„Full ástæða til að sýna ítrustu varkárni gagnvart lækkun fasteignaverðs“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júlí 2017 19:00 Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur sem hámarka leyfilegt veðsetningarhlutfall nýrra fasteignalána. Samkvæmt reglunum skal hlutfallið vera að hámarki 85 prósent af markaðsverði fasteignar. Astoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að tilgangurinn sé að koma í veg fyrir það sem gerðist árið 2008 þegar staða lántakenda varð óviðráðanleg við verðfall á fasteignamarkaði. Raunverð íbúðahúsnæðis, þ.e. nafnverð að frádreginni verðbólgu, hefur hækkað umtalsvert á síðustu árum. Sé miðað við mitt þetta ár nam árshækkunin 21 prósenti. Vísbendingar eru um að áfram verði þrýstingur á fasteignaverð. Gögn Fjármálaeftirlitsins (FME) sýna að lánastofnanir hafa slakað á lánaskilyrðum að undanförnu samhliða aukinni samkeppni á fasteignalánamarkaði FME birti í dag nýjar reglur sem hámarka leyfilegt veðsetningarhlutfall nýrra fasteignalána. Samkvæmt reglunum skal veðsetningarhlutfall vera að hámarki 85 prósent af markaðsverði fasteignar. Þegar um er að ræða fjármögnun kaupa á fyrstu fasteign verður heimilt að lána allt að 90 prósent af markaðsverði. Flestir bankarnir voru almennt ekki að lána yfir þessum mörkum en það byggðist ekki á settum reglum heldur viðmiðum um æskileg lánahlutföll. Með þessum nýju reglum verður breyting þar á enda binda þær hendur bankanna. „Reglurnar hafa þann megintilgang að koma í veg fyrir að svipaðir hlutir gerðust og árið 2008 þegar það varð mikið verðfall á fasteignum. Þá versnaði veðstaða almennings svo um munaði og varð óviðráðanleg í mörgum tilvikum. Þótt við búumst ekki við jafn slæmu áfalli og þá þá er full ástæða til að sýna ítrustu varkárni gagnvart lækkun fasteignaverðs í framtíðinni. Reglurnar miða bæði að því að verja lántaka og lánveitendur gagnvart þessari áhættu,“ segir Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri FME. Verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,2 prósent í júní samkvæmt vísitölu íbúðaverðs Þjóðskrár Íslands. Þetta er fyrsta lækkun íbúðaverðs milli mánaða síðan í júní 2015. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur sem hámarka leyfilegt veðsetningarhlutfall nýrra fasteignalána. Samkvæmt reglunum skal hlutfallið vera að hámarki 85 prósent af markaðsverði fasteignar. Astoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að tilgangurinn sé að koma í veg fyrir það sem gerðist árið 2008 þegar staða lántakenda varð óviðráðanleg við verðfall á fasteignamarkaði. Raunverð íbúðahúsnæðis, þ.e. nafnverð að frádreginni verðbólgu, hefur hækkað umtalsvert á síðustu árum. Sé miðað við mitt þetta ár nam árshækkunin 21 prósenti. Vísbendingar eru um að áfram verði þrýstingur á fasteignaverð. Gögn Fjármálaeftirlitsins (FME) sýna að lánastofnanir hafa slakað á lánaskilyrðum að undanförnu samhliða aukinni samkeppni á fasteignalánamarkaði FME birti í dag nýjar reglur sem hámarka leyfilegt veðsetningarhlutfall nýrra fasteignalána. Samkvæmt reglunum skal veðsetningarhlutfall vera að hámarki 85 prósent af markaðsverði fasteignar. Þegar um er að ræða fjármögnun kaupa á fyrstu fasteign verður heimilt að lána allt að 90 prósent af markaðsverði. Flestir bankarnir voru almennt ekki að lána yfir þessum mörkum en það byggðist ekki á settum reglum heldur viðmiðum um æskileg lánahlutföll. Með þessum nýju reglum verður breyting þar á enda binda þær hendur bankanna. „Reglurnar hafa þann megintilgang að koma í veg fyrir að svipaðir hlutir gerðust og árið 2008 þegar það varð mikið verðfall á fasteignum. Þá versnaði veðstaða almennings svo um munaði og varð óviðráðanleg í mörgum tilvikum. Þótt við búumst ekki við jafn slæmu áfalli og þá þá er full ástæða til að sýna ítrustu varkárni gagnvart lækkun fasteignaverðs í framtíðinni. Reglurnar miða bæði að því að verja lántaka og lánveitendur gagnvart þessari áhættu,“ segir Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri FME. Verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,2 prósent í júní samkvæmt vísitölu íbúðaverðs Þjóðskrár Íslands. Þetta er fyrsta lækkun íbúðaverðs milli mánaða síðan í júní 2015.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira