Fjárfestingarfélag Finns Reyrs og Steinunnar hagnast um 2,4 milljarða Hörður Ægisson skrifar 14. júní 2017 08:00 Fjárfestingarfélagið Snæból ehf., sem er í eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, hagnaðist um 2.423 milljónir króna eftir tekjuskatt á árinu 2016 borið saman við hagnað upp á ríflega 1.350 milljónir árið áður, að því er fram kemur í nýjum ársreikningi félagsins. Meirihluti hagnaðarins kemur til vegna jákvæðrar afkomu af fjárfestingareignum upp á liðlega 1.425 milljónir króna og þá skiluðu dóttur- og hlutdeildarfélög Snæbóls einnig hagnaði upp á tæplega 850 milljónir. Eignir félagsins voru rúmlega 10 milljarðar í árslok 2016 og eigið fé þess um 8,8 milljarðar. Ekki verður greiddur arður til hluthafa vegna afkomu síðasta árs.Finnur Reyr Stefánsson, fjárfestir.Fjárfestingarfélag þeirra hjónanna er á meðal stærstu hluthafa í Sjóvá með 8,8 prósenta eignarhlut og þá átti það jafnframt um fimm prósenta hlut í lyfjafyrirtækinu Invent Farma sem var selt fyrir um 215 milljónir evra í fyrra. Finnur og Steinunn hafa verið áberandi í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár en í gegnum Snæból og fjárfestingarfélagið Sigla, sem þau eiga helmingshlut í, hafa þau meðal annars komið að fjárfestingum í Heimavöllum, Regin fasteignafélagi, Kviku banka og lúxushótelinu við Hörpu. Þá á Finnur Reyr, ásamt viðskiptafélaga sínum Tómasi Kristjánssyni og öðrum fjárfestum, einnig rúmlega tveggja prósenta hlut í Icelandair Group í gegnum eignarhaldsfélagið Traðarhyrnu. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Snæból ehf., sem er í eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, hagnaðist um 2.423 milljónir króna eftir tekjuskatt á árinu 2016 borið saman við hagnað upp á ríflega 1.350 milljónir árið áður, að því er fram kemur í nýjum ársreikningi félagsins. Meirihluti hagnaðarins kemur til vegna jákvæðrar afkomu af fjárfestingareignum upp á liðlega 1.425 milljónir króna og þá skiluðu dóttur- og hlutdeildarfélög Snæbóls einnig hagnaði upp á tæplega 850 milljónir. Eignir félagsins voru rúmlega 10 milljarðar í árslok 2016 og eigið fé þess um 8,8 milljarðar. Ekki verður greiddur arður til hluthafa vegna afkomu síðasta árs.Finnur Reyr Stefánsson, fjárfestir.Fjárfestingarfélag þeirra hjónanna er á meðal stærstu hluthafa í Sjóvá með 8,8 prósenta eignarhlut og þá átti það jafnframt um fimm prósenta hlut í lyfjafyrirtækinu Invent Farma sem var selt fyrir um 215 milljónir evra í fyrra. Finnur og Steinunn hafa verið áberandi í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár en í gegnum Snæból og fjárfestingarfélagið Sigla, sem þau eiga helmingshlut í, hafa þau meðal annars komið að fjárfestingum í Heimavöllum, Regin fasteignafélagi, Kviku banka og lúxushótelinu við Hörpu. Þá á Finnur Reyr, ásamt viðskiptafélaga sínum Tómasi Kristjánssyni og öðrum fjárfestum, einnig rúmlega tveggja prósenta hlut í Icelandair Group í gegnum eignarhaldsfélagið Traðarhyrnu. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira