Dómur í máli Ryanair gæti verið fordæmisgefandi fyrir íslenska flugliða Hersir Aron Ólafsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 23. september 2017 14:11 Dómur Evrópudómstólsins féll í máli sem rekið var milli Ryanair og flugliða félagsins sem gerðu út frá Belgíu Vísir/Getty Nýlegur dómur Evrópudómstólsins í máli írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair gefur góð fyrirheit um réttarstöðu flugliða hér á landi. Þetta segir lögfræðingur hjá ASÍ, en málarekstur stendur nú yfir milli Flugfreyjufélags Íslands og flugfélagsins Primera Air. Dómur Evrópudómstólsins féll í máli sem rekið var milli Ryanair og flugliða félagsins sem gerðu út frá Belgíu, en deilan sneri að því hvaða lögsaga ætti við um umrædda starfsmenn. Þannig er Ryanair skráð fyrirtæki í Írlandi og flýgur undir írsku flaggi - og hefur talið að fylgja beri írskum lögum í samningum við starfsmenn. Flugliðarnir vildu aftur á móti meina hið gagnstæða, að fylgja bæri belgískum lögum og á það féllst dómstóllinn. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir dóminn stefnumarkandi. „Þetta styrkir þá og tekur af allan vafa um það að það fari fram efnisleg skoðun á réttarsambandi aðila. Að þessar formskráningar ráði ekki alfarið hvaða reglur gilda. Það er jákvætt því þá hefur sterkari aðilinn, eða flugfélagið í þessu tilviki, geta algjörlega valið hvaða reglum þeir vilja fylgja og hvað ekki," segir Halldór í samtali við fréttastofu. Fyrirhugað er að flugliðar í flugvélum hins íslenska Primera Air fari í verkfall 2. október næstkomandi vegna deilna um kjaramál. Primera leigir athafnir erlendis frá, en Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ hafa lengi gagnrýnt kjarastefnu félagsins og bent á að launagreiðslur til flugliða samræmist í engu íslenskum reglum. Verkfallið átti að hefjast um miðjan september, en var frestað í kjölfar þess að Primera taldi það ólögmætt og stefndi í kjölfarið flugfreyjufélaginu og ASÍ. Halldór segir dóm Evrópudómstólsins gefa góð fyrirheit um um niðurstöðu málsins. „Við teljum þennan dóm styrkja verulega þann málatilbúnað sem við höfum byggt upp í því máli af því að það er í rauninni, Primera byggir á svipuðu fyrirkomulagi og Ryanair, að leyfa sér að velja svolítið hvaða reglur eiga að gilda um réttarsamband aðila óháð því hvaða reglur eigi raunverulega að gilda. Það er það sem við erum að reyna að leiðrétta.“ Fréttir af flugi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Nýlegur dómur Evrópudómstólsins í máli írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair gefur góð fyrirheit um réttarstöðu flugliða hér á landi. Þetta segir lögfræðingur hjá ASÍ, en málarekstur stendur nú yfir milli Flugfreyjufélags Íslands og flugfélagsins Primera Air. Dómur Evrópudómstólsins féll í máli sem rekið var milli Ryanair og flugliða félagsins sem gerðu út frá Belgíu, en deilan sneri að því hvaða lögsaga ætti við um umrædda starfsmenn. Þannig er Ryanair skráð fyrirtæki í Írlandi og flýgur undir írsku flaggi - og hefur talið að fylgja beri írskum lögum í samningum við starfsmenn. Flugliðarnir vildu aftur á móti meina hið gagnstæða, að fylgja bæri belgískum lögum og á það féllst dómstóllinn. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir dóminn stefnumarkandi. „Þetta styrkir þá og tekur af allan vafa um það að það fari fram efnisleg skoðun á réttarsambandi aðila. Að þessar formskráningar ráði ekki alfarið hvaða reglur gilda. Það er jákvætt því þá hefur sterkari aðilinn, eða flugfélagið í þessu tilviki, geta algjörlega valið hvaða reglum þeir vilja fylgja og hvað ekki," segir Halldór í samtali við fréttastofu. Fyrirhugað er að flugliðar í flugvélum hins íslenska Primera Air fari í verkfall 2. október næstkomandi vegna deilna um kjaramál. Primera leigir athafnir erlendis frá, en Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ hafa lengi gagnrýnt kjarastefnu félagsins og bent á að launagreiðslur til flugliða samræmist í engu íslenskum reglum. Verkfallið átti að hefjast um miðjan september, en var frestað í kjölfar þess að Primera taldi það ólögmætt og stefndi í kjölfarið flugfreyjufélaginu og ASÍ. Halldór segir dóm Evrópudómstólsins gefa góð fyrirheit um um niðurstöðu málsins. „Við teljum þennan dóm styrkja verulega þann málatilbúnað sem við höfum byggt upp í því máli af því að það er í rauninni, Primera byggir á svipuðu fyrirkomulagi og Ryanair, að leyfa sér að velja svolítið hvaða reglur eiga að gilda um réttarsamband aðila óháð því hvaða reglur eigi raunverulega að gilda. Það er það sem við erum að reyna að leiðrétta.“
Fréttir af flugi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira