Fjárfestingarfélag Finns Reyrs og Steinunnar hagnast um 2,4 milljarða Hörður Ægisson skrifar 14. júní 2017 08:00 Fjárfestingarfélagið Snæból ehf., sem er í eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, hagnaðist um 2.423 milljónir króna eftir tekjuskatt á árinu 2016 borið saman við hagnað upp á ríflega 1.350 milljónir árið áður, að því er fram kemur í nýjum ársreikningi félagsins. Meirihluti hagnaðarins kemur til vegna jákvæðrar afkomu af fjárfestingareignum upp á liðlega 1.425 milljónir króna og þá skiluðu dóttur- og hlutdeildarfélög Snæbóls einnig hagnaði upp á tæplega 850 milljónir. Eignir félagsins voru rúmlega 10 milljarðar í árslok 2016 og eigið fé þess um 8,8 milljarðar. Ekki verður greiddur arður til hluthafa vegna afkomu síðasta árs.Finnur Reyr Stefánsson, fjárfestir.Fjárfestingarfélag þeirra hjónanna er á meðal stærstu hluthafa í Sjóvá með 8,8 prósenta eignarhlut og þá átti það jafnframt um fimm prósenta hlut í lyfjafyrirtækinu Invent Farma sem var selt fyrir um 215 milljónir evra í fyrra. Finnur og Steinunn hafa verið áberandi í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár en í gegnum Snæból og fjárfestingarfélagið Sigla, sem þau eiga helmingshlut í, hafa þau meðal annars komið að fjárfestingum í Heimavöllum, Regin fasteignafélagi, Kviku banka og lúxushótelinu við Hörpu. Þá á Finnur Reyr, ásamt viðskiptafélaga sínum Tómasi Kristjánssyni og öðrum fjárfestum, einnig rúmlega tveggja prósenta hlut í Icelandair Group í gegnum eignarhaldsfélagið Traðarhyrnu. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Snæból ehf., sem er í eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, hagnaðist um 2.423 milljónir króna eftir tekjuskatt á árinu 2016 borið saman við hagnað upp á ríflega 1.350 milljónir árið áður, að því er fram kemur í nýjum ársreikningi félagsins. Meirihluti hagnaðarins kemur til vegna jákvæðrar afkomu af fjárfestingareignum upp á liðlega 1.425 milljónir króna og þá skiluðu dóttur- og hlutdeildarfélög Snæbóls einnig hagnaði upp á tæplega 850 milljónir. Eignir félagsins voru rúmlega 10 milljarðar í árslok 2016 og eigið fé þess um 8,8 milljarðar. Ekki verður greiddur arður til hluthafa vegna afkomu síðasta árs.Finnur Reyr Stefánsson, fjárfestir.Fjárfestingarfélag þeirra hjónanna er á meðal stærstu hluthafa í Sjóvá með 8,8 prósenta eignarhlut og þá átti það jafnframt um fimm prósenta hlut í lyfjafyrirtækinu Invent Farma sem var selt fyrir um 215 milljónir evra í fyrra. Finnur og Steinunn hafa verið áberandi í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár en í gegnum Snæból og fjárfestingarfélagið Sigla, sem þau eiga helmingshlut í, hafa þau meðal annars komið að fjárfestingum í Heimavöllum, Regin fasteignafélagi, Kviku banka og lúxushótelinu við Hörpu. Þá á Finnur Reyr, ásamt viðskiptafélaga sínum Tómasi Kristjánssyni og öðrum fjárfestum, einnig rúmlega tveggja prósenta hlut í Icelandair Group í gegnum eignarhaldsfélagið Traðarhyrnu. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira