Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2017 18:58 Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra voru afhentar tvær skýrslur í dag með tillögum um hvernig megi koma í veg fyrir skattaundanskot. Vísir/anton brink Stjórnvöld hafa sagt skattsvikum og svarta hagkerfinu stríð á hendur en talið er að árlega sé allt að hundrað milljörðum króna komið undan skatti. Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. Fjármálaráðherra voru afhentar tvær skýrslur í dag með tillögum um hvernig megi koma í veg fyrir skattaundanskot. Þar vekur kannski hvað mesta athygli tillaga um að leggja af tíu þúsund króna seðilinn og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn. Talið er að 3,5 til 4 prósentum af vergri landsframleiðslu hvers ár sé skotið undan skatti eða allt að hundrað milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar er talið að nýr Landsspítali kosti rúmlega 80 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að tillögurnar verði ekki settar ofan í skúffu og hann sé sannfærður um að dagurinn í dag marki tímamót í baráttunni við skattsvik. „Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila. Við munum aldrei ná öllum sem svíkja undan skatti. En við getum náð kennitöluflökkurunum,“ segir Benedikt. Þá sé hægt að ná þeim sem gefi út of háa reikninga í milliviðskiptum við skylda aðila og feli mismuninnn og þeim sem greiði út laun í reiðufé.Tíu þúsund kallinn var kynntur til leiks árið 2013.Vísir/GVA„Öðrum sem misnota reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíkja undan skatti á sama tíma. Þannig að jú, ég held að nú sé einmitt lag til að ná þessum árangri,“ segir Benedikt.Hámark sett á peningaviðskipti Starfshópar fjármálaráðherra um skattsvik undir formennsku Þorkels Sigurlaugssonar viðskiptafræðings leggur til fjölmargar leiðir til að vinna gegn svarta hagkerfinu, meðal annars að hámark verði sett á peningaviðskipti einstaklinga og fyrirtækja við til dæmis 200 þúsund krónur og stærstu seðlarnir teknir úr umferð. „Það er vegna þess að peningaseðlar augljóslega eru notaðir í tengslum við skattsvik. Í tengslum við peningaþvætti. Þetta er sama reynsla og hjá öðrum löndum þar sem verið er að reyna að útrýma stærstu peningaseðlunum,“ segir Þorkell.Nú eru margir sem myndu spyrja, er verið að neyða fólk til að eiga viðskipti við fjármálastofnanir?„Nei, það held ég að sé einmitt mjög mikilvægt. Þess vegna erum við með eina um hugmynd; hvers vegna ætti fólk ekki að eiga sinn innistæðureikning til dæmis hjá Seðlabanka. Þar sem menn geta geymt fjármuni í stað þess að vera með þá undir koddanum. Menn gætu verið með rafrænt kort sem þeir gætu notað án þess að þurfa að borga eitthvert sérstakt millifærslugjald. Eða þá að snjallsímar komi í stað seðla,“ segir Þorkell. Fjármálaráðherra segir að nú liggi greining á vandanum fyrir og þá sé hægt að grípa til aðgerða til að ná að minnsta kosti góðum hluta þeirra allt að 100 milljarða sem sviknir séu undan skatti. Þá væri hægt að lækka skatta eða auka útgjöld. „Það er hægt að gera svo margt fyrir þetta. Það eru þeir sem svíkja undan skatti sem leggja í raun og veru meiri álögur á allan almenning og því verður að linna,“ segir Benedikt Jóhannesson. Alþingi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Stjórnvöld hafa sagt skattsvikum og svarta hagkerfinu stríð á hendur en talið er að árlega sé allt að hundrað milljörðum króna komið undan skatti. Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. Fjármálaráðherra voru afhentar tvær skýrslur í dag með tillögum um hvernig megi koma í veg fyrir skattaundanskot. Þar vekur kannski hvað mesta athygli tillaga um að leggja af tíu þúsund króna seðilinn og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn. Talið er að 3,5 til 4 prósentum af vergri landsframleiðslu hvers ár sé skotið undan skatti eða allt að hundrað milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar er talið að nýr Landsspítali kosti rúmlega 80 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að tillögurnar verði ekki settar ofan í skúffu og hann sé sannfærður um að dagurinn í dag marki tímamót í baráttunni við skattsvik. „Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila. Við munum aldrei ná öllum sem svíkja undan skatti. En við getum náð kennitöluflökkurunum,“ segir Benedikt. Þá sé hægt að ná þeim sem gefi út of háa reikninga í milliviðskiptum við skylda aðila og feli mismuninnn og þeim sem greiði út laun í reiðufé.Tíu þúsund kallinn var kynntur til leiks árið 2013.Vísir/GVA„Öðrum sem misnota reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíkja undan skatti á sama tíma. Þannig að jú, ég held að nú sé einmitt lag til að ná þessum árangri,“ segir Benedikt.Hámark sett á peningaviðskipti Starfshópar fjármálaráðherra um skattsvik undir formennsku Þorkels Sigurlaugssonar viðskiptafræðings leggur til fjölmargar leiðir til að vinna gegn svarta hagkerfinu, meðal annars að hámark verði sett á peningaviðskipti einstaklinga og fyrirtækja við til dæmis 200 þúsund krónur og stærstu seðlarnir teknir úr umferð. „Það er vegna þess að peningaseðlar augljóslega eru notaðir í tengslum við skattsvik. Í tengslum við peningaþvætti. Þetta er sama reynsla og hjá öðrum löndum þar sem verið er að reyna að útrýma stærstu peningaseðlunum,“ segir Þorkell.Nú eru margir sem myndu spyrja, er verið að neyða fólk til að eiga viðskipti við fjármálastofnanir?„Nei, það held ég að sé einmitt mjög mikilvægt. Þess vegna erum við með eina um hugmynd; hvers vegna ætti fólk ekki að eiga sinn innistæðureikning til dæmis hjá Seðlabanka. Þar sem menn geta geymt fjármuni í stað þess að vera með þá undir koddanum. Menn gætu verið með rafrænt kort sem þeir gætu notað án þess að þurfa að borga eitthvert sérstakt millifærslugjald. Eða þá að snjallsímar komi í stað seðla,“ segir Þorkell. Fjármálaráðherra segir að nú liggi greining á vandanum fyrir og þá sé hægt að grípa til aðgerða til að ná að minnsta kosti góðum hluta þeirra allt að 100 milljarða sem sviknir séu undan skatti. Þá væri hægt að lækka skatta eða auka útgjöld. „Það er hægt að gera svo margt fyrir þetta. Það eru þeir sem svíkja undan skatti sem leggja í raun og veru meiri álögur á allan almenning og því verður að linna,“ segir Benedikt Jóhannesson.
Alþingi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira