Deilur um vörumerkið Icelandic vestanhafs Haraldur Guðmundsson skrifar 9. september 2017 07:00 Icelandic Fish & Chips rekur veitingastað við Tryggvagötu og annan á Manhattan. vísir/ernir Sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic og eigendur Icelandic Fish & Chips eiga í deilu vegna umsóknar veitingastaðarins um skráningu á vörumerki sínu í Bandaríkjunum. Eigendur staðarins vilja skrá vörumerkið Icelandic Fish & Chips þar í landi en Icelandic hefur mótmælt því. „Það kom upp flöggun hjá lögmannsstofu okkar í Bandaríkjunum að þau væru að reyna að skrá vörumerkið Icelandic Fish & Chips og þannig byrjuðu okkar samskipti. Við höfum alltaf staðið vörð um okkar vörumerki og í þeirra tilfelli teygðum við okkur að mínu mati mjög langt og vorum boðin og búin til samstarfs við þau,“ segir Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri vörumerkja- og kynningarsviðs Icelandic, áður Icelandic Group. Icelandic Fish & Chips rekur veitingastað við Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur og opnaði annan í byrjun júlí á Manhattan í New York. Fyrirtækið hafði þá sótt um skráningu vörumerkisins í Bandaríkjunum. Staðurinn hefur fengið góðar viðtökur og er stefnt að opnun fleiri veitingastaða fyrirtækisins þar í landi á næstu árum.Erna Kaaber„Mér er algjörlega ofboðið að fyrirtæki í eigu íslenskra lífeyrissjóða, sem ég þarf að borga til ásamt mínu starfsfólki, sé á þeirri vegferð að einkavæða landsheiti okkar Íslendinga og lýsingarheiti landsins. Ef ríkisstjórnin ætlar að sitja hjá og horfa á þetta gerast, án þess að hreyfa legg né lið, þá veit ég ekki í hverju þeirra virðing er fólgin,“ segir Erna Guðrún Kaaber, framkvæmdastjóri Icelandic Fish & Chips. Icelandic, sem er í eigu Framtakssjóðs Íslands, en eigendahópur hans samanstendur af fimmtán lífeyrissjóðum og Landsbankanum, gerði árið 2011 sérleyfissamning við bandaríska matvælafyrirtækið High Liner Foods. Samið var um sölu á frosnum fiski vestanhafs undir vörumerkinu Icelandic Seafood og út næsta ár. Vörumerkið var fyrst skráð í Bandaríkjunum árið 1973 og heldur Icelandic utan um markaðssetningu þess. „High Liner selur afurðir undir vörumerkinu fyrir yfir hundrað milljónir dollara á ári. Það hefur áhuga á að endurnýja samninginn en starfsemi Icelandic til framtíðar mun felast í samstarfi við framleiðendur sem vilja selja hágæða íslenskar afurðir undir þessu sterka vörumerki. Þess þá heldur viljum við tryggja okkar rétt og standa vörð um það,“ segir Sara Lind og heldur áfram: „Okkur finnst frábært þegar það er verið að kynna íslenskan fisk og það sem þau eru að gera. Við buðum þeim að nota vörumerkið í samstarfi við okkur en getum ekki fallist á að þau skrái vörumerkið enda er það í okkar eigu. Þau höfnuðu öllum tillögum okkar og þar stendur málið núna,“ segir Sara. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic og eigendur Icelandic Fish & Chips eiga í deilu vegna umsóknar veitingastaðarins um skráningu á vörumerki sínu í Bandaríkjunum. Eigendur staðarins vilja skrá vörumerkið Icelandic Fish & Chips þar í landi en Icelandic hefur mótmælt því. „Það kom upp flöggun hjá lögmannsstofu okkar í Bandaríkjunum að þau væru að reyna að skrá vörumerkið Icelandic Fish & Chips og þannig byrjuðu okkar samskipti. Við höfum alltaf staðið vörð um okkar vörumerki og í þeirra tilfelli teygðum við okkur að mínu mati mjög langt og vorum boðin og búin til samstarfs við þau,“ segir Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri vörumerkja- og kynningarsviðs Icelandic, áður Icelandic Group. Icelandic Fish & Chips rekur veitingastað við Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur og opnaði annan í byrjun júlí á Manhattan í New York. Fyrirtækið hafði þá sótt um skráningu vörumerkisins í Bandaríkjunum. Staðurinn hefur fengið góðar viðtökur og er stefnt að opnun fleiri veitingastaða fyrirtækisins þar í landi á næstu árum.Erna Kaaber„Mér er algjörlega ofboðið að fyrirtæki í eigu íslenskra lífeyrissjóða, sem ég þarf að borga til ásamt mínu starfsfólki, sé á þeirri vegferð að einkavæða landsheiti okkar Íslendinga og lýsingarheiti landsins. Ef ríkisstjórnin ætlar að sitja hjá og horfa á þetta gerast, án þess að hreyfa legg né lið, þá veit ég ekki í hverju þeirra virðing er fólgin,“ segir Erna Guðrún Kaaber, framkvæmdastjóri Icelandic Fish & Chips. Icelandic, sem er í eigu Framtakssjóðs Íslands, en eigendahópur hans samanstendur af fimmtán lífeyrissjóðum og Landsbankanum, gerði árið 2011 sérleyfissamning við bandaríska matvælafyrirtækið High Liner Foods. Samið var um sölu á frosnum fiski vestanhafs undir vörumerkinu Icelandic Seafood og út næsta ár. Vörumerkið var fyrst skráð í Bandaríkjunum árið 1973 og heldur Icelandic utan um markaðssetningu þess. „High Liner selur afurðir undir vörumerkinu fyrir yfir hundrað milljónir dollara á ári. Það hefur áhuga á að endurnýja samninginn en starfsemi Icelandic til framtíðar mun felast í samstarfi við framleiðendur sem vilja selja hágæða íslenskar afurðir undir þessu sterka vörumerki. Þess þá heldur viljum við tryggja okkar rétt og standa vörð um það,“ segir Sara Lind og heldur áfram: „Okkur finnst frábært þegar það er verið að kynna íslenskan fisk og það sem þau eru að gera. Við buðum þeim að nota vörumerkið í samstarfi við okkur en getum ekki fallist á að þau skrái vörumerkið enda er það í okkar eigu. Þau höfnuðu öllum tillögum okkar og þar stendur málið núna,“ segir Sara.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira