Viðskipti innlent

Ágústa Johnson í stjórn Bláa lónsins

Hörður Ægisson skrifar
Ágústa Johnson á tæplega þriggja prósenta hlut í Bláa lóninu.
Ágústa Johnson á tæplega þriggja prósenta hlut í Bláa lóninu.

Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, og Steinar Helgason, sjóðstjóri hjá Landsbréfum, hafa sest í stjórn Bláa lónsins. Þau koma ný inn í stjórnina í stað Eðvards Júlíussonar, sem hefur verið í stjórn Bláa lónsins um árabil, og Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Lífeyrissjóðs verslunarmanna.

Ágústa á tæplega þriggja prósenta hlut í Bláa lóninu í gegnum Bogmanninn ehf. Sé litið til þess að tilboð sem hafa borist frá erlendum sjóðum í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lónið, eins og greint var frá í Markaðnum í síðustu viku, verðleggja fyrirtækið á yfir 30 milljarða þá er hlutur Ágústu í dag því metinn á um milljarð króna.

Steinar situr í stjórn Bláa lónsins fyrir hönd framtakssjóðsins Horns II, sem er í rekstri Landsbréfa, en sjóðurinn á tæplega helmingshlut í Hvatningu sem er stærsti hluthafi Bláa lónsins með 39,1 prósent. 

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.