Skotsilfur Markaðarins: Kynslóðaskipti í Húsi atvinnulífsins Ritstjórn Markaðarins skrifar 10. júlí 2017 13:00 Það er ekki ofsögum sagt að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og starfsmenn hans hafi nóg fyrir stafni um þessar mundir. Málin hafa hreinlega staflast upp á borði þeirra og er ekki fyrirséð hvenær stofnuninni tekst að afgreiða þau öll. Og þetta eru engin smá mál, heldur risastórir samrunar á borð við kaup Haga á Lyfju og Olís, Skeljungs á Basko, N1 á Festi og Vodafone á 365. Oft heyrist kvartað yfir því að rannsóknir stofnunarinnar séu of tímafrekar, en miðað við þau mál sem liggja nú á borði hennar má vart búast við að það breytist í bráð.Kynslóðaskipti Með ráðningu Sigurðar Hannessonar sem framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI) hafa sumir haft á orði að ákveðin kynslóðaskipti séu að verða hjá helstu hagsmunasamtökunum í Húsi atvinnulífsins. Auk Sigurðar, sem er fæddur 1980, má nefna Halldór Benjamín Þorbergsson, sem stýrir Samtökum atvinnulífsins, og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þau Halldór Benjamín og Heiðrún Lind tóku til starfa á síðasta ári og eru bæði fædd árið 1979.Sigurður Hannesson var á dögunum ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Síðasta blaðið? Tímaritið Frjáls verslun gaf út í liðinni viku sitt árlega tekjublað en ritstjóri þess hefur um árabil verið Jón G. Hauksson. Blaðið er hins vegar að öllum líkindum hans síðasta en sagt er að Jón muni brátt láta af störfum sem ritstjóri tímaritsins. Greint var frá því fyrir skemmstu að Útgáfufélagið Heimur, sem var áður í eigu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra og stendur að útgáfu tímaritsins, leiti nú nýrra eigenda að Frjálsri verslun. Mjög hefur dregið úr starfsemi Heims að undanförnu og þannig stendur félagið ekki lengur að útgáfu tímaritanna Iceland Review, Vísbendingar og Skýja.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og starfsmenn hans hafi nóg fyrir stafni um þessar mundir. Málin hafa hreinlega staflast upp á borði þeirra og er ekki fyrirséð hvenær stofnuninni tekst að afgreiða þau öll. Og þetta eru engin smá mál, heldur risastórir samrunar á borð við kaup Haga á Lyfju og Olís, Skeljungs á Basko, N1 á Festi og Vodafone á 365. Oft heyrist kvartað yfir því að rannsóknir stofnunarinnar séu of tímafrekar, en miðað við þau mál sem liggja nú á borði hennar má vart búast við að það breytist í bráð.Kynslóðaskipti Með ráðningu Sigurðar Hannessonar sem framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI) hafa sumir haft á orði að ákveðin kynslóðaskipti séu að verða hjá helstu hagsmunasamtökunum í Húsi atvinnulífsins. Auk Sigurðar, sem er fæddur 1980, má nefna Halldór Benjamín Þorbergsson, sem stýrir Samtökum atvinnulífsins, og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þau Halldór Benjamín og Heiðrún Lind tóku til starfa á síðasta ári og eru bæði fædd árið 1979.Sigurður Hannesson var á dögunum ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Síðasta blaðið? Tímaritið Frjáls verslun gaf út í liðinni viku sitt árlega tekjublað en ritstjóri þess hefur um árabil verið Jón G. Hauksson. Blaðið er hins vegar að öllum líkindum hans síðasta en sagt er að Jón muni brátt láta af störfum sem ritstjóri tímaritsins. Greint var frá því fyrir skemmstu að Útgáfufélagið Heimur, sem var áður í eigu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra og stendur að útgáfu tímaritsins, leiti nú nýrra eigenda að Frjálsri verslun. Mjög hefur dregið úr starfsemi Heims að undanförnu og þannig stendur félagið ekki lengur að útgáfu tímaritanna Iceland Review, Vísbendingar og Skýja.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira