Segir sjaldnast erfitt að finna kaupanda að álverum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. september 2017 13:45 Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir álmarkaðinn vera að taka við sér. „Það gerist með reglubundnum hætti í heiminum að álver gangi kaupum og sölum og það hefur sjaldnast verið erfitt að finna kaupendur,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls - Samtaka álframleiðenda á Íslandi. „Það er bjartara yfir álmörkuðum og hlutabréf í álverum hafa farið hækkandi. Flest álver á vesturlöndum eru á hlutabréfamarkaði og eru í svona almennri eigu og það sýnir tiltrú markaðarins að þau fari hækkandi í verði.“ Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar Tvö í gærkvöldi að Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumvík, tilkynnti starfsmönnum fyrirtækinsins að Rio Tinto Alcan hefði hug á að selja álverið. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár sökum lágs álverðs en hinsvegar er hann byrjaður taka við sér þar sem álverð fari hækkandi. „Maður finnur að það er meiri tiltrúa á markaðnum,“ segir Pétur. „Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að eftirspurn hefur aukist ár frá ári um fimm til sex prósent.“ Hann segir það spila stórt hlutverk að sífellt meira af áli sé notað í bílaframleiðslu. Það sé bæði gert til að mæta umhverfiskröfum stjórnvalda og til að létta bílaflotann. Einnig spilar það hlutverk að Kínverjar eru að draga úr framleiðslu sinni til að mæta skuldbindingum í loftslagsmálum en álver í Kína eru knúin kolum. „Hvað framboðshliðina varðar þá hafa kínversk stjórnvöld lýst því yfir að þau hyggist draga úr framleiðslu á stórum svæðum í Kína. Það hefur þá kannski stuðlað að meira jafnvægi í álframleiðslu þar . Þar hefur verið mestur vöxtur á undanförnum árum og í raun hefur álframleiðsla vaxið þar umfram eftirspurn,“ segir Pétur. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
„Það gerist með reglubundnum hætti í heiminum að álver gangi kaupum og sölum og það hefur sjaldnast verið erfitt að finna kaupendur,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls - Samtaka álframleiðenda á Íslandi. „Það er bjartara yfir álmörkuðum og hlutabréf í álverum hafa farið hækkandi. Flest álver á vesturlöndum eru á hlutabréfamarkaði og eru í svona almennri eigu og það sýnir tiltrú markaðarins að þau fari hækkandi í verði.“ Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar Tvö í gærkvöldi að Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumvík, tilkynnti starfsmönnum fyrirtækinsins að Rio Tinto Alcan hefði hug á að selja álverið. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár sökum lágs álverðs en hinsvegar er hann byrjaður taka við sér þar sem álverð fari hækkandi. „Maður finnur að það er meiri tiltrúa á markaðnum,“ segir Pétur. „Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að eftirspurn hefur aukist ár frá ári um fimm til sex prósent.“ Hann segir það spila stórt hlutverk að sífellt meira af áli sé notað í bílaframleiðslu. Það sé bæði gert til að mæta umhverfiskröfum stjórnvalda og til að létta bílaflotann. Einnig spilar það hlutverk að Kínverjar eru að draga úr framleiðslu sinni til að mæta skuldbindingum í loftslagsmálum en álver í Kína eru knúin kolum. „Hvað framboðshliðina varðar þá hafa kínversk stjórnvöld lýst því yfir að þau hyggist draga úr framleiðslu á stórum svæðum í Kína. Það hefur þá kannski stuðlað að meira jafnvægi í álframleiðslu þar . Þar hefur verið mestur vöxtur á undanförnum árum og í raun hefur álframleiðsla vaxið þar umfram eftirspurn,“ segir Pétur.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira