Deilur um vörumerkið Icelandic vestanhafs Haraldur Guðmundsson skrifar 9. september 2017 07:00 Icelandic Fish & Chips rekur veitingastað við Tryggvagötu og annan á Manhattan. vísir/ernir Sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic og eigendur Icelandic Fish & Chips eiga í deilu vegna umsóknar veitingastaðarins um skráningu á vörumerki sínu í Bandaríkjunum. Eigendur staðarins vilja skrá vörumerkið Icelandic Fish & Chips þar í landi en Icelandic hefur mótmælt því. „Það kom upp flöggun hjá lögmannsstofu okkar í Bandaríkjunum að þau væru að reyna að skrá vörumerkið Icelandic Fish & Chips og þannig byrjuðu okkar samskipti. Við höfum alltaf staðið vörð um okkar vörumerki og í þeirra tilfelli teygðum við okkur að mínu mati mjög langt og vorum boðin og búin til samstarfs við þau,“ segir Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri vörumerkja- og kynningarsviðs Icelandic, áður Icelandic Group. Icelandic Fish & Chips rekur veitingastað við Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur og opnaði annan í byrjun júlí á Manhattan í New York. Fyrirtækið hafði þá sótt um skráningu vörumerkisins í Bandaríkjunum. Staðurinn hefur fengið góðar viðtökur og er stefnt að opnun fleiri veitingastaða fyrirtækisins þar í landi á næstu árum.Erna Kaaber„Mér er algjörlega ofboðið að fyrirtæki í eigu íslenskra lífeyrissjóða, sem ég þarf að borga til ásamt mínu starfsfólki, sé á þeirri vegferð að einkavæða landsheiti okkar Íslendinga og lýsingarheiti landsins. Ef ríkisstjórnin ætlar að sitja hjá og horfa á þetta gerast, án þess að hreyfa legg né lið, þá veit ég ekki í hverju þeirra virðing er fólgin,“ segir Erna Guðrún Kaaber, framkvæmdastjóri Icelandic Fish & Chips. Icelandic, sem er í eigu Framtakssjóðs Íslands, en eigendahópur hans samanstendur af fimmtán lífeyrissjóðum og Landsbankanum, gerði árið 2011 sérleyfissamning við bandaríska matvælafyrirtækið High Liner Foods. Samið var um sölu á frosnum fiski vestanhafs undir vörumerkinu Icelandic Seafood og út næsta ár. Vörumerkið var fyrst skráð í Bandaríkjunum árið 1973 og heldur Icelandic utan um markaðssetningu þess. „High Liner selur afurðir undir vörumerkinu fyrir yfir hundrað milljónir dollara á ári. Það hefur áhuga á að endurnýja samninginn en starfsemi Icelandic til framtíðar mun felast í samstarfi við framleiðendur sem vilja selja hágæða íslenskar afurðir undir þessu sterka vörumerki. Þess þá heldur viljum við tryggja okkar rétt og standa vörð um það,“ segir Sara Lind og heldur áfram: „Okkur finnst frábært þegar það er verið að kynna íslenskan fisk og það sem þau eru að gera. Við buðum þeim að nota vörumerkið í samstarfi við okkur en getum ekki fallist á að þau skrái vörumerkið enda er það í okkar eigu. Þau höfnuðu öllum tillögum okkar og þar stendur málið núna,“ segir Sara. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic og eigendur Icelandic Fish & Chips eiga í deilu vegna umsóknar veitingastaðarins um skráningu á vörumerki sínu í Bandaríkjunum. Eigendur staðarins vilja skrá vörumerkið Icelandic Fish & Chips þar í landi en Icelandic hefur mótmælt því. „Það kom upp flöggun hjá lögmannsstofu okkar í Bandaríkjunum að þau væru að reyna að skrá vörumerkið Icelandic Fish & Chips og þannig byrjuðu okkar samskipti. Við höfum alltaf staðið vörð um okkar vörumerki og í þeirra tilfelli teygðum við okkur að mínu mati mjög langt og vorum boðin og búin til samstarfs við þau,“ segir Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri vörumerkja- og kynningarsviðs Icelandic, áður Icelandic Group. Icelandic Fish & Chips rekur veitingastað við Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur og opnaði annan í byrjun júlí á Manhattan í New York. Fyrirtækið hafði þá sótt um skráningu vörumerkisins í Bandaríkjunum. Staðurinn hefur fengið góðar viðtökur og er stefnt að opnun fleiri veitingastaða fyrirtækisins þar í landi á næstu árum.Erna Kaaber„Mér er algjörlega ofboðið að fyrirtæki í eigu íslenskra lífeyrissjóða, sem ég þarf að borga til ásamt mínu starfsfólki, sé á þeirri vegferð að einkavæða landsheiti okkar Íslendinga og lýsingarheiti landsins. Ef ríkisstjórnin ætlar að sitja hjá og horfa á þetta gerast, án þess að hreyfa legg né lið, þá veit ég ekki í hverju þeirra virðing er fólgin,“ segir Erna Guðrún Kaaber, framkvæmdastjóri Icelandic Fish & Chips. Icelandic, sem er í eigu Framtakssjóðs Íslands, en eigendahópur hans samanstendur af fimmtán lífeyrissjóðum og Landsbankanum, gerði árið 2011 sérleyfissamning við bandaríska matvælafyrirtækið High Liner Foods. Samið var um sölu á frosnum fiski vestanhafs undir vörumerkinu Icelandic Seafood og út næsta ár. Vörumerkið var fyrst skráð í Bandaríkjunum árið 1973 og heldur Icelandic utan um markaðssetningu þess. „High Liner selur afurðir undir vörumerkinu fyrir yfir hundrað milljónir dollara á ári. Það hefur áhuga á að endurnýja samninginn en starfsemi Icelandic til framtíðar mun felast í samstarfi við framleiðendur sem vilja selja hágæða íslenskar afurðir undir þessu sterka vörumerki. Þess þá heldur viljum við tryggja okkar rétt og standa vörð um það,“ segir Sara Lind og heldur áfram: „Okkur finnst frábært þegar það er verið að kynna íslenskan fisk og það sem þau eru að gera. Við buðum þeim að nota vörumerkið í samstarfi við okkur en getum ekki fallist á að þau skrái vörumerkið enda er það í okkar eigu. Þau höfnuðu öllum tillögum okkar og þar stendur málið núna,“ segir Sara.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent