NetApp kaupir íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Greenqloud Hörður Ægisson skrifar 17. ágúst 2017 09:46 "Við erum virkilega stolt af þessum árangri sem kemur til vegna ótrúlegrar þrautseigju og dugnaðar starfsmanna þar sem hver og einn þeirra spilaði ákveðið lykilhlutverk,“ segir Jónsi Stefánsson, forstjóri Greenqloud. Bandaríska félagið NetApp Inc. hefur keypt Greenqloud ehf. en þetta eru fyrstu kaup Fortune 500 fyrirtækis á íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem vitað er um. Greenqloud verður hér eftir NetApp Iceland og verður starfsemi fyrirtækisins áfram á skrifstofum þess í Reykjavík og Seattle. Markmið NetApp með kaupunum er að styrkja leiðandi stöðu sína á markaði hybrid skýjaþjónustu. „Þetta eru afar góðar fréttir fyrir íslenskt viðskiptalíf, en kaup sem þessi eru mikil viðurkenning á íslensku hugviti sem og nýsköpunarstarfsemi,“ segir í tilkynningu frá Greenqloud. Greenqloud var stofnað árið 2010 af Eiríki Hrafnssyni og Tryggva Lárussyni og var fyrsta fyrirtæki í heimi til þess að bjóða upp á skýjaþjónustu sem eingöngu var rekin á endurnýjanlegri orku. Eftir að Jónsi Stefánsson, forstjóri Greenqloud, var ráðinn til fyrirtækisins í mars 2014 hefur megináhersla verið lögð á að þróa Qstack; sérhannaða hugbúnaðarlausn sem getur á auðveldan hátt stýrt skýjalausnum og tölvuþjónum fyrirtækja. Í dag eru starfsmenn fyrirtækisins 42 talsins, af hinum ýmsu þjóðernum, en með nýjum áherslum NetApp Iceland og miklum vaxtartækifærum sem þeim fylgja mun fyrirtækið bæta við sig starfsmönnum á næstu vikum og mánuðum. Uppbygging starfseminnar mun að mestu leyti fara fram á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík, en einnig á skrifstofu þess í Seattle, Bandaríkjunum. „Við erum virkilega stolt af þessum árangri sem kemur til vegna ótrúlegrar þrautseigju og dugnaðar starfsmanna þar sem hver og einn þeirra spilaði ákveðið lykilhlutverk. Ég gæti ekki verið stoltari af mínu fólki sem hefur lagt allt sitt fram til að gera þetta að veruleika. Það er einkar ánægjulegt fyrir okkur og í raun allan tæknigeirann á Íslandi að NetApp hefur sett fram mjög metnaðarfulla uppbyggingaráætlun fyrir starfsemina á Íslandi. NetApp er virkilega áhugavert fyrirtæki og hefur ítrekað verið valið eitt besta fyrirtæki Bandaríkjanna til að vinna fyrir, að sjálfsögðu verður engin undantekning þar á í starfsemi þess hér á Ísland,“ er haft eftir Jónsa Stefánssyni, forstjóra Greenqloud. NetApp, Inc. var stofnað 1992 en hefur verið skráð sem Fortune 500 fyrirtæki frá árinu 2012, sem gerir það að einu stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna fimm ár í röð. Höfuðstöðvar þess eru í Sunnyvale, Kaliforníu, en fyrirtækið sérhæfir sig í geymslukerfum og utanumhaldi gagnavera ásamt því að vera leiðandi og í mikilli sókn þegar kemur að hybrid skýjaþjónustu. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Bandaríska félagið NetApp Inc. hefur keypt Greenqloud ehf. en þetta eru fyrstu kaup Fortune 500 fyrirtækis á íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem vitað er um. Greenqloud verður hér eftir NetApp Iceland og verður starfsemi fyrirtækisins áfram á skrifstofum þess í Reykjavík og Seattle. Markmið NetApp með kaupunum er að styrkja leiðandi stöðu sína á markaði hybrid skýjaþjónustu. „Þetta eru afar góðar fréttir fyrir íslenskt viðskiptalíf, en kaup sem þessi eru mikil viðurkenning á íslensku hugviti sem og nýsköpunarstarfsemi,“ segir í tilkynningu frá Greenqloud. Greenqloud var stofnað árið 2010 af Eiríki Hrafnssyni og Tryggva Lárussyni og var fyrsta fyrirtæki í heimi til þess að bjóða upp á skýjaþjónustu sem eingöngu var rekin á endurnýjanlegri orku. Eftir að Jónsi Stefánsson, forstjóri Greenqloud, var ráðinn til fyrirtækisins í mars 2014 hefur megináhersla verið lögð á að þróa Qstack; sérhannaða hugbúnaðarlausn sem getur á auðveldan hátt stýrt skýjalausnum og tölvuþjónum fyrirtækja. Í dag eru starfsmenn fyrirtækisins 42 talsins, af hinum ýmsu þjóðernum, en með nýjum áherslum NetApp Iceland og miklum vaxtartækifærum sem þeim fylgja mun fyrirtækið bæta við sig starfsmönnum á næstu vikum og mánuðum. Uppbygging starfseminnar mun að mestu leyti fara fram á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík, en einnig á skrifstofu þess í Seattle, Bandaríkjunum. „Við erum virkilega stolt af þessum árangri sem kemur til vegna ótrúlegrar þrautseigju og dugnaðar starfsmanna þar sem hver og einn þeirra spilaði ákveðið lykilhlutverk. Ég gæti ekki verið stoltari af mínu fólki sem hefur lagt allt sitt fram til að gera þetta að veruleika. Það er einkar ánægjulegt fyrir okkur og í raun allan tæknigeirann á Íslandi að NetApp hefur sett fram mjög metnaðarfulla uppbyggingaráætlun fyrir starfsemina á Íslandi. NetApp er virkilega áhugavert fyrirtæki og hefur ítrekað verið valið eitt besta fyrirtæki Bandaríkjanna til að vinna fyrir, að sjálfsögðu verður engin undantekning þar á í starfsemi þess hér á Ísland,“ er haft eftir Jónsa Stefánssyni, forstjóra Greenqloud. NetApp, Inc. var stofnað 1992 en hefur verið skráð sem Fortune 500 fyrirtæki frá árinu 2012, sem gerir það að einu stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna fimm ár í röð. Höfuðstöðvar þess eru í Sunnyvale, Kaliforníu, en fyrirtækið sérhæfir sig í geymslukerfum og utanumhaldi gagnavera ásamt því að vera leiðandi og í mikilli sókn þegar kemur að hybrid skýjaþjónustu.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira