Starfslokin kostuðu ON 21 milljón króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. september 2017 06:00 Páll Erland var ráðinn framkvæmdastjóri ON, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, í byrjun árs 2014. vísir/gva Starfslok Páls Erland, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar (ON), dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur (OR), kostuðu fyrirtækið 20,7 milljónir króna en hann lét af störfum í september í fyrra. Samkvæmt ráðningarsamningi var Páll með níu mánaða uppsagnarfrest. Kostnaður OR vegna starfsloka Páls birtist í ársreikningi félagsins fyrir árið 2016. Þar er að finna lið undir sundurliðun á starfskjörum æðstu stjórnenda OR og dótturfélaga, sem ber heitið „starfslokagreiðslur“. Neðanmálsútskýring með þessum lið er að greiðslan tengist starfslokum Páls.Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.vísir/vilhelmEiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að þrátt fyrir orðalagið „starfslokagreiðsla“ hafi þarna ekki verið um að ræða sérstaka greiðslu umfram ákvæði ráðningarsamnings. „Það sem þarna er um að ræða eru laun, launatengd gjöld, mótframlag í lífeyrissjóð og orlofsuppgjör samkvæmt ákvæðum í ráðningarsamningi starfsmannsins. Ráðningarsamningurinn kvað á um níu mánaða uppsagnarfrest. Það var samkomulag um starfslok.“ Þann 22. september 2016 var tilkynnt að Páll, sem verið hafði framkvæmdastjóri ON frá ársbyrjun 2014, hefði sagt upp störfum hjá ON. Fréttablaðið greindi skömmu síðar frá því að það hefði verið vegna ágreinings Páls við stjórn ON. Heimildir Fréttablaðsins herma að þessi ágreiningur hafi þó fyrst og fremst verið við Bjarna Bjarnason, forstjóra OR og stjórnarformann ON, sem hafi ákveðið að láta Pál fara og lendingin hafi verið samkomulag um starfslok. Opinberlega kom þó alltaf fram að Páll hefði ákveðið að hætta en yrði fyrirtækinu innan handar næstu mánuði þar á eftir. Ekki þykir sjálfsagt að starfsmenn fái greiddan uppsagnarfrest ráðningarsamningsins þegar þeir láta sjálfviljugir af störfum og allajafnan á það aðeins við þegar þeir eru reknir. Eðli starfslokanna gerði það þó að verkum að ON neyddist til að gera upp samninginn sem kostaði OR, sem fyrr segir, 20,7 milljónir króna. „Mér finnst þetta mikill kostnaður og sýnir kannski fram á mikilvægi þess almennt að menn í yfirmannastöðum séu með sambærilegan uppsagnarfrest og aðrir starfsmenn,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í OR. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, furðar sig jafnframt á þessum tölum. „Mér finnst þetta algjörlega út úr kortinu.“ Svo fór að 2. desember 2016, rúmum tveimur mánuðum eftir tilkynningu um starfslok Páls, var greint frá því í fréttatilkynningu að hann hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélagið Orka náttúrunnar, eru meðal helstu aðildarfélaga Samorku. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Bjarna Bjarnason, forstjóra OR, vegna málsins en fékk þau svör að þótt sjálfsagt væri að skýra kostnaðinn í ársreikningnum vildi fyrirtækið ekki ræða málefni einstakra starfsmanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Starfslok Páls Erland, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar (ON), dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur (OR), kostuðu fyrirtækið 20,7 milljónir króna en hann lét af störfum í september í fyrra. Samkvæmt ráðningarsamningi var Páll með níu mánaða uppsagnarfrest. Kostnaður OR vegna starfsloka Páls birtist í ársreikningi félagsins fyrir árið 2016. Þar er að finna lið undir sundurliðun á starfskjörum æðstu stjórnenda OR og dótturfélaga, sem ber heitið „starfslokagreiðslur“. Neðanmálsútskýring með þessum lið er að greiðslan tengist starfslokum Páls.Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.vísir/vilhelmEiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að þrátt fyrir orðalagið „starfslokagreiðsla“ hafi þarna ekki verið um að ræða sérstaka greiðslu umfram ákvæði ráðningarsamnings. „Það sem þarna er um að ræða eru laun, launatengd gjöld, mótframlag í lífeyrissjóð og orlofsuppgjör samkvæmt ákvæðum í ráðningarsamningi starfsmannsins. Ráðningarsamningurinn kvað á um níu mánaða uppsagnarfrest. Það var samkomulag um starfslok.“ Þann 22. september 2016 var tilkynnt að Páll, sem verið hafði framkvæmdastjóri ON frá ársbyrjun 2014, hefði sagt upp störfum hjá ON. Fréttablaðið greindi skömmu síðar frá því að það hefði verið vegna ágreinings Páls við stjórn ON. Heimildir Fréttablaðsins herma að þessi ágreiningur hafi þó fyrst og fremst verið við Bjarna Bjarnason, forstjóra OR og stjórnarformann ON, sem hafi ákveðið að láta Pál fara og lendingin hafi verið samkomulag um starfslok. Opinberlega kom þó alltaf fram að Páll hefði ákveðið að hætta en yrði fyrirtækinu innan handar næstu mánuði þar á eftir. Ekki þykir sjálfsagt að starfsmenn fái greiddan uppsagnarfrest ráðningarsamningsins þegar þeir láta sjálfviljugir af störfum og allajafnan á það aðeins við þegar þeir eru reknir. Eðli starfslokanna gerði það þó að verkum að ON neyddist til að gera upp samninginn sem kostaði OR, sem fyrr segir, 20,7 milljónir króna. „Mér finnst þetta mikill kostnaður og sýnir kannski fram á mikilvægi þess almennt að menn í yfirmannastöðum séu með sambærilegan uppsagnarfrest og aðrir starfsmenn,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í OR. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, furðar sig jafnframt á þessum tölum. „Mér finnst þetta algjörlega út úr kortinu.“ Svo fór að 2. desember 2016, rúmum tveimur mánuðum eftir tilkynningu um starfslok Páls, var greint frá því í fréttatilkynningu að hann hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélagið Orka náttúrunnar, eru meðal helstu aðildarfélaga Samorku. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Bjarna Bjarnason, forstjóra OR, vegna málsins en fékk þau svör að þótt sjálfsagt væri að skýra kostnaðinn í ársreikningnum vildi fyrirtækið ekki ræða málefni einstakra starfsmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira