Verðkönnun ASÍ: Costco næst oftast með lægsta verðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júlí 2017 16:53 Ekki fengust allar vörurnar í könnuninni í Costco. Vísir/Eyþór Bandaríski verslunarrisinn Costco sem opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ í maí síðastliðnum var næst oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun ASÍ en hafa ber í huga að einungis 23 af þeim 42 vörum sem skoðaðar voru í könnuninni fengust í Costco. Allar vörurnar fengust hins vegar í Bónus og Fjarðarkaupum. Bónus var oftast með lægsta verðið eða í 17 tilvikum af 42. Þar á eftir kom Costco sem var með lægsta verðið í 10 tilvikum. Iceland var oftast með hæsta verðið eða 17 sinnum og Hagkaup var næst oftast með hæsta verðið eða í 15 tilvikum. Í frétt á vef ASÍ kemur fram að mjög mikill verðmunur hafi verið á grænmeti og ávöxtum á milli þeirra verslana sem skoðaðar voru og lá verðmunurinn á bilinu 50-156 prósent. Mestur var munurinn á kílóinu á bláberjum sem var ódýrast 1.245 krónur í Víði og dýrast 3.192 krónur í Iceland. „Einnig var mikill verðmunur á kjöti og fiski milli þeirra verslana sem skoðaðar voru og lág verðmunurinn á bilinu 28-119%. Mestur var verðmunurinn á kílóinu af frosnum ýsuflökum sem var dýrast í Kjörbúðinni Bolungarvik 2.183 krónur og ódýrast í Bónus Ögurhvarfi 998 krónur,“ segir á vef ASÍ en nánar má kynna sér könnunina hér.Um framkvæmd könnunarinnar:„Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er oft skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum.Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum þann 4. júlí 2017; Bónus Ögurhvarfi, Krónunni Granda, Nettó Reykjanesbæ, Fjarðarkaupum, Kjörbúðinni-Samkaup Bolungarvík, Hagkaupum Skeifunni, Víði Skeifunni og Iceland Vesturbergi.Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.“ Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Bandaríski verslunarrisinn Costco sem opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ í maí síðastliðnum var næst oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun ASÍ en hafa ber í huga að einungis 23 af þeim 42 vörum sem skoðaðar voru í könnuninni fengust í Costco. Allar vörurnar fengust hins vegar í Bónus og Fjarðarkaupum. Bónus var oftast með lægsta verðið eða í 17 tilvikum af 42. Þar á eftir kom Costco sem var með lægsta verðið í 10 tilvikum. Iceland var oftast með hæsta verðið eða 17 sinnum og Hagkaup var næst oftast með hæsta verðið eða í 15 tilvikum. Í frétt á vef ASÍ kemur fram að mjög mikill verðmunur hafi verið á grænmeti og ávöxtum á milli þeirra verslana sem skoðaðar voru og lá verðmunurinn á bilinu 50-156 prósent. Mestur var munurinn á kílóinu á bláberjum sem var ódýrast 1.245 krónur í Víði og dýrast 3.192 krónur í Iceland. „Einnig var mikill verðmunur á kjöti og fiski milli þeirra verslana sem skoðaðar voru og lág verðmunurinn á bilinu 28-119%. Mestur var verðmunurinn á kílóinu af frosnum ýsuflökum sem var dýrast í Kjörbúðinni Bolungarvik 2.183 krónur og ódýrast í Bónus Ögurhvarfi 998 krónur,“ segir á vef ASÍ en nánar má kynna sér könnunina hér.Um framkvæmd könnunarinnar:„Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er oft skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum.Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum þann 4. júlí 2017; Bónus Ögurhvarfi, Krónunni Granda, Nettó Reykjanesbæ, Fjarðarkaupum, Kjörbúðinni-Samkaup Bolungarvík, Hagkaupum Skeifunni, Víði Skeifunni og Iceland Vesturbergi.Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.“
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira