Costco hefur engar áætlanir um að fara inn á tryggingamarkaðinn á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 9. október 2017 12:30 Vöruhús Costco í Garðabæ. Vísir/Ernir Bandaríska verslanakeðjan Costco hefur ekki í hyggju að fara inn á tryggingamarkaðinn á Íslandi. Þetta segir Sue Knowles, markaðsstjóri Costco í Bretlandi, í svari við fyrirspurn Vísis. Costco selur tryggingar í þremur löndum, Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi, en í þeim löndum býður fyrirtækið viðskiptavinum sínum upp á að kaupa bíltryggingu, heimilistryggingu, tanntryggingu, sjúkratryggingu og fyrirtækjatryggingu. „Við höfum engar áætlanir á þessum tímapunkti að bjóða meðlimum upp á tryggingar,“ segir Sue Knowles í svari til Vísis og segir jafnframt að umræður um slíkt hafi ekki farið fram innan fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið lýsti því yfir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í mars í fyrra að tryggingamarkaðurinn hér á landi væri fákeppnismarkaður.Í kjölfarið fór fram mikil umræða á Alþingi um tryggingamarkaðinn sem Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna hóf. Þar benti hann á að þrjú stór tryggingafélög hér á landi, VÍS, Sjóvá og TM, áformuðu að greiða arð upp á 9,6 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, sagði við það tilefni að íslenskur almenningur hefði ekki þolinmæði fyrir því að svo ríflegar arðgreiðslur færu fram á sama tíma og iðgjöldin fyrir lögboðnar tryggingar væru hækkaðar. Frosti Sigurjónsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðu á Alþingi að samkeppniseftirlitið hefði greint frá því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar að vert væri að skoða hvort eðlilegt sé að góð afkoma af sjóðum tryggingafélaganna ætti einnig að renna til viðskiptavina í einhverjum mæli. Talaði Frosti fyrir því að endurvekja samvinnutryggingafélög og gagnkvæm tryggingafélög sem væru rekin með því sjónarmiði að afgangur af rekstri þeirra rynni til viðskiptavinanna. Costco Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira
Bandaríska verslanakeðjan Costco hefur ekki í hyggju að fara inn á tryggingamarkaðinn á Íslandi. Þetta segir Sue Knowles, markaðsstjóri Costco í Bretlandi, í svari við fyrirspurn Vísis. Costco selur tryggingar í þremur löndum, Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi, en í þeim löndum býður fyrirtækið viðskiptavinum sínum upp á að kaupa bíltryggingu, heimilistryggingu, tanntryggingu, sjúkratryggingu og fyrirtækjatryggingu. „Við höfum engar áætlanir á þessum tímapunkti að bjóða meðlimum upp á tryggingar,“ segir Sue Knowles í svari til Vísis og segir jafnframt að umræður um slíkt hafi ekki farið fram innan fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið lýsti því yfir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í mars í fyrra að tryggingamarkaðurinn hér á landi væri fákeppnismarkaður.Í kjölfarið fór fram mikil umræða á Alþingi um tryggingamarkaðinn sem Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna hóf. Þar benti hann á að þrjú stór tryggingafélög hér á landi, VÍS, Sjóvá og TM, áformuðu að greiða arð upp á 9,6 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, sagði við það tilefni að íslenskur almenningur hefði ekki þolinmæði fyrir því að svo ríflegar arðgreiðslur færu fram á sama tíma og iðgjöldin fyrir lögboðnar tryggingar væru hækkaðar. Frosti Sigurjónsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðu á Alþingi að samkeppniseftirlitið hefði greint frá því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar að vert væri að skoða hvort eðlilegt sé að góð afkoma af sjóðum tryggingafélaganna ætti einnig að renna til viðskiptavina í einhverjum mæli. Talaði Frosti fyrir því að endurvekja samvinnutryggingafélög og gagnkvæm tryggingafélög sem væru rekin með því sjónarmiði að afgangur af rekstri þeirra rynni til viðskiptavinanna.
Costco Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira