Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Hörður Ægisson skrifar 30. ágúst 2017 07:30 Fasteignafélagið FAST-1 keypti turninn við Höfðatorg af Íslandsbanka árið 2013. Vísir/GVA Fasteignafélagið FAST-1 undirbýr nú sölu á öllum eignum samstæðunnar en langsamlega stærsta eign þess er Höfðatorgsturninn við Borgartún og Katrínartún sem var metinn á um 18 milljarða króna í árslok 2016. Samtals nema eignir félagsins hins vegar ríflega 22 milljörðum. Gísli Reynisson, framkvæmdastjóri FAST-1, sem er samlagshlutafélag að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, segir í samtali við Markaðinn að formlegt söluferli muni hefjast á allra næstu vikum. Það er fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem er ráðgjafi seljenda í ferlinu. Aðspurður segir Gísli ekki hægt að segja fyrir um hvenær hann búist við að söluferlinu ljúki. Hann bendir hins vegar á það sé mat stjórnenda að nú sé góður tími til að selja fasteignasafn félagsins, meðal annars með hliðsjón af lækkandi vöxtum á markaði. Gísli er einn eigenda Contra eignastýringar sem hefur séð um rekstur eigna FAST-1 frá árinu 2012 og þá er fasteignafélagið í stýringu Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka. Heildarleigutekjur FAST-1 á árinu 2016 námu um 1.630 milljónum króna og jukust um liðlega 80 milljónir frá fyrra ári. Þar munaði mest um tekjur af leigustarfsemi dótturfélagsins HTO ehf., sem á og rekur atvinnuhúsnæði að Höfðatorgi, en þær voru samtals 1.274 milljónir í fyrra. Hagnaður félagsins fyrir matsbreytingu fjárfestingareigna var um 970 milljónir króna á síðasta ári. Heildarstærð eigna félagsins er um 57 þúsund fermetrar að meðtöldum bílakjallara sem er undir byggingunum. Turninn að Katrínartúni, sem hafist var handa við að reisa árið 2007 af byggingarfélaginu Eykt, er nítján hæðir en á meðal þeirra fyrirtækja og stofnana sem eru þar með starfsemi eru Fjármálaeftirlitið, Reiknistofa bankanna, Olís, WOW air, Samherji, Arctica Finance og ýmsar lögmannsstofur. Stærstu hluthafar FAST-1, hvor um sig með 19,9 prósenta eignarhlut, eru Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna og þá nemur hlutur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins – bæði A- og B-deild – samtals 18,5 prósentum. Aðrir lífeyrissjóðir eiga undir 10 prósenta hlut og þá á Tryggingamiðstöðin ríflega þriggja prósenta hlut í félaginu. Fasteignafélagið FAST-1 eignaðist Höfðatorg upphaflega árið 2013 þegar það keypti eignarhaldsfélagið HTO af Íslandsbanka, sem átti þá 72,5 prósenta hlut í félaginu, og Pétri Guðmundssyni og tengdum aðilum sem fóru með 27,5 prósenta hlut. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sá einnig um söluferli félagsins á þeim tíma en bankinn hafði tekið yfir Höfðatorg að mestu árið 2011.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Fasteignafélagið FAST-1 undirbýr nú sölu á öllum eignum samstæðunnar en langsamlega stærsta eign þess er Höfðatorgsturninn við Borgartún og Katrínartún sem var metinn á um 18 milljarða króna í árslok 2016. Samtals nema eignir félagsins hins vegar ríflega 22 milljörðum. Gísli Reynisson, framkvæmdastjóri FAST-1, sem er samlagshlutafélag að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, segir í samtali við Markaðinn að formlegt söluferli muni hefjast á allra næstu vikum. Það er fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem er ráðgjafi seljenda í ferlinu. Aðspurður segir Gísli ekki hægt að segja fyrir um hvenær hann búist við að söluferlinu ljúki. Hann bendir hins vegar á það sé mat stjórnenda að nú sé góður tími til að selja fasteignasafn félagsins, meðal annars með hliðsjón af lækkandi vöxtum á markaði. Gísli er einn eigenda Contra eignastýringar sem hefur séð um rekstur eigna FAST-1 frá árinu 2012 og þá er fasteignafélagið í stýringu Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka. Heildarleigutekjur FAST-1 á árinu 2016 námu um 1.630 milljónum króna og jukust um liðlega 80 milljónir frá fyrra ári. Þar munaði mest um tekjur af leigustarfsemi dótturfélagsins HTO ehf., sem á og rekur atvinnuhúsnæði að Höfðatorgi, en þær voru samtals 1.274 milljónir í fyrra. Hagnaður félagsins fyrir matsbreytingu fjárfestingareigna var um 970 milljónir króna á síðasta ári. Heildarstærð eigna félagsins er um 57 þúsund fermetrar að meðtöldum bílakjallara sem er undir byggingunum. Turninn að Katrínartúni, sem hafist var handa við að reisa árið 2007 af byggingarfélaginu Eykt, er nítján hæðir en á meðal þeirra fyrirtækja og stofnana sem eru þar með starfsemi eru Fjármálaeftirlitið, Reiknistofa bankanna, Olís, WOW air, Samherji, Arctica Finance og ýmsar lögmannsstofur. Stærstu hluthafar FAST-1, hvor um sig með 19,9 prósenta eignarhlut, eru Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna og þá nemur hlutur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins – bæði A- og B-deild – samtals 18,5 prósentum. Aðrir lífeyrissjóðir eiga undir 10 prósenta hlut og þá á Tryggingamiðstöðin ríflega þriggja prósenta hlut í félaginu. Fasteignafélagið FAST-1 eignaðist Höfðatorg upphaflega árið 2013 þegar það keypti eignarhaldsfélagið HTO af Íslandsbanka, sem átti þá 72,5 prósenta hlut í félaginu, og Pétri Guðmundssyni og tengdum aðilum sem fóru með 27,5 prósenta hlut. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sá einnig um söluferli félagsins á þeim tíma en bankinn hafði tekið yfir Höfðatorg að mestu árið 2011.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira