Verðkönnun ASÍ: Costco næst oftast með lægsta verðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júlí 2017 16:53 Ekki fengust allar vörurnar í könnuninni í Costco. Vísir/Eyþór Bandaríski verslunarrisinn Costco sem opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ í maí síðastliðnum var næst oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun ASÍ en hafa ber í huga að einungis 23 af þeim 42 vörum sem skoðaðar voru í könnuninni fengust í Costco. Allar vörurnar fengust hins vegar í Bónus og Fjarðarkaupum. Bónus var oftast með lægsta verðið eða í 17 tilvikum af 42. Þar á eftir kom Costco sem var með lægsta verðið í 10 tilvikum. Iceland var oftast með hæsta verðið eða 17 sinnum og Hagkaup var næst oftast með hæsta verðið eða í 15 tilvikum. Í frétt á vef ASÍ kemur fram að mjög mikill verðmunur hafi verið á grænmeti og ávöxtum á milli þeirra verslana sem skoðaðar voru og lá verðmunurinn á bilinu 50-156 prósent. Mestur var munurinn á kílóinu á bláberjum sem var ódýrast 1.245 krónur í Víði og dýrast 3.192 krónur í Iceland. „Einnig var mikill verðmunur á kjöti og fiski milli þeirra verslana sem skoðaðar voru og lág verðmunurinn á bilinu 28-119%. Mestur var verðmunurinn á kílóinu af frosnum ýsuflökum sem var dýrast í Kjörbúðinni Bolungarvik 2.183 krónur og ódýrast í Bónus Ögurhvarfi 998 krónur,“ segir á vef ASÍ en nánar má kynna sér könnunina hér.Um framkvæmd könnunarinnar:„Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er oft skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum.Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum þann 4. júlí 2017; Bónus Ögurhvarfi, Krónunni Granda, Nettó Reykjanesbæ, Fjarðarkaupum, Kjörbúðinni-Samkaup Bolungarvík, Hagkaupum Skeifunni, Víði Skeifunni og Iceland Vesturbergi.Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.“ Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Sjá meira
Bandaríski verslunarrisinn Costco sem opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ í maí síðastliðnum var næst oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun ASÍ en hafa ber í huga að einungis 23 af þeim 42 vörum sem skoðaðar voru í könnuninni fengust í Costco. Allar vörurnar fengust hins vegar í Bónus og Fjarðarkaupum. Bónus var oftast með lægsta verðið eða í 17 tilvikum af 42. Þar á eftir kom Costco sem var með lægsta verðið í 10 tilvikum. Iceland var oftast með hæsta verðið eða 17 sinnum og Hagkaup var næst oftast með hæsta verðið eða í 15 tilvikum. Í frétt á vef ASÍ kemur fram að mjög mikill verðmunur hafi verið á grænmeti og ávöxtum á milli þeirra verslana sem skoðaðar voru og lá verðmunurinn á bilinu 50-156 prósent. Mestur var munurinn á kílóinu á bláberjum sem var ódýrast 1.245 krónur í Víði og dýrast 3.192 krónur í Iceland. „Einnig var mikill verðmunur á kjöti og fiski milli þeirra verslana sem skoðaðar voru og lág verðmunurinn á bilinu 28-119%. Mestur var verðmunurinn á kílóinu af frosnum ýsuflökum sem var dýrast í Kjörbúðinni Bolungarvik 2.183 krónur og ódýrast í Bónus Ögurhvarfi 998 krónur,“ segir á vef ASÍ en nánar má kynna sér könnunina hér.Um framkvæmd könnunarinnar:„Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er oft skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum.Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum þann 4. júlí 2017; Bónus Ögurhvarfi, Krónunni Granda, Nettó Reykjanesbæ, Fjarðarkaupum, Kjörbúðinni-Samkaup Bolungarvík, Hagkaupum Skeifunni, Víði Skeifunni og Iceland Vesturbergi.Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.“
Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent