Ímyndarlegt stórvirki Frosti Logason skrifar 5. október 2017 07:00 Hvað sem fólk kann að halda um stjórnmálastéttina, er nokkuð ljóst að þar inn á milli leynast miklir snillingar. Eftir að hin lukkulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Bjartrar viðreisnar sprakk, á máli sem hefði átt að vera rauður þráður í komandi kosningabaráttu, hefur sérstaklega einn maður borið höfuð og herðar yfir jafningja sína í umræðunni. Þar hefur nefnilega farið fremstur enginn annar en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Sigmundur hætti í Framsókn og fékk beina útsendingu í öllum fréttatímum, átti sviðið og stjórnaði umræðunni eins og herforingi. Þá stofnaði hann nýjan flokk og tók allar fyrirsagnir í stríðsletri þann daginn líka. Þegar yfirskattanefnd birti úrskurð sinn um aflandsfélagið Wintris varð mönnum ljóst að félagið hafði frá upphafi verið stofnað til að komast hjá hærri sköttum og að tilvist þess hafði sannanlega verið leynt. Sigmundur náði hins vegar að túlka það sem syndaaflausn og sönnun þess að þau hjónin hefðu greitt of mikið í ríkissjóð. Stórkostlegt afrek, mark skorað úr þrengstu mögulegu stöðu á vellinum. Nýjasta útspil Sigmundar var síðan að draga alla sína pólitísku andstæðinga og óvildarmenn á asnaeyrum þegar hann fékk allt liðið til að dreifa nýju merki Miðflokksins á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Merkið skartar enda glæsilegu íslensku hrossi á fjólubláu norðurljósaskýi. Ímyndarlegt stórvirki. Aldrei fyrr í sögu íslenskrar stjórnmála hefur nokkur flokkur náð að stimpla sig jafn rækilega inn í fagurfræðilega vitund fólksins í landinu. Sigmundur er ekki bara misskilinn. Maðurinn er snillingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Kosningar 2017 Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun
Hvað sem fólk kann að halda um stjórnmálastéttina, er nokkuð ljóst að þar inn á milli leynast miklir snillingar. Eftir að hin lukkulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Bjartrar viðreisnar sprakk, á máli sem hefði átt að vera rauður þráður í komandi kosningabaráttu, hefur sérstaklega einn maður borið höfuð og herðar yfir jafningja sína í umræðunni. Þar hefur nefnilega farið fremstur enginn annar en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Sigmundur hætti í Framsókn og fékk beina útsendingu í öllum fréttatímum, átti sviðið og stjórnaði umræðunni eins og herforingi. Þá stofnaði hann nýjan flokk og tók allar fyrirsagnir í stríðsletri þann daginn líka. Þegar yfirskattanefnd birti úrskurð sinn um aflandsfélagið Wintris varð mönnum ljóst að félagið hafði frá upphafi verið stofnað til að komast hjá hærri sköttum og að tilvist þess hafði sannanlega verið leynt. Sigmundur náði hins vegar að túlka það sem syndaaflausn og sönnun þess að þau hjónin hefðu greitt of mikið í ríkissjóð. Stórkostlegt afrek, mark skorað úr þrengstu mögulegu stöðu á vellinum. Nýjasta útspil Sigmundar var síðan að draga alla sína pólitísku andstæðinga og óvildarmenn á asnaeyrum þegar hann fékk allt liðið til að dreifa nýju merki Miðflokksins á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Merkið skartar enda glæsilegu íslensku hrossi á fjólubláu norðurljósaskýi. Ímyndarlegt stórvirki. Aldrei fyrr í sögu íslenskrar stjórnmála hefur nokkur flokkur náð að stimpla sig jafn rækilega inn í fagurfræðilega vitund fólksins í landinu. Sigmundur er ekki bara misskilinn. Maðurinn er snillingur.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun