Viðskipti innlent

Vörumerkið Ísland slær í gegn vegna Game of Thrones

Samúel Karl Ólason skrifar
Game of Thrones mun hafa leitt til verulegrar fjjölgunar ferðamanna hér á landi.
Game of Thrones mun hafa leitt til verulegrar fjjölgunar ferðamanna hér á landi. Vísir
Vörumerkið Ísland er að slá í gegn og mun það vera Game of Thrones þáttunum að þakka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Brand Finance þar sem segir að virði vörumerkisins hafi hækkað um 83 prósent á einu ári og að von sé á frekari vexti í framtíðinni. Vörumerkið Kýpur er í öðru sæti með um 57 prósenta hækkun.Ísland er þó einungis í 88. sæti af hundrað yfir virði vörumerkja þjóða.Í skýrslunni, sem sjá má hér, segir að vörumerkið Ísland muni mögulega halda áfram að vaxa í framtíðinni. Ferðamannaiðnaðurinn blómstri og að Game of Thrones hafi leitt til þess að ferðamönnum hafi fjölgað verulega.Brand Finance birtir árlega skýrslu um ímynd og áhuga á ríkjum heimsins. Skýrslurnar eru ætlaðar til þess að hjálpa alþjóðlegum fjárfestum við ákvarðanir sínar.Framleiðendur Game of Thrones hafa tekið upp hér á landi frá því þættirnir hófust og þá sérstaklega til að tákna landsvæðið norður af Veggnum. Þó það hafi komið fyrir að engin atriði hafa verið tekin upp hér á landi hefur Ísland þó alltaf verið notað í bakgrunn atriða.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,57
13
108.045
EIK
1,56
3
46.561
ARION
1,01
9
128.645
HAGA
1,01
6
90.126
SKEL
0,65
6
104.251

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,21
35
15.820
ORIGO
-0,35
3
39.210
EIM
-0,19
6
13.518
BRIM
0
2
6.348
SIMINN
0
6
90.798
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.