Auðvelt að koma aftur inn í þetta lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 06:00 Haukur Helgi er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Grikkjum á morgun. vísir/óskaró Þegar blaðamenn gengu inn í salinn í lok æfingar íslenska körfuboltalandsliðsins í Helsinki í gær sat Haukur Helgi Pálsson einn á varamannabekknum við hlið sjúkraþjálfara íslenska liðsins. Ekki var þó ástæða til að hafa neinar sérstakar áhyggjur af því þar sem hljóðið í Hauki sjálfum var gott eftir æfinguna. „Staðan er þokkaleg á mér miðað við æfingu í dag. Ég kláraði æfinguna og var frekar góður,“ sagði Haukur sem missti af síðasta undirbúningsleik íslenska liðsins fyrir mótið. Haukur Helgi er bjartsýnn á framhaldið eftir að hafa fengið að taka vel á því á gólfinu í Arena í gær. „Núna hef ég ekki spilað í viku. Pumpan er að komast af stað og ég er að venjast þessu aftur. Þetta er allt í góðu. Það er ennþá tími í fyrsta leik sem er mjög gott. Þetta lítur mjög vel út miðað við æfinguna í dag. Það er mikill spenningur og tilhlökkun í gangi núna,“ sagði Haukur. Jón Arnór Stefánsson tók líka þátt í æfingunni í gær á fullu en þeir hafa báðir verið að missa úr leiki í lokaundirbúningnum. Svo vill til að þeir eru nú orðnir herbergisfélagar. „Finnarnir eru alveg að sjá um okkur. Ég held að við Jón höfum fengið aðeins stærra herbergi því það vilja margir hanga þar. Þetta er í fyrsta skiptið sem við erum herbergisfélagar. Hann er að kenna mér ýmsa hluti,“ segir Haukur léttur. Þeir félagar voru einmitt tveir stigahæstu leikmenn íslenska liðsins á EM í Berlín fyrir tveimur árum, Jón Arnór með 13,6 stig í leik en Haukur með 12,8 stig í leik.Af æfingu landsliðsins í keppnishöllinni í Helsinki í gær.vísir/óskaró„Ég sé fyrir mér að mitt hlutverk verði svipað og fyrir tveimur árum. Mér fannst ég eiga frábært mót og ætla bara að halda því áfram núna í ár, ef ekki bara bæta við,“ segir Haukur en hann nýtti 56 prósent þriggja stiga skota sinna í Berlín 2015. „Núna eru við komnir með marga aðra sem geta tekið við boltanum og búið eitthvað til. Það léttir því aðeins á mér og opnar vonandi fyrir fleiri en mig sjálfan. Að fá Martin og Tryggva inn sem eru að fá stór hlutverk núna og eru báðir að gera mjög vel. Það gerir ekkert nema að hjálpa. Þetta lítur mjög vel út og ég hlakka til,“ segir Haukur. Hann hefur ekki áhyggjur af því að meiðslapésarnir og herbergisfélagarnir láti fjarveru sína að undanförnu trufla sig eitthvað í fyrsta leik á móti Grikkjum á morgun. „Ég er vanur að verða fyrir einhverju hnjaski og Jón líka. Þetta er nú þokkalega auðvelt fyrir okkur að koma aftur inn í þetta lið. Þetta breytist aldrei, það er alltaf sami mórall og við spilum líka eins. Við vitum allir hvað hver og einn getur gert. Það er því aðeins þægilegra að koma inn í þetta lið eftir smá stopp heldur en í önnur lið,“ segir Haukur. Það fer ekki framhjá neinum sem umgengst strákana að liðsheildin er gegnheil og sterk. „Við erum búnir að spila saman í mörg ár og sérstaklega síðustu ár. Þetta er ennþá sama gamla góða formúlan; að berjast og gera það sem maður getur,“ sagði Haukur Helgi. Fyrsti leikur íslenska liðsins er á móti Grikkjum klukkan 13.30 á morgun að íslenskum tíma. Þar verða þeir Haukur Helgi og Jón Arnór væntanlega í hópi þeirra fimm sem byrja leikinn fyrir Ísland. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Bjóst ekki við að upplifa þetta Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Helsinki í gærmorgun en strákarnir mættu allir í Leifsstöð í glæsilegum jakkafötum. Landsliðsfyrirliðinn segir mikinn mun á umgjörð liðsins í dag og fyrir nokkrum árum. 29. ágúst 2017 06:00 Elvar: Pabbi þjálfaði nokkra af þessum eldri Elvar Már Friðriksson er mættur á sitt fyrsta Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu. 29. ágúst 2017 17:17 Jón Arnór: Alveg verkjalaus í dag Íslenska karlalandsliðið í körfubolta æfði í keppnishöllinni í Helsinki í dag. Aðeins tveir dagar eru í fyrsta leik Íslands á EM. 29. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira
Þegar blaðamenn gengu inn í salinn í lok æfingar íslenska körfuboltalandsliðsins í Helsinki í gær sat Haukur Helgi Pálsson einn á varamannabekknum við hlið sjúkraþjálfara íslenska liðsins. Ekki var þó ástæða til að hafa neinar sérstakar áhyggjur af því þar sem hljóðið í Hauki sjálfum var gott eftir æfinguna. „Staðan er þokkaleg á mér miðað við æfingu í dag. Ég kláraði æfinguna og var frekar góður,“ sagði Haukur sem missti af síðasta undirbúningsleik íslenska liðsins fyrir mótið. Haukur Helgi er bjartsýnn á framhaldið eftir að hafa fengið að taka vel á því á gólfinu í Arena í gær. „Núna hef ég ekki spilað í viku. Pumpan er að komast af stað og ég er að venjast þessu aftur. Þetta er allt í góðu. Það er ennþá tími í fyrsta leik sem er mjög gott. Þetta lítur mjög vel út miðað við æfinguna í dag. Það er mikill spenningur og tilhlökkun í gangi núna,“ sagði Haukur. Jón Arnór Stefánsson tók líka þátt í æfingunni í gær á fullu en þeir hafa báðir verið að missa úr leiki í lokaundirbúningnum. Svo vill til að þeir eru nú orðnir herbergisfélagar. „Finnarnir eru alveg að sjá um okkur. Ég held að við Jón höfum fengið aðeins stærra herbergi því það vilja margir hanga þar. Þetta er í fyrsta skiptið sem við erum herbergisfélagar. Hann er að kenna mér ýmsa hluti,“ segir Haukur léttur. Þeir félagar voru einmitt tveir stigahæstu leikmenn íslenska liðsins á EM í Berlín fyrir tveimur árum, Jón Arnór með 13,6 stig í leik en Haukur með 12,8 stig í leik.Af æfingu landsliðsins í keppnishöllinni í Helsinki í gær.vísir/óskaró„Ég sé fyrir mér að mitt hlutverk verði svipað og fyrir tveimur árum. Mér fannst ég eiga frábært mót og ætla bara að halda því áfram núna í ár, ef ekki bara bæta við,“ segir Haukur en hann nýtti 56 prósent þriggja stiga skota sinna í Berlín 2015. „Núna eru við komnir með marga aðra sem geta tekið við boltanum og búið eitthvað til. Það léttir því aðeins á mér og opnar vonandi fyrir fleiri en mig sjálfan. Að fá Martin og Tryggva inn sem eru að fá stór hlutverk núna og eru báðir að gera mjög vel. Það gerir ekkert nema að hjálpa. Þetta lítur mjög vel út og ég hlakka til,“ segir Haukur. Hann hefur ekki áhyggjur af því að meiðslapésarnir og herbergisfélagarnir láti fjarveru sína að undanförnu trufla sig eitthvað í fyrsta leik á móti Grikkjum á morgun. „Ég er vanur að verða fyrir einhverju hnjaski og Jón líka. Þetta er nú þokkalega auðvelt fyrir okkur að koma aftur inn í þetta lið. Þetta breytist aldrei, það er alltaf sami mórall og við spilum líka eins. Við vitum allir hvað hver og einn getur gert. Það er því aðeins þægilegra að koma inn í þetta lið eftir smá stopp heldur en í önnur lið,“ segir Haukur. Það fer ekki framhjá neinum sem umgengst strákana að liðsheildin er gegnheil og sterk. „Við erum búnir að spila saman í mörg ár og sérstaklega síðustu ár. Þetta er ennþá sama gamla góða formúlan; að berjast og gera það sem maður getur,“ sagði Haukur Helgi. Fyrsti leikur íslenska liðsins er á móti Grikkjum klukkan 13.30 á morgun að íslenskum tíma. Þar verða þeir Haukur Helgi og Jón Arnór væntanlega í hópi þeirra fimm sem byrja leikinn fyrir Ísland.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Bjóst ekki við að upplifa þetta Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Helsinki í gærmorgun en strákarnir mættu allir í Leifsstöð í glæsilegum jakkafötum. Landsliðsfyrirliðinn segir mikinn mun á umgjörð liðsins í dag og fyrir nokkrum árum. 29. ágúst 2017 06:00 Elvar: Pabbi þjálfaði nokkra af þessum eldri Elvar Már Friðriksson er mættur á sitt fyrsta Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu. 29. ágúst 2017 17:17 Jón Arnór: Alveg verkjalaus í dag Íslenska karlalandsliðið í körfubolta æfði í keppnishöllinni í Helsinki í dag. Aðeins tveir dagar eru í fyrsta leik Íslands á EM. 29. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira
Bjóst ekki við að upplifa þetta Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Helsinki í gærmorgun en strákarnir mættu allir í Leifsstöð í glæsilegum jakkafötum. Landsliðsfyrirliðinn segir mikinn mun á umgjörð liðsins í dag og fyrir nokkrum árum. 29. ágúst 2017 06:00
Elvar: Pabbi þjálfaði nokkra af þessum eldri Elvar Már Friðriksson er mættur á sitt fyrsta Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu. 29. ágúst 2017 17:17
Jón Arnór: Alveg verkjalaus í dag Íslenska karlalandsliðið í körfubolta æfði í keppnishöllinni í Helsinki í dag. Aðeins tveir dagar eru í fyrsta leik Íslands á EM. 29. ágúst 2017 19:30