Hækkandi tollkvótar hafa áhrif á vöruverð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júní 2017 07:00 Tollkvótarnir taka til ýmissa landbúnaðarafurða. Vísir/GVA Útboðsgjald, sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollfrjálsan innflutning á búvörum frá löndum ESB, hækkaði í flestum tilfellum milli útboða. Kvótinn er nú í fyrsta sinn boðinn út tvisvar á ári í stað einu sinni. Tilboð fyrir fyrri hluta ársins voru opnuð í janúar og kom þá í ljós að verð hækkaði um allt að 87 prósent. Við það tilefni sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), að félagið hefði varað við því að gjaldið myndi hækka. Þá spáði hann því að það myndi hækka áfram samhliða aukinni eftirspurn sem fylgir fjölgun ferðamanna. Útboðsgjald vegna nautakjöts hækkar um tæplega tólf prósent milli árshelminga og hefur hækkað um 25 prósent frá síðasta ári. Svínakjötskvótinn hækkar um fjórðung og hefur hækkað um helming frá síðasta ári. Kvótinn vegna aðfluttra osta lækkar hins vegar um rúm 16 prósent en í fyrra útboði ársins hafði hann hækkað um 87 prósent. Áætla má að hækkunin skili ríkinu um sjötíu milljónum aukalega í kassann.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda„Það var í raun augljóst frá upphafi að í kerfinu felst mikið óhagræði og enn þá meira kapp að byggja upp kvótann á réttum tíma,“ segir Ólafur nú. Haldi þessi þróun áfram mun gjaldið éta upp það hagræði sem felst í kvótunum. Ár hvert eru tvenns konar kvótar boðnir út. Annars vegar áðurnefndur ESB-kvóti og hins vegar svokallaður WTO-kvóti. Sá fyrrnefndi er boðinn út tvisvar á ári en hætt var við slíkt í tilfelli hins síðari. Þess í stað er hann boðinn út einu sinni. „Hærra útboðsgjald veltur áfram út í verðlagið. Það er vonandi að stjórnvöld taki mark á þessari niðurstöðu og breyti fyrirkomulaginu aftur til baka líkt og með WTO-kvótann,“ segir Ólafur. Í upphafi árs í fyrra komst Hæstiréttur að því að útboðsgjaldið væri andstætt stjórnarskrá. Fyrirkomulaginu var breytt eftir dóminn en FA telur að kerfið sé enn ólögmætt . „Líkt og í fyrra málinu snýst þetta um að ráðherra hafi val um það hvort hann leggur skatt á eður ei. Við mætum meiri skilningi hjá þessari ríkisstjórn og núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en það breytir því þó ekki að fyrirkomulagið er enn hið sama. Það er þreytt að fyrirtæki þurfi að fara dómstólaleiðina til að ná fram umbótum í þessum málum,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Útboðsgjald, sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollfrjálsan innflutning á búvörum frá löndum ESB, hækkaði í flestum tilfellum milli útboða. Kvótinn er nú í fyrsta sinn boðinn út tvisvar á ári í stað einu sinni. Tilboð fyrir fyrri hluta ársins voru opnuð í janúar og kom þá í ljós að verð hækkaði um allt að 87 prósent. Við það tilefni sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), að félagið hefði varað við því að gjaldið myndi hækka. Þá spáði hann því að það myndi hækka áfram samhliða aukinni eftirspurn sem fylgir fjölgun ferðamanna. Útboðsgjald vegna nautakjöts hækkar um tæplega tólf prósent milli árshelminga og hefur hækkað um 25 prósent frá síðasta ári. Svínakjötskvótinn hækkar um fjórðung og hefur hækkað um helming frá síðasta ári. Kvótinn vegna aðfluttra osta lækkar hins vegar um rúm 16 prósent en í fyrra útboði ársins hafði hann hækkað um 87 prósent. Áætla má að hækkunin skili ríkinu um sjötíu milljónum aukalega í kassann.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda„Það var í raun augljóst frá upphafi að í kerfinu felst mikið óhagræði og enn þá meira kapp að byggja upp kvótann á réttum tíma,“ segir Ólafur nú. Haldi þessi þróun áfram mun gjaldið éta upp það hagræði sem felst í kvótunum. Ár hvert eru tvenns konar kvótar boðnir út. Annars vegar áðurnefndur ESB-kvóti og hins vegar svokallaður WTO-kvóti. Sá fyrrnefndi er boðinn út tvisvar á ári en hætt var við slíkt í tilfelli hins síðari. Þess í stað er hann boðinn út einu sinni. „Hærra útboðsgjald veltur áfram út í verðlagið. Það er vonandi að stjórnvöld taki mark á þessari niðurstöðu og breyti fyrirkomulaginu aftur til baka líkt og með WTO-kvótann,“ segir Ólafur. Í upphafi árs í fyrra komst Hæstiréttur að því að útboðsgjaldið væri andstætt stjórnarskrá. Fyrirkomulaginu var breytt eftir dóminn en FA telur að kerfið sé enn ólögmætt . „Líkt og í fyrra málinu snýst þetta um að ráðherra hafi val um það hvort hann leggur skatt á eður ei. Við mætum meiri skilningi hjá þessari ríkisstjórn og núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en það breytir því þó ekki að fyrirkomulagið er enn hið sama. Það er þreytt að fyrirtæki þurfi að fara dómstólaleiðina til að ná fram umbótum í þessum málum,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira