Vonast til að opna á næstu dögum en taka forskot á sæluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 12:45 Meðgangan hefur verið erfið, að sögn framkvæmdastjóra Hlemms Mathallar, en nú sér fyrir endann á framkvæmdunum. Hlemmur Mathöll Framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, matar- og veitingamarkaðs á Hlemmi, vonast til þess að mathöllin opni á næstu dögum. Tekið verður forskot á sæluna um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, en ís úr fljótandi köfnunarefni verður til sölu við Hlemm. Þá er búið að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni.Strembin meðganga en opna á næstu dögumRagnar Egilsson, framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, segir í samtali við Vísi að nú sjái fyrir endann á framkvæmdunum sem höfðu tafist nokkuð vegna ófyrirsjánlegra viðhaldsmála í húsnæðinu. „Framkvæmdum er í raun lokið og við erum bara að vinna með leyfisstofnunum að bæta það sem þarf að bæta og vonumst til að opna á næstu dögum,” segir Ragnar. „Við erum öll gríðarlega spennt fyrir þessu og stolt af því hvernig þetta er að smella saman þrátt fyrir að meðgangan hafi verið dálítið strembin.“Grænmetissalinn og veitingastaðurinn Rabbar Barinn verður með bás á Hlemmi Mathöll. Þá verður hann með veitingasölu við Hlemm um helgina.Hlemmur MathöllJómfrúin opnar sinn fyrsta nýja stað og Brauð og co bæta við pizzumBúið er að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni. Þeirra á meðal eru hinn gamalgróni smurbrauðsstaður Jómfrúin, súrdegisfrömuðirnir í Brauð og co og „alvöru tacostaður beint frá Mexíkó,“ La Poblana. „Jómfrúin verður hjá okkur með sinn fyrsta nýja stað frá upphafi. Þau munu bjóða upp á sín landsþekktu smurbrauð. Svo verðum við með La Poblana, alvöru tacostað beint frá Mexíkó með úrval af tacos, alvöru tortillaflögur og „tamales,““ segir Ragnar. „Brauð og co opna sinn þriðja stað hjá okkur þar sem þau munu henda út þessum goðsagnakenndu súrdeigsbrauðum, ávanabindandi snúðum sínum og einhvers staðar heyrði ég að þeir ætluðu að bæta pizzum á matseðlinn.“ Þá verður boðið upp á vörur og veitingar frá Banh Mi, víetnömskum samlokustað, Borðinu úr vesturbæ Reykjavíkur, bjór- og kokteilastaðnum Skál, Te og Kaffi Micro Roast og Kröst.Allt er að verða tilbúið við bás Ísleifs heppna í Mathöllinni. Ísleifur verður með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum um helgina.Hlemmur MathöllTaka forskot á sæluna um Pride-helginaÍsstaðurinn Ísleifur heppni og grænmetissalinn Rabbar Barinn verða einnig með bása í mathöllinni þegar hún opnar. Svangir vegfarendur geta þó fengið forsmekkinn af því sem koma skal og gætt sér á ís og hollum súpum frá téðum stöðum um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, bæði í Reykjavík og á Selfossi. „Rabbar Barinn verður með opið frá fimm síðdegis og fram á nótt á Selfossi í dag, og frá tólf á hádegi og fram á nótt á laugardeginum,“ segir Ragnar en í vagni Rabbar Barsins verða hollar súpur og samlokur til sölu. Ísleifur heppni verður hins vegar með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum á Hlemmi. „Það verður opið hjá Ísleifi frá tólf á hádegi og til sex á laugardaginn og sunnudaginn,“ segir Ragnar enn fremur en boðið verður upp á ýmsar ístegundir. „Íslendingar eru ísóðir allt árið um kring og ég á eftir að verða fastagestur þarna.“ Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, matar- og veitingamarkaðs á Hlemmi, vonast til þess að mathöllin opni á næstu dögum. Tekið verður forskot á sæluna um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, en ís úr fljótandi köfnunarefni verður til sölu við Hlemm. Þá er búið að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni.Strembin meðganga en opna á næstu dögumRagnar Egilsson, framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, segir í samtali við Vísi að nú sjái fyrir endann á framkvæmdunum sem höfðu tafist nokkuð vegna ófyrirsjánlegra viðhaldsmála í húsnæðinu. „Framkvæmdum er í raun lokið og við erum bara að vinna með leyfisstofnunum að bæta það sem þarf að bæta og vonumst til að opna á næstu dögum,” segir Ragnar. „Við erum öll gríðarlega spennt fyrir þessu og stolt af því hvernig þetta er að smella saman þrátt fyrir að meðgangan hafi verið dálítið strembin.“Grænmetissalinn og veitingastaðurinn Rabbar Barinn verður með bás á Hlemmi Mathöll. Þá verður hann með veitingasölu við Hlemm um helgina.Hlemmur MathöllJómfrúin opnar sinn fyrsta nýja stað og Brauð og co bæta við pizzumBúið er að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni. Þeirra á meðal eru hinn gamalgróni smurbrauðsstaður Jómfrúin, súrdegisfrömuðirnir í Brauð og co og „alvöru tacostaður beint frá Mexíkó,“ La Poblana. „Jómfrúin verður hjá okkur með sinn fyrsta nýja stað frá upphafi. Þau munu bjóða upp á sín landsþekktu smurbrauð. Svo verðum við með La Poblana, alvöru tacostað beint frá Mexíkó með úrval af tacos, alvöru tortillaflögur og „tamales,““ segir Ragnar. „Brauð og co opna sinn þriðja stað hjá okkur þar sem þau munu henda út þessum goðsagnakenndu súrdeigsbrauðum, ávanabindandi snúðum sínum og einhvers staðar heyrði ég að þeir ætluðu að bæta pizzum á matseðlinn.“ Þá verður boðið upp á vörur og veitingar frá Banh Mi, víetnömskum samlokustað, Borðinu úr vesturbæ Reykjavíkur, bjór- og kokteilastaðnum Skál, Te og Kaffi Micro Roast og Kröst.Allt er að verða tilbúið við bás Ísleifs heppna í Mathöllinni. Ísleifur verður með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum um helgina.Hlemmur MathöllTaka forskot á sæluna um Pride-helginaÍsstaðurinn Ísleifur heppni og grænmetissalinn Rabbar Barinn verða einnig með bása í mathöllinni þegar hún opnar. Svangir vegfarendur geta þó fengið forsmekkinn af því sem koma skal og gætt sér á ís og hollum súpum frá téðum stöðum um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, bæði í Reykjavík og á Selfossi. „Rabbar Barinn verður með opið frá fimm síðdegis og fram á nótt á Selfossi í dag, og frá tólf á hádegi og fram á nótt á laugardeginum,“ segir Ragnar en í vagni Rabbar Barsins verða hollar súpur og samlokur til sölu. Ísleifur heppni verður hins vegar með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum á Hlemmi. „Það verður opið hjá Ísleifi frá tólf á hádegi og til sex á laugardaginn og sunnudaginn,“ segir Ragnar enn fremur en boðið verður upp á ýmsar ístegundir. „Íslendingar eru ísóðir allt árið um kring og ég á eftir að verða fastagestur þarna.“
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira