Stjarnan bætir við sig Kana sem gæti spilað sem Íslendingur Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. maí 2017 21:27 Collin Pryor spilar í Domino´s á næstu leiktíð. vísir/eyþór Stjarnan er búin að ganga frá samningi við bandaríska leikmanninn Collin Pryor og mun hann spila með Garðabæjarliðinu í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð. Það er umboðsskrifstofa leikmannsins sem greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en sagt er að hann hafi skrifað undir langtíma samning við Stjörnuna. Pryor kemur til Stjörnunnar frá 1. deildar liði Fjölnis en þar var hann stiga- og frákastahæstur með 21 stig og tólf fráköst að meðaltali í leik. Fjölnir hafnaði í öðru sæti 1. deildarinnar og fór í sumarfrí eftir tap á móti Hamri í undanúrslitum umspilsins um sæti í efstu deild. Þó Pryor sé bandarískur gæti farið svo að hann spili sem Íslendingur á næstu leiktíð þar sem hann er búinn að spila í þrjú ár hér á landi. Það er þó alls ekki öruggt. Samkvæmt reglubreytingu á síðasta ársþingi KKÍ verður auðveldara fyrir Bandaríkjamenn sem hafa verið hér það lengi að teljast sem íslenskir leikmenn í deildinni. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, segir í samtali við Vísi að Garðbæingar geri frekar ráð fyrir að Pryor spili sem erlendur leikmaður næsta tímabil þar sem hann hafi ekki skráða, samfellda þriggja ára búsetu á landinu. Hann muni þó á endanum telja sem íslenskur leikmaður enda ákveðinn í því að dvelja á landinu til framtíðar og verða íslenskur ríkisborgari Dominos-deild karla Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Stjarnan er búin að ganga frá samningi við bandaríska leikmanninn Collin Pryor og mun hann spila með Garðabæjarliðinu í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð. Það er umboðsskrifstofa leikmannsins sem greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en sagt er að hann hafi skrifað undir langtíma samning við Stjörnuna. Pryor kemur til Stjörnunnar frá 1. deildar liði Fjölnis en þar var hann stiga- og frákastahæstur með 21 stig og tólf fráköst að meðaltali í leik. Fjölnir hafnaði í öðru sæti 1. deildarinnar og fór í sumarfrí eftir tap á móti Hamri í undanúrslitum umspilsins um sæti í efstu deild. Þó Pryor sé bandarískur gæti farið svo að hann spili sem Íslendingur á næstu leiktíð þar sem hann er búinn að spila í þrjú ár hér á landi. Það er þó alls ekki öruggt. Samkvæmt reglubreytingu á síðasta ársþingi KKÍ verður auðveldara fyrir Bandaríkjamenn sem hafa verið hér það lengi að teljast sem íslenskir leikmenn í deildinni. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, segir í samtali við Vísi að Garðbæingar geri frekar ráð fyrir að Pryor spili sem erlendur leikmaður næsta tímabil þar sem hann hafi ekki skráða, samfellda þriggja ára búsetu á landinu. Hann muni þó á endanum telja sem íslenskur leikmaður enda ákveðinn í því að dvelja á landinu til framtíðar og verða íslenskur ríkisborgari
Dominos-deild karla Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira