Íslandsbanki verður seldur að fullu en 35-40% í Landsbanka haldið eftir Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. júlí 2017 19:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að til langs tíma litið sé ekki ákjósanlegt að ríkið farið með meirihlutaeign í viðskiptabönkunum. visir/ernir Stefnt er að því að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion banka þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi. Þetta kemur fram í nýrri eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki. Ríkið er alltumlykjandi á fjármálamarkaði. Ríkissjóður á nær allt hlutafé í Landsbankanum, á Íslandsbanka að fullu og 13 prósenta hlut í Arion banka. Núverandi ríkisstjórn hefur lýst því markmiði að minnka eignarhlut ríkisins í bönkunum en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að til langs tíma litið sé ekki ákjósanlegt að ríkið farið með meirihlutaeign í viðskiptabönkunum. Í nýrri eigendastefnu ríkisins sem birtist á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins í dag lýsa stjórnvöld markmiðum sínum varðandi eignarhald á bönkum og fjármálafyrirtækjum. Um Landsbankann segir: „Stefnt er að því að ríkið eigi verulegan eignarhlut, 34-40%, í bankanum til langframa til að stuðla að stöðugleika í fjármálakerfinu og tryggja nauðsynlega innviði þess. (...) Stefnt er að því að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi.“ Um Arion banka segir: „Stefnt er að því að selja allan eignarhlut ríkisins þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi.“Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka.Hvenær verða þessi skilyrði fyrir hendi? Hvað mælir gegn því að selja hlut ríkisins í bönkunum núna þegar íslenskt hagkerfi er á toppi hagsveiflunnar? Það getur skipt máli hvaða framboð er af öðrum fjárfestingarkostum innanlands. Þá hafa lífeyrissjóðirnir verið hvattir til að fjárfesta erlendis í auknum mæli. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka segir að þetta geti mælt gegn sölu um þessar mundir. Hann segir að þótt aðstæður til að selja bankana séu góðar núna séu aðrar hagstjórnarlegar ástæður sem mæli gegn því. „Það er kannski ekki æskilegt eða heppilegt út frá öllum markmiðum eigendastefnunnar að ætla að sækja fjármagn til þessara aðila (innsk.lífeyrissjóða) um leið og við viljum frekar að þeir noti núverandi aðstæður til að auka eignir sínar erlendis,“ segir Stefán Broddi. Einkavæðing á hlut ríkisins í bönkum í byrjun þessarar aldar olli langvinnum deilum og markaði djúp spor í þjóðfélagsumræðuna hér á landi.Höfum við ekki öll þau tæki sem eru nauðsynleg til þess að selja þessa banka á sanngjarnan hátt, til dæmis í gegnum Kauphöll Íslands, sem var ekki gert á sínum tíma? „Ég held að við séum með öll þau tæki til staðar sem ættu að geta leitt okkur að mjög farsælli niðurstöðu. Umhverfið hér er sambærilegt því sem við þekkjum í okkar nágrannalöndum þar sem skref hafa verið farsællega stigin. Smá og örugg skref sem leitt hafa til niðurstöðu sem þokkaleg sátt er um,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Stefnt er að því að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion banka þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi. Þetta kemur fram í nýrri eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki. Ríkið er alltumlykjandi á fjármálamarkaði. Ríkissjóður á nær allt hlutafé í Landsbankanum, á Íslandsbanka að fullu og 13 prósenta hlut í Arion banka. Núverandi ríkisstjórn hefur lýst því markmiði að minnka eignarhlut ríkisins í bönkunum en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að til langs tíma litið sé ekki ákjósanlegt að ríkið farið með meirihlutaeign í viðskiptabönkunum. Í nýrri eigendastefnu ríkisins sem birtist á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins í dag lýsa stjórnvöld markmiðum sínum varðandi eignarhald á bönkum og fjármálafyrirtækjum. Um Landsbankann segir: „Stefnt er að því að ríkið eigi verulegan eignarhlut, 34-40%, í bankanum til langframa til að stuðla að stöðugleika í fjármálakerfinu og tryggja nauðsynlega innviði þess. (...) Stefnt er að því að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi.“ Um Arion banka segir: „Stefnt er að því að selja allan eignarhlut ríkisins þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi.“Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka.Hvenær verða þessi skilyrði fyrir hendi? Hvað mælir gegn því að selja hlut ríkisins í bönkunum núna þegar íslenskt hagkerfi er á toppi hagsveiflunnar? Það getur skipt máli hvaða framboð er af öðrum fjárfestingarkostum innanlands. Þá hafa lífeyrissjóðirnir verið hvattir til að fjárfesta erlendis í auknum mæli. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka segir að þetta geti mælt gegn sölu um þessar mundir. Hann segir að þótt aðstæður til að selja bankana séu góðar núna séu aðrar hagstjórnarlegar ástæður sem mæli gegn því. „Það er kannski ekki æskilegt eða heppilegt út frá öllum markmiðum eigendastefnunnar að ætla að sækja fjármagn til þessara aðila (innsk.lífeyrissjóða) um leið og við viljum frekar að þeir noti núverandi aðstæður til að auka eignir sínar erlendis,“ segir Stefán Broddi. Einkavæðing á hlut ríkisins í bönkum í byrjun þessarar aldar olli langvinnum deilum og markaði djúp spor í þjóðfélagsumræðuna hér á landi.Höfum við ekki öll þau tæki sem eru nauðsynleg til þess að selja þessa banka á sanngjarnan hátt, til dæmis í gegnum Kauphöll Íslands, sem var ekki gert á sínum tíma? „Ég held að við séum með öll þau tæki til staðar sem ættu að geta leitt okkur að mjög farsælli niðurstöðu. Umhverfið hér er sambærilegt því sem við þekkjum í okkar nágrannalöndum þar sem skref hafa verið farsællega stigin. Smá og örugg skref sem leitt hafa til niðurstöðu sem þokkaleg sátt er um,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira