Kjörnir fulltrúar Frosti Logason skrifar 21. september 2017 08:00 Það er ekki gæfulegt ástandið á litla landinu okkar í dag. Þriðja ríkisstjórnin sem hrökklast frá eða springur á síðastliðnum átta árum. Vissulega má færa rök fyrir því að með þessu sé fólkið í landinu að öðlast meiri völd. Það er jú gott að fá annað tækifæri til að kjósa ef maður var ekki sáttur við útkomuna síðast. En ömurlegt ef þetta færir okkur ekkert nema feitan reikning í ríkissjóð og nákvæmlega sama vesenið aftur á Alþingi. Þið sem ætlið að bjóða ykkur fram í þetta skiptið ættuð að hafa nokkur atriði í huga áður en farið er af stað. Það er ekki eftirspurn eftir fólki sem ætlar í flokkspólitískan leðjuslag um hvernig hægt sé að skipta kökunni milli einkavina og vandamanna. Okkur vantar ekki fólk til þess að standa vörð um myrkustu leyndarmál stjórnsýslunnar. Okkur vantar ekki fólk til að hafa vit fyrir okkur hinum. Okkur vantar ekki fólk sem ætlar að sýna flokknum sínum blinda hollustu. Við þurfum fólk sem leitast við að tryggja okkur öllum sanngjörn lög í landinu. Þar sem til dæmis vímuefnaneytendur fái ekki þyngri refsidóma en barnaníðingar og nauðgarar. Við viljum heiðarleika og gegnsæi. Að lokum eigum við landsmenn að fá að vera í friði fyrir stjórnmálunum. Við eigum að geta treyst því að fólkið sem veljist til áhrifa í lýðræðislegum kosningum geti sýnt stöðu sinni þá virðingu að verkefnin verði leyst með vandvirkni og sóma, okkur öllum til heilla. Hagsmunir heildarinnar eiga vera ykkar eina viðfangsefni. Það er allt og sumt. Annars óska ég ykkur öllum velfarnaðar og velgengni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Það er ekki gæfulegt ástandið á litla landinu okkar í dag. Þriðja ríkisstjórnin sem hrökklast frá eða springur á síðastliðnum átta árum. Vissulega má færa rök fyrir því að með þessu sé fólkið í landinu að öðlast meiri völd. Það er jú gott að fá annað tækifæri til að kjósa ef maður var ekki sáttur við útkomuna síðast. En ömurlegt ef þetta færir okkur ekkert nema feitan reikning í ríkissjóð og nákvæmlega sama vesenið aftur á Alþingi. Þið sem ætlið að bjóða ykkur fram í þetta skiptið ættuð að hafa nokkur atriði í huga áður en farið er af stað. Það er ekki eftirspurn eftir fólki sem ætlar í flokkspólitískan leðjuslag um hvernig hægt sé að skipta kökunni milli einkavina og vandamanna. Okkur vantar ekki fólk til þess að standa vörð um myrkustu leyndarmál stjórnsýslunnar. Okkur vantar ekki fólk til að hafa vit fyrir okkur hinum. Okkur vantar ekki fólk sem ætlar að sýna flokknum sínum blinda hollustu. Við þurfum fólk sem leitast við að tryggja okkur öllum sanngjörn lög í landinu. Þar sem til dæmis vímuefnaneytendur fái ekki þyngri refsidóma en barnaníðingar og nauðgarar. Við viljum heiðarleika og gegnsæi. Að lokum eigum við landsmenn að fá að vera í friði fyrir stjórnmálunum. Við eigum að geta treyst því að fólkið sem veljist til áhrifa í lýðræðislegum kosningum geti sýnt stöðu sinni þá virðingu að verkefnin verði leyst með vandvirkni og sóma, okkur öllum til heilla. Hagsmunir heildarinnar eiga vera ykkar eina viðfangsefni. Það er allt og sumt. Annars óska ég ykkur öllum velfarnaðar og velgengni.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun