Airbnb dýrast á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 20:00 Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. Vefsíðan Voucher Cloud kannaði meðalverð á Airbnb gistinu í allri Evrópu. Leitað var að gistingu fyrir eina manneskju í febrúar síðastliðnum og verðið á því við utan háannatíma og gæti því orðið hærra.Gisting í gegnum síðuna er langdýrust á Íslandi og er meðalverðið hér um 15.400 krónur. Næstdýrust er gistingin í Svíþjóð á 11.200 krónur. Ísland er þar með um 38 prósentum dýrara. Fyrir vikuleigu í Reykjavík borgar ferðamaðurinn þar með um 108 þúsund krónur samanborið við 78 þúsund krónur í Stokkhólmi. Hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir mikinn verðmun ekki koma á óvart í ljósi þess hversu dýr gisting sé almennt á Íslandi. „Verð á gistingu hér er mjög hátt miðað við í öðrum löndum. Það er hærra en á flestum hinum Norðurlöndum og í erlendri mynt hefur það meira en tvöfaldast frá árinu 2010," segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur. Ein helsta ástæðan er gríðarleg eftirspurn. Ferðamannastraumurinn er það mikill og nýtingin á hótelum það góð að hægt er að verðleggja Airbnb gistinguna á þennan hátt. „Þetta er fyrst og fremst út af því að það hefur orðið þessi gríðarlega fjölgun ferðamanna sem eykur eftirspurnina svona mikið auk þess sem nýtingartölur á hótelum eru mjög góðar í evrópsku samhengi. Á sama tíma hefur krónan síðan styrkst," segir Konráð. Aðstæður á húsnæðismarkaðnum hér á landi hafa þó einnig áhrif. Samhliða hærra almennu leiguverði hækkar verð á Aribnb gistingu. „Ein af ástæðunum fyrir því að hún hefur hækkað svona mikið og verið svona há er að leiguverð hefur verið hækkandi þannig að fórnarkostnaðurinn við að leigja út Airbnb er alltaf að hækka." Konráð segir ólíklegt að þessar verðhækkanir haldi áfram með sama takti þar sem útlit er fyrir að mesti vöxturinn í ferðaþjónustunni sé liðinn. „Út frá því á maður erfitt með að sjá fram á að það verði svona miklar verðhækkanir í erlendri mynt allavega. En svo náttúrulega hvaða áhrif krónan mun hafa á verðið er erfiðara að spá fyrir um," segir Konráð. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. Vefsíðan Voucher Cloud kannaði meðalverð á Airbnb gistinu í allri Evrópu. Leitað var að gistingu fyrir eina manneskju í febrúar síðastliðnum og verðið á því við utan háannatíma og gæti því orðið hærra.Gisting í gegnum síðuna er langdýrust á Íslandi og er meðalverðið hér um 15.400 krónur. Næstdýrust er gistingin í Svíþjóð á 11.200 krónur. Ísland er þar með um 38 prósentum dýrara. Fyrir vikuleigu í Reykjavík borgar ferðamaðurinn þar með um 108 þúsund krónur samanborið við 78 þúsund krónur í Stokkhólmi. Hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir mikinn verðmun ekki koma á óvart í ljósi þess hversu dýr gisting sé almennt á Íslandi. „Verð á gistingu hér er mjög hátt miðað við í öðrum löndum. Það er hærra en á flestum hinum Norðurlöndum og í erlendri mynt hefur það meira en tvöfaldast frá árinu 2010," segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur. Ein helsta ástæðan er gríðarleg eftirspurn. Ferðamannastraumurinn er það mikill og nýtingin á hótelum það góð að hægt er að verðleggja Airbnb gistinguna á þennan hátt. „Þetta er fyrst og fremst út af því að það hefur orðið þessi gríðarlega fjölgun ferðamanna sem eykur eftirspurnina svona mikið auk þess sem nýtingartölur á hótelum eru mjög góðar í evrópsku samhengi. Á sama tíma hefur krónan síðan styrkst," segir Konráð. Aðstæður á húsnæðismarkaðnum hér á landi hafa þó einnig áhrif. Samhliða hærra almennu leiguverði hækkar verð á Aribnb gistingu. „Ein af ástæðunum fyrir því að hún hefur hækkað svona mikið og verið svona há er að leiguverð hefur verið hækkandi þannig að fórnarkostnaðurinn við að leigja út Airbnb er alltaf að hækka." Konráð segir ólíklegt að þessar verðhækkanir haldi áfram með sama takti þar sem útlit er fyrir að mesti vöxturinn í ferðaþjónustunni sé liðinn. „Út frá því á maður erfitt með að sjá fram á að það verði svona miklar verðhækkanir í erlendri mynt allavega. En svo náttúrulega hvaða áhrif krónan mun hafa á verðið er erfiðara að spá fyrir um," segir Konráð.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira