Lögmannsstofa Steinars fékk 39 milljónir frá Lindarhvoli Hörður Ægisson skrifar 27. september 2017 08:00 Steinar Þór Guðgeirsson, hæstaréttarlögmaður og ráðgjafi Lindarhvols. Vísir/GVA Eignarhaldsfélagið Lindarhvoll, sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins í ársbyrjun 2016, keypti þjónustu af lögmannsstofu Steinars Þórs Guðgeirssonar, hæstaréttarlögmanns og ráðgjafa Lindarhvols, fyrir samtals um 39 milljónir án virðisaukaskatts á síðustu átta mánuðum ársins 2016. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Lindarhvols. Þar segir að stjórn félagsins hafi gert samning við lögmannsstofuna Íslög, sem er í eigu Steinars Þórs, þann 28. apríl 2016 um að annast „þjónustu vegna umsýslu, fullnustu og sölu, á þeim stöðugleikaeignum sem voru umsjá félagsins“. Samtals nam rekstrarkostnaður Lindarhvols 56,5 milljónum í fyrra. Steinar Þór, sem var formaður skilanefndar slitabús Kaupþings á árunum 2008 til 2012, hefur meðal annars haft það hlutverk að gæta hagsmuna íslenska ríkisins við söluferli á hlut Kaupþings í Arion banka á undanförnum misserum. Þannig situr Steinar, sem sérstakur eftirlitsmaður fyrir hönd stjórnvalda, alla fundi stjórnar Kaupþings þar sem söluferli bankans er til umræðu. Þá hefur Steinar einnig átt sæti í stjórnum fjölmargra félaga sem voru framseld til Lindarhvols sem hluti af stöðugleikaframlagi gömlu bankanna. Við upphaf starfsemi Lindarhvols nam bókfært virði stöðugleikaeigna ríflega 162 milljörðum en helmingur þeirra eigna var skuldabréf útgefið af Kaupþingi til íslenska ríkisins. Í greinargerð um starfsemi Lindarhvols, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi frá sér í síðustu viku, kom fram að frá framsali stöðugleikaeigna og fram til ágústloka 2017 hafa greiðslur inn á stöðugleikareikning ríkissjóðs, ásamt greiðslum inn á reikninga dótturfélaga, numið samtals um 140 milljörðum. Enn eru umtalsverðar eignir í umsýslu Lindarhvols, að stærstum hluta lánaeignir, en áætlað er að unnt verði að slíta starfsemi félagsins á fyrri hluta næsta árs. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Kauphöllin Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Lindarhvoll, sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins í ársbyrjun 2016, keypti þjónustu af lögmannsstofu Steinars Þórs Guðgeirssonar, hæstaréttarlögmanns og ráðgjafa Lindarhvols, fyrir samtals um 39 milljónir án virðisaukaskatts á síðustu átta mánuðum ársins 2016. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Lindarhvols. Þar segir að stjórn félagsins hafi gert samning við lögmannsstofuna Íslög, sem er í eigu Steinars Þórs, þann 28. apríl 2016 um að annast „þjónustu vegna umsýslu, fullnustu og sölu, á þeim stöðugleikaeignum sem voru umsjá félagsins“. Samtals nam rekstrarkostnaður Lindarhvols 56,5 milljónum í fyrra. Steinar Þór, sem var formaður skilanefndar slitabús Kaupþings á árunum 2008 til 2012, hefur meðal annars haft það hlutverk að gæta hagsmuna íslenska ríkisins við söluferli á hlut Kaupþings í Arion banka á undanförnum misserum. Þannig situr Steinar, sem sérstakur eftirlitsmaður fyrir hönd stjórnvalda, alla fundi stjórnar Kaupþings þar sem söluferli bankans er til umræðu. Þá hefur Steinar einnig átt sæti í stjórnum fjölmargra félaga sem voru framseld til Lindarhvols sem hluti af stöðugleikaframlagi gömlu bankanna. Við upphaf starfsemi Lindarhvols nam bókfært virði stöðugleikaeigna ríflega 162 milljörðum en helmingur þeirra eigna var skuldabréf útgefið af Kaupþingi til íslenska ríkisins. Í greinargerð um starfsemi Lindarhvols, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi frá sér í síðustu viku, kom fram að frá framsali stöðugleikaeigna og fram til ágústloka 2017 hafa greiðslur inn á stöðugleikareikning ríkissjóðs, ásamt greiðslum inn á reikninga dótturfélaga, numið samtals um 140 milljörðum. Enn eru umtalsverðar eignir í umsýslu Lindarhvols, að stærstum hluta lánaeignir, en áætlað er að unnt verði að slíta starfsemi félagsins á fyrri hluta næsta árs. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Kauphöllin Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira