Urðum alltaf betri og betri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2017 06:00 Það var mikil gleði hjá leikmönnum Álaborgar er bikarinn fór á loft. fréttablaðið/getty Íslendingaliðið Aalborg varð á sunnudaginn danskur meistari í handbolta eftir öruggan sigur á Skjern, 25-32, í seinni leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Liðin skildu jöfn, 26-26, í fyrri leiknum á heimavelli Aalborg. Aron Kristjánsson er þjálfari Aalborg og með liðinu leika þrír íslenskir landsliðsmenn; Arnór Atlason, Stefán Rafn Sigurmannsson og Janus Daði Smárason. „Þetta er frábært og ég er mjög ánægður að hafa náð að klára titilinn með frekar ungt lið. Við vorum stöðugir á tímabilinu og það var æðislegt að ná að klára þetta í lokin,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær. Aalborg var með yfirhöndina í seinni úrslitaleiknum og leiddi allan tímann. Staðan í hálfleik var 10-14 en Skjern minnkaði muninn í eitt mark, 16-17, þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Þá gaf Aalborg aftur í og vann að lokum öruggan sigur. „Við vorum líka betri aðilinn í fyrri leiknum en þeir komu sér inn í hann með því að spila með sjö menn í sókn. Jafnteflið gerði það að verkum að bæði lið gátu tryggt sér titilinn og seinni leikurinn bar þess merki. Við mættum gríðarlega ákveðnir til leiks og gerðum þetta vel,“ sagði Aron sem fagnaði titlinum á sínum gamla heimavelli. Hafnfirðingurinn lék á sínum tíma með Skjern og var hluti af eina meistaraliði félagsins árið 1999. Hann er ekki óvanur því að vinna titla í Danmörku. Aron gerði Kolding að dönskum meistara 2014 og 2015 og vann titilinn á sínu fyrsta tímabili hjá Aalborg. Aron hefur því þjálfað þrjú af síðustu fjórum meistaraliðum í Danmörku. Auk þess gerði hann Hauka þrívegis að Íslandsmeisturum og hefur því unnið sex landstitla sem þjálfari. „Fyrir tímabilið var markmið félagsins að vera í toppbaráttunni og vera meðal fjögurra efstu liðanna. En við vissum að ef þetta myndi smella hjá okkur gætum við farið alla leið og það tókst. Við urðum betri og betri eftir því leið á veturinn,“ sagði Aron. Að hans sögn var Aalborg ekki talið sigurstranglegast fyrir tímabilið. „Kolding, Bjerringbro/Silkeborg og Skjern voru talin líklegri. En í Kolding vorum við taldir sigurstranglegastir. Á þann hátt er þetta öðruvísi. Aalborg er með frekar ungt lið og margir að vinna sinn fyrsta titil í stóru hlutverki,“ sagði Aron. Íslendingarnir þrír höfðu þó allir unnið titla áður á sínum ferli. Aron var ánægður með frammistöðu Janusar Daða sem kom til Aalborg eftir HM í Frakklandi. Selfyssingurinn var öflugur í úrslitaleikjunum þar sem hann skoraði samtals sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar. „Mér hefur fundist hann standa sig mjög vel. Við byrjuðum á að nota hann talsvert í hægri skyttustöðunni, bæði í vörn og sókn. Smátt og smátt færðist hann svo meira inn á miðjuna,“ sagði Aron. Arnór og Stefán Rafn spiluðu minna í úrslitaeinvíginu. „Stebbi hefur verið meiddur og nánast ekkert getað æft. Hann var í liðinu til öryggis til að draga úr álaginu á hinn hornamanninn. Arnór spilaði 30-40 mínútur í fyrri leiknum en ekkert í þeim seinni,“ sagði Aron og bætti því við að reynsla Arnórs hefði reynst ungu liði Aalborg mikilvæg í vetur. Handbolti Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
Íslendingaliðið Aalborg varð á sunnudaginn danskur meistari í handbolta eftir öruggan sigur á Skjern, 25-32, í seinni leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Liðin skildu jöfn, 26-26, í fyrri leiknum á heimavelli Aalborg. Aron Kristjánsson er þjálfari Aalborg og með liðinu leika þrír íslenskir landsliðsmenn; Arnór Atlason, Stefán Rafn Sigurmannsson og Janus Daði Smárason. „Þetta er frábært og ég er mjög ánægður að hafa náð að klára titilinn með frekar ungt lið. Við vorum stöðugir á tímabilinu og það var æðislegt að ná að klára þetta í lokin,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær. Aalborg var með yfirhöndina í seinni úrslitaleiknum og leiddi allan tímann. Staðan í hálfleik var 10-14 en Skjern minnkaði muninn í eitt mark, 16-17, þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Þá gaf Aalborg aftur í og vann að lokum öruggan sigur. „Við vorum líka betri aðilinn í fyrri leiknum en þeir komu sér inn í hann með því að spila með sjö menn í sókn. Jafnteflið gerði það að verkum að bæði lið gátu tryggt sér titilinn og seinni leikurinn bar þess merki. Við mættum gríðarlega ákveðnir til leiks og gerðum þetta vel,“ sagði Aron sem fagnaði titlinum á sínum gamla heimavelli. Hafnfirðingurinn lék á sínum tíma með Skjern og var hluti af eina meistaraliði félagsins árið 1999. Hann er ekki óvanur því að vinna titla í Danmörku. Aron gerði Kolding að dönskum meistara 2014 og 2015 og vann titilinn á sínu fyrsta tímabili hjá Aalborg. Aron hefur því þjálfað þrjú af síðustu fjórum meistaraliðum í Danmörku. Auk þess gerði hann Hauka þrívegis að Íslandsmeisturum og hefur því unnið sex landstitla sem þjálfari. „Fyrir tímabilið var markmið félagsins að vera í toppbaráttunni og vera meðal fjögurra efstu liðanna. En við vissum að ef þetta myndi smella hjá okkur gætum við farið alla leið og það tókst. Við urðum betri og betri eftir því leið á veturinn,“ sagði Aron. Að hans sögn var Aalborg ekki talið sigurstranglegast fyrir tímabilið. „Kolding, Bjerringbro/Silkeborg og Skjern voru talin líklegri. En í Kolding vorum við taldir sigurstranglegastir. Á þann hátt er þetta öðruvísi. Aalborg er með frekar ungt lið og margir að vinna sinn fyrsta titil í stóru hlutverki,“ sagði Aron. Íslendingarnir þrír höfðu þó allir unnið titla áður á sínum ferli. Aron var ánægður með frammistöðu Janusar Daða sem kom til Aalborg eftir HM í Frakklandi. Selfyssingurinn var öflugur í úrslitaleikjunum þar sem hann skoraði samtals sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar. „Mér hefur fundist hann standa sig mjög vel. Við byrjuðum á að nota hann talsvert í hægri skyttustöðunni, bæði í vörn og sókn. Smátt og smátt færðist hann svo meira inn á miðjuna,“ sagði Aron. Arnór og Stefán Rafn spiluðu minna í úrslitaeinvíginu. „Stebbi hefur verið meiddur og nánast ekkert getað æft. Hann var í liðinu til öryggis til að draga úr álaginu á hinn hornamanninn. Arnór spilaði 30-40 mínútur í fyrri leiknum en ekkert í þeim seinni,“ sagði Aron og bætti því við að reynsla Arnórs hefði reynst ungu liði Aalborg mikilvæg í vetur.
Handbolti Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira