Dagur Sig: Valsmenn eiga ekki séns í Selfoss Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 09:30 Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld og þar á meðal munu Íslandsmeistarar Vals heimsækja Selfoss. Maður sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum sendi Valsliðinu skýr skilaboð. Valsmenn eru með fullt hús eftir þrjár umferðir en hafa ekki verið alltof sannfærandi í þessum sigurleikjum sínum sem liðið hefur unnið með samtals 8 mörkum á móti liðum sem menn búast við að verði í neðri hluta deildarinnar. Dagur Sigurðsson var í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið og hann var ekkert að fela sannleikann fyrir Valsmönnum fyrir leik liðsins á Selfossi í kvöld. „Ég sé þá ekki standa í Selfossi í næsta leik. Eins og þeir hafa spilað fyrstu leikina þá eiga þeir bara ekki séns,“ sagði Dagur Sigurðsson. Hann var síðan spurður út í þá ákvörðun Snorra Steins Guðjónssonar að vilja ekki spila með Valsliðinu. Dagur skilur að Snorri vilji gefa öðrum leikmönnum tækifæri á miðjunni. „Ýmir (Örn Gíslason) er mjög efnilegur leikmaður og hann verður að fá einhverja leiki til að sýna sig og sanna. Sama með Anton (Rúnarsson). Hann var Íslandsmeistari í fyrra og þú tekur hann ekkert út og setur sjálfan þig inná,“ sagði Dagur. „Það er ekki hægt að bera þetta saman við mína stöðu þegar ég var há Bregenz. Ég skil vel að hann vilji gefa þeim sanngjarnan séns og koma sér betur inn í liðið. Ég held að hann sjái það mjög fljótlega að það þarf að koma meiri hraði inn í sóknarleikinn og meira tempó. Þetta þarf að vera miklu meira beint á markið,“ sagði Dagur. Í spilaranum fyrir ofan má sjá þegar Seinni bylgjan fór yfir sóknarleik Valsmanna í síðasta leik. Jóhann Gunnar Einarsson talaði um að nokkrir leikmenn Íslandsmeistaranna væru bara týndir og Dagur Sigurðsson benti á það hvað boltinn gangi hægt hjá Valsliðinu. Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Olís-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld og þar á meðal munu Íslandsmeistarar Vals heimsækja Selfoss. Maður sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum sendi Valsliðinu skýr skilaboð. Valsmenn eru með fullt hús eftir þrjár umferðir en hafa ekki verið alltof sannfærandi í þessum sigurleikjum sínum sem liðið hefur unnið með samtals 8 mörkum á móti liðum sem menn búast við að verði í neðri hluta deildarinnar. Dagur Sigurðsson var í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið og hann var ekkert að fela sannleikann fyrir Valsmönnum fyrir leik liðsins á Selfossi í kvöld. „Ég sé þá ekki standa í Selfossi í næsta leik. Eins og þeir hafa spilað fyrstu leikina þá eiga þeir bara ekki séns,“ sagði Dagur Sigurðsson. Hann var síðan spurður út í þá ákvörðun Snorra Steins Guðjónssonar að vilja ekki spila með Valsliðinu. Dagur skilur að Snorri vilji gefa öðrum leikmönnum tækifæri á miðjunni. „Ýmir (Örn Gíslason) er mjög efnilegur leikmaður og hann verður að fá einhverja leiki til að sýna sig og sanna. Sama með Anton (Rúnarsson). Hann var Íslandsmeistari í fyrra og þú tekur hann ekkert út og setur sjálfan þig inná,“ sagði Dagur. „Það er ekki hægt að bera þetta saman við mína stöðu þegar ég var há Bregenz. Ég skil vel að hann vilji gefa þeim sanngjarnan séns og koma sér betur inn í liðið. Ég held að hann sjái það mjög fljótlega að það þarf að koma meiri hraði inn í sóknarleikinn og meira tempó. Þetta þarf að vera miklu meira beint á markið,“ sagði Dagur. Í spilaranum fyrir ofan má sjá þegar Seinni bylgjan fór yfir sóknarleik Valsmanna í síðasta leik. Jóhann Gunnar Einarsson talaði um að nokkrir leikmenn Íslandsmeistaranna væru bara týndir og Dagur Sigurðsson benti á það hvað boltinn gangi hægt hjá Valsliðinu. Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Olís-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira