Alþjóðleg markaðsyfirráð Stjórnarmaðurinn skrifar 1. október 2017 10:30 Sú ákvörðun samgönguyfirvalda í London að draga starfsleyfi Uber til baka hefur vakið mikla athygli. Flestir eru á því að yfirvöld hafi gengið fram af miklu offorsi, og þegar þetta er ritað hafa safnast hátt í milljón undirskriftir Uber til stuðnings. Hrifning fólks á Uber er skiljanleg. Þjónustan er langtum betri en hefðbundnir leigubílar geta veitt og notendaviðmótið með miklum ágætum. Ekki spillir heldur fyrir að Uber er starfrækt í flestum stórborgum í heiminum og ekki amalegt að geta gengið að þjónustunni vísri á ferðum sínum. Uber er af þeim sökum, ásamt félögum á borð við Netflix, Facebook og Google, eitt af þessum fyrirtækjum sem eru að taka heiminn yfir með nýja tækni að vopni. Því má hins vegar ekki gleyma að þessum hnattrænu risum fylgja ýmsir fylgikvillar. Uber hefur til að mynda ekki gætt sín á því að virða lágmarksréttindi starfsfólks síns og virðist hafa látið öryggismál reka á reiðanum. Að því leyti hefur falist afturför í innkomu Uber á breska markaðinn. Ef slíku er leyft að viðgangast getum við hætt að velta fyrir okkur markaðsyfirráðum á einstökum mörkuðum og farið að hugsa um slík yfirráð á hnattrænum grunni. Nú er viðbúið að Uber undirgangist þær breytingar sem þarf til að endurnýja starfsleyfið í London. Hvað sem því líður er inngrip samgönguyfirvalda ef til vill þörf áminning fyrir Uber um að gera hlutina almennilega. Málið er sömuleiðis umhugsunarvert fyrir hérlend yfirvöld. Fyrir stuttu komust samkeppnisyfirvöld að þeirri óskiljanlegu niðurstöðu að Costco væri ekki hluti af íslenskum lyfjamarkaði. Sama yfirvald skilgreinir Netflix ekki sem aðila að íslenskum fjölmiðlamarkaði þrátt fyrir að 50 þúsund heimili séu með áskrift. Netflix þarf ekki að undirgangast sömu kvaðir og innlendir aðilar, t.d. varðandi íslenskan texta og annað. Þá er ekki minnst á hið langtum hagstæðara skattaumhverfi sem alþjóðlegum fyrirtækjum býðst. Alþjóðlegu tæknifyrirtækin hafa umbylt lífi okkar á margan hátt og eru að langmestu leyti jákvæð fyrirbæri. Eftirlitsaðilar í einstökum ríkjum hafa hins vegar ekki brugðist við þessum nýja veruleika, og starfa ennþá í heimi sem löngu er horfinn. Bæði þarf að gæta þess að alþjóðleg stórfyrirtæki starfi eftir landslögum á hverjum stað, en ekki síður þarf að gæta þess að innlendir aðilar mæti ekki samkeppninni með báðar hendur fyrir aftan bak. Fákeppni og markaðsyfirráð geta nefnilega verið alþjóðleg, og gæta þarf þess að slík staða sé ekki beinlínis í boði opinberra aðila.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Sú ákvörðun samgönguyfirvalda í London að draga starfsleyfi Uber til baka hefur vakið mikla athygli. Flestir eru á því að yfirvöld hafi gengið fram af miklu offorsi, og þegar þetta er ritað hafa safnast hátt í milljón undirskriftir Uber til stuðnings. Hrifning fólks á Uber er skiljanleg. Þjónustan er langtum betri en hefðbundnir leigubílar geta veitt og notendaviðmótið með miklum ágætum. Ekki spillir heldur fyrir að Uber er starfrækt í flestum stórborgum í heiminum og ekki amalegt að geta gengið að þjónustunni vísri á ferðum sínum. Uber er af þeim sökum, ásamt félögum á borð við Netflix, Facebook og Google, eitt af þessum fyrirtækjum sem eru að taka heiminn yfir með nýja tækni að vopni. Því má hins vegar ekki gleyma að þessum hnattrænu risum fylgja ýmsir fylgikvillar. Uber hefur til að mynda ekki gætt sín á því að virða lágmarksréttindi starfsfólks síns og virðist hafa látið öryggismál reka á reiðanum. Að því leyti hefur falist afturför í innkomu Uber á breska markaðinn. Ef slíku er leyft að viðgangast getum við hætt að velta fyrir okkur markaðsyfirráðum á einstökum mörkuðum og farið að hugsa um slík yfirráð á hnattrænum grunni. Nú er viðbúið að Uber undirgangist þær breytingar sem þarf til að endurnýja starfsleyfið í London. Hvað sem því líður er inngrip samgönguyfirvalda ef til vill þörf áminning fyrir Uber um að gera hlutina almennilega. Málið er sömuleiðis umhugsunarvert fyrir hérlend yfirvöld. Fyrir stuttu komust samkeppnisyfirvöld að þeirri óskiljanlegu niðurstöðu að Costco væri ekki hluti af íslenskum lyfjamarkaði. Sama yfirvald skilgreinir Netflix ekki sem aðila að íslenskum fjölmiðlamarkaði þrátt fyrir að 50 þúsund heimili séu með áskrift. Netflix þarf ekki að undirgangast sömu kvaðir og innlendir aðilar, t.d. varðandi íslenskan texta og annað. Þá er ekki minnst á hið langtum hagstæðara skattaumhverfi sem alþjóðlegum fyrirtækjum býðst. Alþjóðlegu tæknifyrirtækin hafa umbylt lífi okkar á margan hátt og eru að langmestu leyti jákvæð fyrirbæri. Eftirlitsaðilar í einstökum ríkjum hafa hins vegar ekki brugðist við þessum nýja veruleika, og starfa ennþá í heimi sem löngu er horfinn. Bæði þarf að gæta þess að alþjóðleg stórfyrirtæki starfi eftir landslögum á hverjum stað, en ekki síður þarf að gæta þess að innlendir aðilar mæti ekki samkeppninni með báðar hendur fyrir aftan bak. Fákeppni og markaðsyfirráð geta nefnilega verið alþjóðleg, og gæta þarf þess að slík staða sé ekki beinlínis í boði opinberra aðila.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira