Glamour

Westwood stal senunni í Berlin

Ritstjórn skrifar
Glamour/Getty

Pönkdrottningin Vivienne Westwood var sannkallaður senuþjófur á Bread and Butter tískuvikunni sem fór fram í Berlín um helgina.

Þar hélt fatahönnuðurinn fyrirlestur fyrir áhugasama sem sló í gegn en hún hefur farið mikinn undanfarið þar sem hún talar um áhrif tískuheimsins á umhverfis og mikilvægi þess að draga úr sóun og mengun svo eitthvað sé nefnt. 

Að sjálfsögðu lét Westwood fötin sem hún klæddist tala sínu máli en hún var í stuttermabol með þeim einföldu skilaboðum að kaupa minn eða "buy less". 

Westwood er alltaf með puttana á púlsinum. 

Glamour/Getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.