Raufarhafnarbúar taka á móti sínu fyrsta skemmtiferðaskipi Haraldur Guðmundsson skrifar 1. júní 2017 07:00 Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond siglir alls átta sinnum hringinn í kringum landið í sumar. Mynd/Iceland ProCruises „Það er rétt að við erum búin að bóka skipið en ég veit ekki til þess að það hafi gerst áður að hingað hafi komið skemmtiferðaskip,“ segir Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri byggðareflingarverkefnisins „Raufarhöfn og framtíðin“, um áætlaða komu skemmtiferðaskipsins Ocean Diamond til þorpsins þann 8. júní. Silja hefur boðað til íbúafundar á Raufarhöfn næsta þriðjudag þar sem fjallað verður um komu skipsins. Um 180 manns búa á Raufarhöfn en Ocean Diamond er með um 100 manna áhöfn og getur tekið rétt um 200 farþega. Það er 124 metra langt, skráð á Bahamaeyjum og stoppar í þorpinu í einn dag. Íslenska fyrirtækið Iceland ProCruises leigir skipið yfir sumartímann og siglir því hringinn í kringum landið, og einnig til Grænlands, með erlenda ferðamenn og þá aðallega Bandaríkjamenn og Þjóðverja. „Við settum af stað verkefni í fyrra sem miðaði að því að fá skemmtiferðaskip til Raufarhafnar. Það merkilega við þetta er að markaðssetning okkar er ekki farin af stað og þetta skip kom eftir tvo fundi með yfirsamtökum þeirra sem taka á móti skemmtiferðaskipum hér á landi,“ segir Silja.Silja JóhannesdóttirSamtökin sem Silja vísar til heita Cruise Iceland og innan þeirra eru sextán hafnir sem taka á móti skemmtiferðaskipum. Pétur Ólafsson, stjórnarformaður Cruise Iceland og hafnarstjóri hjá Hafnarsamlagi Norðurlands á Akureyri, segir útlit fyrir að farþegum skemmtiferðaskipa sem hingað koma muni fjölga um 25-30 prósent í sumar miðað við árið í fyrra. Skipin séu í auknum mæli farin að sigla á smærri hafnir og nefnir hann meðal annars Grímsey og Hrísey. „Það er búið að bóka skip til Hríseyjar á næsta ári og það er skip sem tekur um 250 farþega. Þar er búið að bóka tvær komur og það er mikil aukning í komum þessara leiðangursskipa sem sigla á margar hafnir. Þetta hefur verið mikil búbót fyrir litlu hafnirnar þar sem er kannski lítið um að vera. Hafnarmannvirkin eru aftur á móti til staðar og skipin greiða hafnargjöld sem eru töluvert há og sérstaklega þegar þau geta lagst upp að bryggju,“ segir Pétur og heldur áfram:Síðustu ár hafa tæplega 200 manns búið á Raufarhöfn.Vísir/Pjetur„Samtals eru komurnar í ár um 486 á allar hafnir. Þar eru auðvitað sum skip að fara inn á nokkrar hafnir en þetta eru um 60-70 skip sem koma hingað til lands í ár. Reykjavík, Akureyri og Ísafjörður eru með vinsælustu hafnirnar. Á Akureyri munu verða 122 komur í sumar en þær voru 92 í fyrra. Oft er talað um að þessir farþegar eyði ekki neinu hér á landi en við erum með rannsóknir sem sýna að farþegar sem koma inn á hafnir á Norðurlandi einu skila þjóðhagslegum tekjum upp á rúma tvo milljarða króna,“ segir Pétur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
„Það er rétt að við erum búin að bóka skipið en ég veit ekki til þess að það hafi gerst áður að hingað hafi komið skemmtiferðaskip,“ segir Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri byggðareflingarverkefnisins „Raufarhöfn og framtíðin“, um áætlaða komu skemmtiferðaskipsins Ocean Diamond til þorpsins þann 8. júní. Silja hefur boðað til íbúafundar á Raufarhöfn næsta þriðjudag þar sem fjallað verður um komu skipsins. Um 180 manns búa á Raufarhöfn en Ocean Diamond er með um 100 manna áhöfn og getur tekið rétt um 200 farþega. Það er 124 metra langt, skráð á Bahamaeyjum og stoppar í þorpinu í einn dag. Íslenska fyrirtækið Iceland ProCruises leigir skipið yfir sumartímann og siglir því hringinn í kringum landið, og einnig til Grænlands, með erlenda ferðamenn og þá aðallega Bandaríkjamenn og Þjóðverja. „Við settum af stað verkefni í fyrra sem miðaði að því að fá skemmtiferðaskip til Raufarhafnar. Það merkilega við þetta er að markaðssetning okkar er ekki farin af stað og þetta skip kom eftir tvo fundi með yfirsamtökum þeirra sem taka á móti skemmtiferðaskipum hér á landi,“ segir Silja.Silja JóhannesdóttirSamtökin sem Silja vísar til heita Cruise Iceland og innan þeirra eru sextán hafnir sem taka á móti skemmtiferðaskipum. Pétur Ólafsson, stjórnarformaður Cruise Iceland og hafnarstjóri hjá Hafnarsamlagi Norðurlands á Akureyri, segir útlit fyrir að farþegum skemmtiferðaskipa sem hingað koma muni fjölga um 25-30 prósent í sumar miðað við árið í fyrra. Skipin séu í auknum mæli farin að sigla á smærri hafnir og nefnir hann meðal annars Grímsey og Hrísey. „Það er búið að bóka skip til Hríseyjar á næsta ári og það er skip sem tekur um 250 farþega. Þar er búið að bóka tvær komur og það er mikil aukning í komum þessara leiðangursskipa sem sigla á margar hafnir. Þetta hefur verið mikil búbót fyrir litlu hafnirnar þar sem er kannski lítið um að vera. Hafnarmannvirkin eru aftur á móti til staðar og skipin greiða hafnargjöld sem eru töluvert há og sérstaklega þegar þau geta lagst upp að bryggju,“ segir Pétur og heldur áfram:Síðustu ár hafa tæplega 200 manns búið á Raufarhöfn.Vísir/Pjetur„Samtals eru komurnar í ár um 486 á allar hafnir. Þar eru auðvitað sum skip að fara inn á nokkrar hafnir en þetta eru um 60-70 skip sem koma hingað til lands í ár. Reykjavík, Akureyri og Ísafjörður eru með vinsælustu hafnirnar. Á Akureyri munu verða 122 komur í sumar en þær voru 92 í fyrra. Oft er talað um að þessir farþegar eyði ekki neinu hér á landi en við erum með rannsóknir sem sýna að farþegar sem koma inn á hafnir á Norðurlandi einu skila þjóðhagslegum tekjum upp á rúma tvo milljarða króna,“ segir Pétur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira