Verðmæti í góðum ráðum frá heimamönnum Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2017 13:45 Einar Þór Gústafsson, meðstofnandi Getlocal. Íslenska sprotafyrirtækið Getlocal setti í dag í gang nýja lausn í ferðatækni. Hún gengur út á að ferðamenn fái góð ráð hjá heimamönnum varðandi upplifun í ferðalaginu. „Markmið Getlocal er að hjálpa ferðamönnum að fá sem besta upplifun meðan á dvöl þeirra stendur. Við munum tengja saman annars vegar ferðamenn og hins vegar heimamenn sem eiga einhvern sameiginlegan snertiflöt,“ segir Einar Þór Gústafsson, meðstofnandi Getlocal, í tilkynningu. „Það geta verið svipuð áhugamál, lífsviðhorf, smekkur, aldur, bakgrunnur og ýmislegt fleira. Þannig geta heimamenn sett upp lista yfir það sem þeir mæla með t.d. uppáhalds veitingastaði, söfn, náttúruperlur og veiðistaði eða jafnvel mat, vín og sælgæti svo ég nefni dæmi. Í raun eru engin takmörk fyrir því hverju er hægt að mæla með,” segir Einar. Enn fremur segir hann að vörur og þjónusta séu einnig selda í gegnum Getlocal. Fyrirtækið sjálft rekur einnig bókunar- og ferðaskrifstofu. Þá segir Einar að þúsundir ferðamanna hafi bókað í gegnum ferðasöluvef fyrirtækisins. „Heimamenn sem gefa góð ráð og meðmæli til ferðafólks geta þannig fengið greitt fyrir ábendingar sínar því við deilum hluta af sölulaunum okkar til þeirra. Þetta getur hæglega hlaupið á tugum þúsunda króna fyrir þá sem eru virkir í kerfinu okkar,“ segir Einar. Hann segir þetta góðan kost fyrir fólk sem sé til dæmis að leigja út íbúðir á Airbnb eða sé í beinum samskiptum við ferðamenn. „Þetta getur einnig verið upplagt fyrir þá sem eiga vini erlendis sem vilja heimsækja landið. Þetta er ekki síður áhugaverð leið fyrir einstaklinga og fyrirtæki úti á landi til að vekja athygli á vörum og þjónustu sem beint er að ferðamönnum í þeirra heimabyggð, valkostum sem ekki fá mikla almenna kynningu. Það eru jú heimamenn sem gerst þekkja það besta og áhugaverðasta sem í boði er á hverjum stað.“ Hægt er að skrá sig á getlocal.is. Verkefnið mun hefjast hér á landi en Einar segir að einnig verði sótt á erlenda markaði á næstunni. „Við vonumst til að vera komin vel af stað erlendis fyrir áramót ef allt gengur að óskum.“ Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Íslenska sprotafyrirtækið Getlocal setti í dag í gang nýja lausn í ferðatækni. Hún gengur út á að ferðamenn fái góð ráð hjá heimamönnum varðandi upplifun í ferðalaginu. „Markmið Getlocal er að hjálpa ferðamönnum að fá sem besta upplifun meðan á dvöl þeirra stendur. Við munum tengja saman annars vegar ferðamenn og hins vegar heimamenn sem eiga einhvern sameiginlegan snertiflöt,“ segir Einar Þór Gústafsson, meðstofnandi Getlocal, í tilkynningu. „Það geta verið svipuð áhugamál, lífsviðhorf, smekkur, aldur, bakgrunnur og ýmislegt fleira. Þannig geta heimamenn sett upp lista yfir það sem þeir mæla með t.d. uppáhalds veitingastaði, söfn, náttúruperlur og veiðistaði eða jafnvel mat, vín og sælgæti svo ég nefni dæmi. Í raun eru engin takmörk fyrir því hverju er hægt að mæla með,” segir Einar. Enn fremur segir hann að vörur og þjónusta séu einnig selda í gegnum Getlocal. Fyrirtækið sjálft rekur einnig bókunar- og ferðaskrifstofu. Þá segir Einar að þúsundir ferðamanna hafi bókað í gegnum ferðasöluvef fyrirtækisins. „Heimamenn sem gefa góð ráð og meðmæli til ferðafólks geta þannig fengið greitt fyrir ábendingar sínar því við deilum hluta af sölulaunum okkar til þeirra. Þetta getur hæglega hlaupið á tugum þúsunda króna fyrir þá sem eru virkir í kerfinu okkar,“ segir Einar. Hann segir þetta góðan kost fyrir fólk sem sé til dæmis að leigja út íbúðir á Airbnb eða sé í beinum samskiptum við ferðamenn. „Þetta getur einnig verið upplagt fyrir þá sem eiga vini erlendis sem vilja heimsækja landið. Þetta er ekki síður áhugaverð leið fyrir einstaklinga og fyrirtæki úti á landi til að vekja athygli á vörum og þjónustu sem beint er að ferðamönnum í þeirra heimabyggð, valkostum sem ekki fá mikla almenna kynningu. Það eru jú heimamenn sem gerst þekkja það besta og áhugaverðasta sem í boði er á hverjum stað.“ Hægt er að skrá sig á getlocal.is. Verkefnið mun hefjast hér á landi en Einar segir að einnig verði sótt á erlenda markaði á næstunni. „Við vonumst til að vera komin vel af stað erlendis fyrir áramót ef allt gengur að óskum.“
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira