Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Jóhann K. Jóhannsson og Birgir Olgeirsson skrifa 21. maí 2017 20:46 Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni sem verður opnuð eftir einn og hálfan sólarhring. Bensínstöð verslunarinnar var opnuð í dag og er verðið á lítranum töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilanum. Mikil eftirvænting er fyrir opnun Costco sem opnar á þriðjudagsmorgun og búist er við að innkoma verslunarrisans á markaðinn komi til að með að hafa mikil áhrif á verðlag annarra verslana í samfélaginu. Einn af framkvæmdastjórum Costco hefur aldrei séð viðlíka undirtektir þar sem verslunin hefur áður opnað. „Við höfum opnað í allmörgum löndum og ég hef notið þeirra forréttinda að fá að hjálpa til við opnun á Spáni, Skotlandi, Englandi og Wales, en ég hef aldrei séð neitt viðlíka og þetta,“ sagði Peter Kelly, svæðisstjóri Costco í kvöldfréttum Stöðvar 2, og bætti við: „Þetta er stærsta opnunin hjá okkur hvað varðar fjölda nýrra félaga. Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993.“ Þrjátíu og fimm þúsund aðildarkort hafa verið seld í aðdraganda opnunarinnar og býst Peter við því að það verði mikið að gera á þriðjudaginn. „Ætlun okkar og niðurstaða er ekki endilega að breta hegðun Íslendinga. Ætlun okkar er ætíð að bjóða upp á gæðavöru á lægsta mögulega verði á markaði, bjóða upp á frábæra þjónustu og verslunarupplifun. Vonandi tekst okkur að gera betur en það sem fólk er vant. Vonandi verður fólk spennt fyrir vörunum okkar og við getum tryggt gott verð og aukið á sparnað hjá fólki.“ Fréttastofa fékk að kanna verð á nokkrum vörum hjá Costco í dag. Við skoðunina kom í ljós að 24 stór brún egg kosta 999 krónur, sex stykki af 250 gramma reyktu beikoni kosta 2.229 krónur, hálft kíló af smjöri kostar 399 krónur, Bose-hátalari kostar 21.000 krónur, 55 tommu Philips-sjónvarp kostar 99.000 krónur, LG þvottavél kostar 79.999 krónur og fólksbíladekk af stærðinni 185/65 kostar 10.899 krónur. Þá verður einnig til sölu töluvert af fatnaði frá þekktum vörumerkjum. Bensínlítrinn hjá Costco kostar í dag 169 krónur og dísel-lítrinn 164 krónur. Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni sem verður opnuð eftir einn og hálfan sólarhring. Bensínstöð verslunarinnar var opnuð í dag og er verðið á lítranum töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilanum. Mikil eftirvænting er fyrir opnun Costco sem opnar á þriðjudagsmorgun og búist er við að innkoma verslunarrisans á markaðinn komi til að með að hafa mikil áhrif á verðlag annarra verslana í samfélaginu. Einn af framkvæmdastjórum Costco hefur aldrei séð viðlíka undirtektir þar sem verslunin hefur áður opnað. „Við höfum opnað í allmörgum löndum og ég hef notið þeirra forréttinda að fá að hjálpa til við opnun á Spáni, Skotlandi, Englandi og Wales, en ég hef aldrei séð neitt viðlíka og þetta,“ sagði Peter Kelly, svæðisstjóri Costco í kvöldfréttum Stöðvar 2, og bætti við: „Þetta er stærsta opnunin hjá okkur hvað varðar fjölda nýrra félaga. Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993.“ Þrjátíu og fimm þúsund aðildarkort hafa verið seld í aðdraganda opnunarinnar og býst Peter við því að það verði mikið að gera á þriðjudaginn. „Ætlun okkar og niðurstaða er ekki endilega að breta hegðun Íslendinga. Ætlun okkar er ætíð að bjóða upp á gæðavöru á lægsta mögulega verði á markaði, bjóða upp á frábæra þjónustu og verslunarupplifun. Vonandi tekst okkur að gera betur en það sem fólk er vant. Vonandi verður fólk spennt fyrir vörunum okkar og við getum tryggt gott verð og aukið á sparnað hjá fólki.“ Fréttastofa fékk að kanna verð á nokkrum vörum hjá Costco í dag. Við skoðunina kom í ljós að 24 stór brún egg kosta 999 krónur, sex stykki af 250 gramma reyktu beikoni kosta 2.229 krónur, hálft kíló af smjöri kostar 399 krónur, Bose-hátalari kostar 21.000 krónur, 55 tommu Philips-sjónvarp kostar 99.000 krónur, LG þvottavél kostar 79.999 krónur og fólksbíladekk af stærðinni 185/65 kostar 10.899 krónur. Þá verður einnig til sölu töluvert af fatnaði frá þekktum vörumerkjum. Bensínlítrinn hjá Costco kostar í dag 169 krónur og dísel-lítrinn 164 krónur.
Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28