Viðskipti innlent

Primera Air mun fljúga beint frá Evrópu til Bandaríkjanna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í fréttatilkynningu frá Primera Air segir að flogið verði allt árið um kring til Bandaríkjanna.
Í fréttatilkynningu frá Primera Air segir að flogið verði allt árið um kring til Bandaríkjanna. Primera Air
Flugfélagið Primera Air mun frá og með apríl 2018 fljúga beint frá Evrópu til Bandaríkjanna. Um er að ræða brottfararstaðina London, París og Birmingham og verður flogið til New York og Boston Logan.

Í fréttatilkynningu frá Primera Air segir að flogið verði allt árið um kring til Bandaríkjanna. Flugfélagið muni bjóða upp á daglegar ferðir til New York og fjögur vikuleg til Boston frá öllum þremur áfangastöðunum. Sala byrjar í dag á vefsíðu félagsins.

„Við erum stolt af að kynna nýja áfangastaði  og nýjar flugleiðir til Bandaríkjanna. Með glænýju Airbus A321neo,  getum við þjónustað flugleiðir sem einungis breiðþotur hafa flogið fram til þessa. Með þessari nýju kynslóð flugvéla getum við boðið farþegum sem vilja ferðast til Bandaríkjanna frá Frakklandi og Bretlandi fargjöld á betri kjörum en áður hafa þekkst. Á sama tíma hlökkum við til að bjóða upp á vöru og þjónustu sem sameinar lágt verð og gæði sem hentar bæði farþegum sem eru á leið í fríið og þeim sem ferðast vegna vinnu,“ er haft eftir Andra M. Ingólfssyni, eiganda og stjórnarformanni Primera Air í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×