Loforð (og lygar) að hausti Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Það er komið að því. Sumarið hefur formlega runnið sitt skeið. Fólk snýr heim úr fríi, stráhattar eru komnir á útsölu og rútínan byrjar að púsla saman raunveruleikanum. Það er haust. Það sem markar þó allra helst upphaf haustsins, árstíðarinnar þar sem trefill er enn fashion-statement og ekki ill nauðsyn, er skólinn. Dyr menntastofnana eru opnaðar á ný, að því gefnu að kennararnir séu ekki heima með niðurgang eftir neyslu á óhreinu salati frá Ítalíu, og fróðleiksþyrstir nemendur setjast á skólabekk. Stundum jafnvel fullir tilhlökkunar. Skólabyrjun er nefnilega ekki bara til marks um árstíðaskil heldur er hún einhvern veginn táknmynd nýs upphafs. Fjarvistir síðasta skólaárs skipta ekki lengur máli. Allt sem einu sinni miður fór er máð út og skjöldurinn er hreinn – upphafið er nýtt og fyrirheitin eru fögur. Mantran „læra jafnt og þétt yfir veturinn“ er greypt logandi tengiskrift í heilann á manni. Ég ætla að lesa fyrir hvern einasta tíma, segir maður kannski við sjálfa sig. Ég lofa. Og ég ætla að byrja á öllum heimaverkefnum með þægilegum fyrirvara, segir maður kannski líka. Ég lofa. Og ég ætla sko alls ekki að senda kennaranum örlitla hvíta lygi í tölvupósti vegna þess að ég drakk óvart svolítið marga bjóra á þriðjudaginn og ritgerðin er enn bara inngangur og fjórðipartur af meginmáli. Ég lofa. Maður man nefnilega enn svo vel hvernig þetta gerðist allt síðasta skólaár. Og öll hin þar á undan. Og svo man maður að loforðin eru auðvitað enn þau sömu. En í þetta skiptið verður þetta samt, sko, öðruvísi. Ég lofa. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Það er komið að því. Sumarið hefur formlega runnið sitt skeið. Fólk snýr heim úr fríi, stráhattar eru komnir á útsölu og rútínan byrjar að púsla saman raunveruleikanum. Það er haust. Það sem markar þó allra helst upphaf haustsins, árstíðarinnar þar sem trefill er enn fashion-statement og ekki ill nauðsyn, er skólinn. Dyr menntastofnana eru opnaðar á ný, að því gefnu að kennararnir séu ekki heima með niðurgang eftir neyslu á óhreinu salati frá Ítalíu, og fróðleiksþyrstir nemendur setjast á skólabekk. Stundum jafnvel fullir tilhlökkunar. Skólabyrjun er nefnilega ekki bara til marks um árstíðaskil heldur er hún einhvern veginn táknmynd nýs upphafs. Fjarvistir síðasta skólaárs skipta ekki lengur máli. Allt sem einu sinni miður fór er máð út og skjöldurinn er hreinn – upphafið er nýtt og fyrirheitin eru fögur. Mantran „læra jafnt og þétt yfir veturinn“ er greypt logandi tengiskrift í heilann á manni. Ég ætla að lesa fyrir hvern einasta tíma, segir maður kannski við sjálfa sig. Ég lofa. Og ég ætla að byrja á öllum heimaverkefnum með þægilegum fyrirvara, segir maður kannski líka. Ég lofa. Og ég ætla sko alls ekki að senda kennaranum örlitla hvíta lygi í tölvupósti vegna þess að ég drakk óvart svolítið marga bjóra á þriðjudaginn og ritgerðin er enn bara inngangur og fjórðipartur af meginmáli. Ég lofa. Maður man nefnilega enn svo vel hvernig þetta gerðist allt síðasta skólaár. Og öll hin þar á undan. Og svo man maður að loforðin eru auðvitað enn þau sömu. En í þetta skiptið verður þetta samt, sko, öðruvísi. Ég lofa. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun