. Við sjáum nú þegar að ferðamenn virðast hafa brugðist við gengisstyrkingunni með breyttu neyslumynstri. Þeir ferðast til að mynda minna um landið og neyta ekki í sama mæli og áður. Meðaldvalartími þeirra hefur auk þess styst. Það má því segja að þær áhyggjur sem við höfðum í vor hafi raungerst í sumar. Staða margra fyrirtækja er verulega veik, sér í lagi á landsbyggðinni, eins og fram kemur í skýrslunni.“ Í úttekt KPMG kemur auk þess fram að rekstrarskilyrði fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem verðleggja þjónustu sína í erlendri mynt, hafi breyst verulega til hins verra á undanförnum tveimur árum. Er einnig tekið fram að svo virðist sem verðlagning gististaða sé komin að sársaukamörkum í alþjóðlegum samanburði. Því sé líklegt að frekari hækkun verðs muni hafa neikvæð áhrif á fjölda ferðamanna og leiða til þess að þeir muni dvelja í styttri tíma en áður. „Slíkar breytingar munu koma sérstaklega illa við gististaði úti á landi þar sem ferðamenn munu ferðast minna um landið vegna færri dvalardaga. Greinilegt er af nýjustu tölum um fjölda ferðamanna nú í sumar og fjölda gistinátta eftir landshlutum að þessi þróun er byrjuð,“ segir í úttektinni.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Með hollustu að leiðarljósi Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira