Afleikur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Um eitt hundrað og þrjátíu stöður eru lausar í leikskólum Reykjavíkur nú í ágústbyrjun, þegar starf í leikskólunum er um það bil að hefjast. Og þetta er bara í Reykjavík. Gera má ráð fyrir að staðan sé svipuð í mörgum öðrum sveitarfélögum. Þetta er afleit staða, en því miður ekki ný af nálinni. Leikskólakennarar vinna erfitt og mikilvægt starf, en fá ekki umbun í samræmi við það. Meirihluti borgarráðs ætlar að lækka leikskólagjöld um tvö hundruð milljónir króna á ári. Eðlilegt er að velta fyrir sér hvaða forsendur liggi að baki við ríkjandi aðstæður, þegar fólk fæst ekki til starfa. Svona ákvörðun er líkleg til vinsælda. Hvaða foreldri vill ekki greiða lægri leikskólagjöld? Hins vegar virðist vera einhugur um að aðstæður í leikskólum landsins mættu vera betri. Bent hefur verið á að viðhaldi leikskóla og leiksskólalóða sé ábótavant, aðstæður starfsmanna ófullnægjandi og litlir peningar til kaupa á góðum mat fyir börnin. Við þetta má svo bæta að laun leikskólakennara eru skammarlega lág. Í þessu ljósi er óábyrgt hjá borgarstjórninni að skerða fjárveitingar til leikskóla borgarinnar. Tekjuskerðing leikskólanna kallar á sparnað þar sem ekkert er að spara. Leikskólarnir eru löngu komnir að sársaukamörkum. Aðstaða barna og starfsfólks verður að vera fullnægjandi. Nú þarf að gera metnaðarfulla áætlun, sem tryggir viðunandi þjónustu. Til þess þarf meiri peninga. Nú, þegar vel árar, á að hugsa stórt og bæta fyrir niðurskurð mögru áranna, sem eru að baki. Í fréttum Stöðvar í gærkvöld var talað við leikskólastjóra, sem vantar 9 starfsmenn, þriðjung starfsmannanna sem þarf til sinna börnunum svo vel sé. Hún sagði stöðuna aldrei hafa verið jafn slæma og nú - í þau 30 ár, sem hún hefur starfað í leikskóla. Til að bregðast við vandanum þarf hún að loka heilli deild sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að taka á móti 20 börnum. Er þetta virkilega rétti tíminn til að lækka leikskólagjöldin? Vafalaust styðja flestir foreldrar sem eiga börn á leikskólaaldri sjálfsagðar kröfur leikskólakennara um mannsæmandi laun og aðbúnað. Í því felst mótsögn að á sama tíma skuli gjöldin lækkuð til muna og jafnvel tekið undir kröfur um að þau verði afnumin með öllu. I fljótu bragði virðast vera tveir möguleikar fyrir borgaryfirvöld til að beina auknu fé í leikskólana. Sú fyrri er að afnema fyrirhugaða lækkun skólagjalda og hækka þau jafnvel, sem ef til vill er ekki vinsælt með það í huga að stutt er til borgarstjórnakosninga. Sú síðari er að veita meiri peningum úr almennum sjóðum borgarinnar í leikskólastarfið. Þá stendur valið milli þess að þeir greiði fyrir þjónustuna sem nota hana, eða að peningar séu færðir úr samneyslunni. Fyrir hvoru tveggja má færa rök. Niðurskurður er afleikur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Um eitt hundrað og þrjátíu stöður eru lausar í leikskólum Reykjavíkur nú í ágústbyrjun, þegar starf í leikskólunum er um það bil að hefjast. Og þetta er bara í Reykjavík. Gera má ráð fyrir að staðan sé svipuð í mörgum öðrum sveitarfélögum. Þetta er afleit staða, en því miður ekki ný af nálinni. Leikskólakennarar vinna erfitt og mikilvægt starf, en fá ekki umbun í samræmi við það. Meirihluti borgarráðs ætlar að lækka leikskólagjöld um tvö hundruð milljónir króna á ári. Eðlilegt er að velta fyrir sér hvaða forsendur liggi að baki við ríkjandi aðstæður, þegar fólk fæst ekki til starfa. Svona ákvörðun er líkleg til vinsælda. Hvaða foreldri vill ekki greiða lægri leikskólagjöld? Hins vegar virðist vera einhugur um að aðstæður í leikskólum landsins mættu vera betri. Bent hefur verið á að viðhaldi leikskóla og leiksskólalóða sé ábótavant, aðstæður starfsmanna ófullnægjandi og litlir peningar til kaupa á góðum mat fyir börnin. Við þetta má svo bæta að laun leikskólakennara eru skammarlega lág. Í þessu ljósi er óábyrgt hjá borgarstjórninni að skerða fjárveitingar til leikskóla borgarinnar. Tekjuskerðing leikskólanna kallar á sparnað þar sem ekkert er að spara. Leikskólarnir eru löngu komnir að sársaukamörkum. Aðstaða barna og starfsfólks verður að vera fullnægjandi. Nú þarf að gera metnaðarfulla áætlun, sem tryggir viðunandi þjónustu. Til þess þarf meiri peninga. Nú, þegar vel árar, á að hugsa stórt og bæta fyrir niðurskurð mögru áranna, sem eru að baki. Í fréttum Stöðvar í gærkvöld var talað við leikskólastjóra, sem vantar 9 starfsmenn, þriðjung starfsmannanna sem þarf til sinna börnunum svo vel sé. Hún sagði stöðuna aldrei hafa verið jafn slæma og nú - í þau 30 ár, sem hún hefur starfað í leikskóla. Til að bregðast við vandanum þarf hún að loka heilli deild sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að taka á móti 20 börnum. Er þetta virkilega rétti tíminn til að lækka leikskólagjöldin? Vafalaust styðja flestir foreldrar sem eiga börn á leikskólaaldri sjálfsagðar kröfur leikskólakennara um mannsæmandi laun og aðbúnað. Í því felst mótsögn að á sama tíma skuli gjöldin lækkuð til muna og jafnvel tekið undir kröfur um að þau verði afnumin með öllu. I fljótu bragði virðast vera tveir möguleikar fyrir borgaryfirvöld til að beina auknu fé í leikskólana. Sú fyrri er að afnema fyrirhugaða lækkun skólagjalda og hækka þau jafnvel, sem ef til vill er ekki vinsælt með það í huga að stutt er til borgarstjórnakosninga. Sú síðari er að veita meiri peningum úr almennum sjóðum borgarinnar í leikskólastarfið. Þá stendur valið milli þess að þeir greiði fyrir þjónustuna sem nota hana, eða að peningar séu færðir úr samneyslunni. Fyrir hvoru tveggja má færa rök. Niðurskurður er afleikur.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun