Glamour

Orlando Bloom og Katy Perry aftur saman?

Ritstj´ skrifar
Glamour/Getty

Stjörnuparið Orlando Bloom og Katy Perry virðast vera að ná saman aftur af marka má nýjustu fréttir slúðurmiðlana, sem auðvitað á alltaf að taka með fyrirvara. 

Parið, sem hætti saman í mars á þessu ári, sást í faðmlögum á tónleikum Ed Sheeran í Los Angeles fyrir helgi og svo á sást til þeirra um helgina á rúnta um á mótorhjóli Bloom. 

Aðdáendur parsins hoppuðu hæð sína enda alltaf fréttnæmt þegar tvær stórar stjörnur taka saman. Í öllum skilnaðarfréttunum frá Hollywood þá eru þessar fréttir, ef rétt reynist, gleðiefni. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.