Urðum alltaf betri og betri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2017 06:00 Það var mikil gleði hjá leikmönnum Álaborgar er bikarinn fór á loft. fréttablaðið/getty Íslendingaliðið Aalborg varð á sunnudaginn danskur meistari í handbolta eftir öruggan sigur á Skjern, 25-32, í seinni leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Liðin skildu jöfn, 26-26, í fyrri leiknum á heimavelli Aalborg. Aron Kristjánsson er þjálfari Aalborg og með liðinu leika þrír íslenskir landsliðsmenn; Arnór Atlason, Stefán Rafn Sigurmannsson og Janus Daði Smárason. „Þetta er frábært og ég er mjög ánægður að hafa náð að klára titilinn með frekar ungt lið. Við vorum stöðugir á tímabilinu og það var æðislegt að ná að klára þetta í lokin,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær. Aalborg var með yfirhöndina í seinni úrslitaleiknum og leiddi allan tímann. Staðan í hálfleik var 10-14 en Skjern minnkaði muninn í eitt mark, 16-17, þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Þá gaf Aalborg aftur í og vann að lokum öruggan sigur. „Við vorum líka betri aðilinn í fyrri leiknum en þeir komu sér inn í hann með því að spila með sjö menn í sókn. Jafnteflið gerði það að verkum að bæði lið gátu tryggt sér titilinn og seinni leikurinn bar þess merki. Við mættum gríðarlega ákveðnir til leiks og gerðum þetta vel,“ sagði Aron sem fagnaði titlinum á sínum gamla heimavelli. Hafnfirðingurinn lék á sínum tíma með Skjern og var hluti af eina meistaraliði félagsins árið 1999. Hann er ekki óvanur því að vinna titla í Danmörku. Aron gerði Kolding að dönskum meistara 2014 og 2015 og vann titilinn á sínu fyrsta tímabili hjá Aalborg. Aron hefur því þjálfað þrjú af síðustu fjórum meistaraliðum í Danmörku. Auk þess gerði hann Hauka þrívegis að Íslandsmeisturum og hefur því unnið sex landstitla sem þjálfari. „Fyrir tímabilið var markmið félagsins að vera í toppbaráttunni og vera meðal fjögurra efstu liðanna. En við vissum að ef þetta myndi smella hjá okkur gætum við farið alla leið og það tókst. Við urðum betri og betri eftir því leið á veturinn,“ sagði Aron. Að hans sögn var Aalborg ekki talið sigurstranglegast fyrir tímabilið. „Kolding, Bjerringbro/Silkeborg og Skjern voru talin líklegri. En í Kolding vorum við taldir sigurstranglegastir. Á þann hátt er þetta öðruvísi. Aalborg er með frekar ungt lið og margir að vinna sinn fyrsta titil í stóru hlutverki,“ sagði Aron. Íslendingarnir þrír höfðu þó allir unnið titla áður á sínum ferli. Aron var ánægður með frammistöðu Janusar Daða sem kom til Aalborg eftir HM í Frakklandi. Selfyssingurinn var öflugur í úrslitaleikjunum þar sem hann skoraði samtals sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar. „Mér hefur fundist hann standa sig mjög vel. Við byrjuðum á að nota hann talsvert í hægri skyttustöðunni, bæði í vörn og sókn. Smátt og smátt færðist hann svo meira inn á miðjuna,“ sagði Aron. Arnór og Stefán Rafn spiluðu minna í úrslitaeinvíginu. „Stebbi hefur verið meiddur og nánast ekkert getað æft. Hann var í liðinu til öryggis til að draga úr álaginu á hinn hornamanninn. Arnór spilaði 30-40 mínútur í fyrri leiknum en ekkert í þeim seinni,“ sagði Aron og bætti því við að reynsla Arnórs hefði reynst ungu liði Aalborg mikilvæg í vetur. Handbolti Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Sjá meira
Íslendingaliðið Aalborg varð á sunnudaginn danskur meistari í handbolta eftir öruggan sigur á Skjern, 25-32, í seinni leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Liðin skildu jöfn, 26-26, í fyrri leiknum á heimavelli Aalborg. Aron Kristjánsson er þjálfari Aalborg og með liðinu leika þrír íslenskir landsliðsmenn; Arnór Atlason, Stefán Rafn Sigurmannsson og Janus Daði Smárason. „Þetta er frábært og ég er mjög ánægður að hafa náð að klára titilinn með frekar ungt lið. Við vorum stöðugir á tímabilinu og það var æðislegt að ná að klára þetta í lokin,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær. Aalborg var með yfirhöndina í seinni úrslitaleiknum og leiddi allan tímann. Staðan í hálfleik var 10-14 en Skjern minnkaði muninn í eitt mark, 16-17, þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Þá gaf Aalborg aftur í og vann að lokum öruggan sigur. „Við vorum líka betri aðilinn í fyrri leiknum en þeir komu sér inn í hann með því að spila með sjö menn í sókn. Jafnteflið gerði það að verkum að bæði lið gátu tryggt sér titilinn og seinni leikurinn bar þess merki. Við mættum gríðarlega ákveðnir til leiks og gerðum þetta vel,“ sagði Aron sem fagnaði titlinum á sínum gamla heimavelli. Hafnfirðingurinn lék á sínum tíma með Skjern og var hluti af eina meistaraliði félagsins árið 1999. Hann er ekki óvanur því að vinna titla í Danmörku. Aron gerði Kolding að dönskum meistara 2014 og 2015 og vann titilinn á sínu fyrsta tímabili hjá Aalborg. Aron hefur því þjálfað þrjú af síðustu fjórum meistaraliðum í Danmörku. Auk þess gerði hann Hauka þrívegis að Íslandsmeisturum og hefur því unnið sex landstitla sem þjálfari. „Fyrir tímabilið var markmið félagsins að vera í toppbaráttunni og vera meðal fjögurra efstu liðanna. En við vissum að ef þetta myndi smella hjá okkur gætum við farið alla leið og það tókst. Við urðum betri og betri eftir því leið á veturinn,“ sagði Aron. Að hans sögn var Aalborg ekki talið sigurstranglegast fyrir tímabilið. „Kolding, Bjerringbro/Silkeborg og Skjern voru talin líklegri. En í Kolding vorum við taldir sigurstranglegastir. Á þann hátt er þetta öðruvísi. Aalborg er með frekar ungt lið og margir að vinna sinn fyrsta titil í stóru hlutverki,“ sagði Aron. Íslendingarnir þrír höfðu þó allir unnið titla áður á sínum ferli. Aron var ánægður með frammistöðu Janusar Daða sem kom til Aalborg eftir HM í Frakklandi. Selfyssingurinn var öflugur í úrslitaleikjunum þar sem hann skoraði samtals sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar. „Mér hefur fundist hann standa sig mjög vel. Við byrjuðum á að nota hann talsvert í hægri skyttustöðunni, bæði í vörn og sókn. Smátt og smátt færðist hann svo meira inn á miðjuna,“ sagði Aron. Arnór og Stefán Rafn spiluðu minna í úrslitaeinvíginu. „Stebbi hefur verið meiddur og nánast ekkert getað æft. Hann var í liðinu til öryggis til að draga úr álaginu á hinn hornamanninn. Arnór spilaði 30-40 mínútur í fyrri leiknum en ekkert í þeim seinni,“ sagði Aron og bætti því við að reynsla Arnórs hefði reynst ungu liði Aalborg mikilvæg í vetur.
Handbolti Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Sjá meira