Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. september 2017 08:45 Hlutafjáreign erlendra fjárfesta í Kauphöllinni fer hlutfallslega hækkandi. Vísir/Daníel Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. Hækkaði hlutfallið um þrjú prósentustig í sumar og fór úr 18 prósentum í 21 prósent, að því er fram kemur í gögnum sem Kauphöllin tók saman fyrir Fréttablaðið. Á sama tíma fór hlutafjáreign verðbréfa- og fjárfestingarsjóða hlutfallslega lækkandi. Slíkir sjóðir áttu um 7,8 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa í september, samanlagt um 80,3 milljarða króna, borið saman við 9,8 prósent í maí síðastliðnum. Dróst hlutdeild sjóðanna þannig saman um rúmlega fimmtung á þremur mánuðum. Hefur hún ekki verið lægri í fimm ár, en mest nam hún 12 prósentum árið 2015. Bein hlutabréfaeign íslenskra heimila í skráðum félögum breyttist lítið í sumar og nemur enn um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði félaganna eða sem nemur 41 milljarði króna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í júní hefur hlutfallið ekki verið lægra í að minnsta kosti fimmtán ár, en á árunum fyrir fall fjármálakerfisins átti almenningur að jafnaði á bilinu samanlagt um 12 til 17 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa. Eins og áður sagði hefur hlutafjáreign erlendra fjárfesta farið hlutfallslega hækkandi undanfarna mánuði og eiga þeir orðið meira en fimmtung af skráðum bréfum. Hlutfallið var hvað hæst árið 2007 eða tæplega 39 prósent, samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar. Íslenskir lífeyrissjóðir áttu í september 39 prósent allra skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni og hefur hlutfallið staðið nokkuð í stað undanfarin tvö ár. Sem kunnugt er jókst hlutdeild lífeyrissjóðanna verulega á árunum eftir bankaáfallið haustið 2008 en sem dæmi var hlutabréfaeign sjóðanna um 8,5 prósent af öllum skráðum bréfum árið 2009. Hlutabréfaeign einkafjárfesta í gegnum eignarhaldsfélög nemur rúmlega 19 prósentum af markaðsvirði skráðra fyrirtækja og hefur lítillega dregist saman undanfarna mánuði. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. Hækkaði hlutfallið um þrjú prósentustig í sumar og fór úr 18 prósentum í 21 prósent, að því er fram kemur í gögnum sem Kauphöllin tók saman fyrir Fréttablaðið. Á sama tíma fór hlutafjáreign verðbréfa- og fjárfestingarsjóða hlutfallslega lækkandi. Slíkir sjóðir áttu um 7,8 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa í september, samanlagt um 80,3 milljarða króna, borið saman við 9,8 prósent í maí síðastliðnum. Dróst hlutdeild sjóðanna þannig saman um rúmlega fimmtung á þremur mánuðum. Hefur hún ekki verið lægri í fimm ár, en mest nam hún 12 prósentum árið 2015. Bein hlutabréfaeign íslenskra heimila í skráðum félögum breyttist lítið í sumar og nemur enn um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði félaganna eða sem nemur 41 milljarði króna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í júní hefur hlutfallið ekki verið lægra í að minnsta kosti fimmtán ár, en á árunum fyrir fall fjármálakerfisins átti almenningur að jafnaði á bilinu samanlagt um 12 til 17 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa. Eins og áður sagði hefur hlutafjáreign erlendra fjárfesta farið hlutfallslega hækkandi undanfarna mánuði og eiga þeir orðið meira en fimmtung af skráðum bréfum. Hlutfallið var hvað hæst árið 2007 eða tæplega 39 prósent, samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar. Íslenskir lífeyrissjóðir áttu í september 39 prósent allra skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni og hefur hlutfallið staðið nokkuð í stað undanfarin tvö ár. Sem kunnugt er jókst hlutdeild lífeyrissjóðanna verulega á árunum eftir bankaáfallið haustið 2008 en sem dæmi var hlutabréfaeign sjóðanna um 8,5 prósent af öllum skráðum bréfum árið 2009. Hlutabréfaeign einkafjárfesta í gegnum eignarhaldsfélög nemur rúmlega 19 prósentum af markaðsvirði skráðra fyrirtækja og hefur lítillega dregist saman undanfarna mánuði. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira