Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Jóhann K. Jóhannsson og Birgir Olgeirsson skrifa 21. maí 2017 20:46 Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni sem verður opnuð eftir einn og hálfan sólarhring. Bensínstöð verslunarinnar var opnuð í dag og er verðið á lítranum töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilanum. Mikil eftirvænting er fyrir opnun Costco sem opnar á þriðjudagsmorgun og búist er við að innkoma verslunarrisans á markaðinn komi til að með að hafa mikil áhrif á verðlag annarra verslana í samfélaginu. Einn af framkvæmdastjórum Costco hefur aldrei séð viðlíka undirtektir þar sem verslunin hefur áður opnað. „Við höfum opnað í allmörgum löndum og ég hef notið þeirra forréttinda að fá að hjálpa til við opnun á Spáni, Skotlandi, Englandi og Wales, en ég hef aldrei séð neitt viðlíka og þetta,“ sagði Peter Kelly, svæðisstjóri Costco í kvöldfréttum Stöðvar 2, og bætti við: „Þetta er stærsta opnunin hjá okkur hvað varðar fjölda nýrra félaga. Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993.“ Þrjátíu og fimm þúsund aðildarkort hafa verið seld í aðdraganda opnunarinnar og býst Peter við því að það verði mikið að gera á þriðjudaginn. „Ætlun okkar og niðurstaða er ekki endilega að breta hegðun Íslendinga. Ætlun okkar er ætíð að bjóða upp á gæðavöru á lægsta mögulega verði á markaði, bjóða upp á frábæra þjónustu og verslunarupplifun. Vonandi tekst okkur að gera betur en það sem fólk er vant. Vonandi verður fólk spennt fyrir vörunum okkar og við getum tryggt gott verð og aukið á sparnað hjá fólki.“ Fréttastofa fékk að kanna verð á nokkrum vörum hjá Costco í dag. Við skoðunina kom í ljós að 24 stór brún egg kosta 999 krónur, sex stykki af 250 gramma reyktu beikoni kosta 2.229 krónur, hálft kíló af smjöri kostar 399 krónur, Bose-hátalari kostar 21.000 krónur, 55 tommu Philips-sjónvarp kostar 99.000 krónur, LG þvottavél kostar 79.999 krónur og fólksbíladekk af stærðinni 185/65 kostar 10.899 krónur. Þá verður einnig til sölu töluvert af fatnaði frá þekktum vörumerkjum. Bensínlítrinn hjá Costco kostar í dag 169 krónur og dísel-lítrinn 164 krónur. Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni sem verður opnuð eftir einn og hálfan sólarhring. Bensínstöð verslunarinnar var opnuð í dag og er verðið á lítranum töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilanum. Mikil eftirvænting er fyrir opnun Costco sem opnar á þriðjudagsmorgun og búist er við að innkoma verslunarrisans á markaðinn komi til að með að hafa mikil áhrif á verðlag annarra verslana í samfélaginu. Einn af framkvæmdastjórum Costco hefur aldrei séð viðlíka undirtektir þar sem verslunin hefur áður opnað. „Við höfum opnað í allmörgum löndum og ég hef notið þeirra forréttinda að fá að hjálpa til við opnun á Spáni, Skotlandi, Englandi og Wales, en ég hef aldrei séð neitt viðlíka og þetta,“ sagði Peter Kelly, svæðisstjóri Costco í kvöldfréttum Stöðvar 2, og bætti við: „Þetta er stærsta opnunin hjá okkur hvað varðar fjölda nýrra félaga. Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993.“ Þrjátíu og fimm þúsund aðildarkort hafa verið seld í aðdraganda opnunarinnar og býst Peter við því að það verði mikið að gera á þriðjudaginn. „Ætlun okkar og niðurstaða er ekki endilega að breta hegðun Íslendinga. Ætlun okkar er ætíð að bjóða upp á gæðavöru á lægsta mögulega verði á markaði, bjóða upp á frábæra þjónustu og verslunarupplifun. Vonandi tekst okkur að gera betur en það sem fólk er vant. Vonandi verður fólk spennt fyrir vörunum okkar og við getum tryggt gott verð og aukið á sparnað hjá fólki.“ Fréttastofa fékk að kanna verð á nokkrum vörum hjá Costco í dag. Við skoðunina kom í ljós að 24 stór brún egg kosta 999 krónur, sex stykki af 250 gramma reyktu beikoni kosta 2.229 krónur, hálft kíló af smjöri kostar 399 krónur, Bose-hátalari kostar 21.000 krónur, 55 tommu Philips-sjónvarp kostar 99.000 krónur, LG þvottavél kostar 79.999 krónur og fólksbíladekk af stærðinni 185/65 kostar 10.899 krónur. Þá verður einnig til sölu töluvert af fatnaði frá þekktum vörumerkjum. Bensínlítrinn hjá Costco kostar í dag 169 krónur og dísel-lítrinn 164 krónur.
Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28