Átök í VÍS Hörður Ægisson skrifar 12. maí 2017 07:00 Mikil átök hafa sett mark sitt á störf stjórnar VÍS að undanförnu og á síðustu dögum hafa þau farið að taka á sig furðulega mynd. Þær deilur eru ekki nýjar af nálinni og hafa staðið yfir nánast linnulaust frá því að hópur einkafjárfesta, meðal annars fyrrverandi eigendur Skeljungs og Sigurður Bollason, eignuðust stóran hlut í VÍS. Ólíkar áherslur annars vegar fulltrúa lífeyrissjóðanna og hins vegar helstu einkafjárfesta félagsins um stefnu VÍS hafa ráðið þar hvað mestu. Frá því í ársbyrjun 2015 hafa fimmtán manns setið í stjórn VÍS og fjórir gegnt starfi stjórnarformanns. Jafn tíð stjórnarskipti á svo skömmum tíma eru einsdæmi meðal félaga í Kauphöllinni. Eftir að Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur, en hún og eiginmaður hennar eiga um átta prósent í VÍS, tókst að velta Herdísi Dröfn Fjeldsted úr stóli stjórnarformanns á aðalfundi í mars hefur tekið við sérstök atburðarás – og ólíklegt að það sjái fyrir endann á henni á næstunni. Ljóst var að Herdís, sem hafði notið stuðnings Lífeyrissjóðs verslunarmanna, stærsta hluthafa VÍS, sóttist eftir áframhaldandi stjórnarformennsku. Þegar það gekk ekki eftir tilkynnti hún tveimur vikum síðar um úrsögn sína úr stjórn og vísaði til þess að hún hafi ekki getað sætt sig við stjórnarhætti félagsins í kjölfar aðalfundar. Sú ákvörðun hefur haft eftirmál. Stærstu lífeyrissjóðir landsins – LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi – hafa í kjölfarið tekið til þess ráðs að kjósa með fótunum. Þannig hefur komið fram í fjölmiðlum að Gildi hafi minnkað hlut sinn úr 7,1 prósenti í 2,7 prósent og sagði framkvæmdastjóri sjóðsins þetta gert vegna þess að honum „hugnaðist ekki stjórnarhættir sem höfðu viðgengist í VÍS“, án þess að útskýra þau ummæli nánar. Það vekur athygli að sjóðurinn sé að selja jafn stóran hlut á sama tíma og einn af stjórnarmönnum VÍS á þar sæti ekki hvað síst fyrir tilstilli stuðnings Gildis. Ekkert hefur heyrst um að sá stjórnarmaður taki undir gagnrýni sjóðsins um óeðlilega stjórnarhætti. Á meðan ekki fást nánari skýringar á óánægju sjóðanna þá hlýtur sú spurning að vakna hvort hún stafi einfaldlega af því að þeir hafi misst völdin í félaginu yfir til einkafjárfesta. Í stað þess að feta í fótspor Gildis, og selja bréf sín smám saman í kyrrþey, hefur Lífeyrissjóður verslunarmanna kosið að fara aðra leið. Frá því var greint í Morgunblaðinu í gær að sjóðurinn hefði tekið ákvörðun um að minnka umtalsvert hlut sinn í VÍS, en þeirri stefnu hefur enn ekki verið hrint í framkvæmd, og haft eftir stjórnarformanni sjóðsins að hann hafi „verið hugsi yfir stöðu mála hjá VÍS“. Það verður að teljast með ólíkindum að einn stærsti fjárfestir landsins láti vita af því fyrirfram að hann hafi ákveðið að selja verulegan hlut sinn í skráðu félagi. Sú aðferðafræði kann ekki góðri lukku að stýra ef markmiðið er að fá sem hæst verð fyrir bréfin. Viðbrögðin á markaði voru fyrirsjáanleg. Hlutabréfaverð VÍS lækkaði um 3,5 prósent enda vænta fjárfestar þess að það verði mikið framboð af bréfum til sölu á næstunni. Lífeyrissjóðirnir kunna að hafa réttmætar ástæður fyrir því að vilja losa um hlut sinn í VÍS en það færi hins vegar betur á því að þeir reyni að standa að þeirri sölu þannig að þeir skaði ekki sína eigin hagsmuni – og þá um leið sjóðsfélaga sinna.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun
Mikil átök hafa sett mark sitt á störf stjórnar VÍS að undanförnu og á síðustu dögum hafa þau farið að taka á sig furðulega mynd. Þær deilur eru ekki nýjar af nálinni og hafa staðið yfir nánast linnulaust frá því að hópur einkafjárfesta, meðal annars fyrrverandi eigendur Skeljungs og Sigurður Bollason, eignuðust stóran hlut í VÍS. Ólíkar áherslur annars vegar fulltrúa lífeyrissjóðanna og hins vegar helstu einkafjárfesta félagsins um stefnu VÍS hafa ráðið þar hvað mestu. Frá því í ársbyrjun 2015 hafa fimmtán manns setið í stjórn VÍS og fjórir gegnt starfi stjórnarformanns. Jafn tíð stjórnarskipti á svo skömmum tíma eru einsdæmi meðal félaga í Kauphöllinni. Eftir að Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur, en hún og eiginmaður hennar eiga um átta prósent í VÍS, tókst að velta Herdísi Dröfn Fjeldsted úr stóli stjórnarformanns á aðalfundi í mars hefur tekið við sérstök atburðarás – og ólíklegt að það sjái fyrir endann á henni á næstunni. Ljóst var að Herdís, sem hafði notið stuðnings Lífeyrissjóðs verslunarmanna, stærsta hluthafa VÍS, sóttist eftir áframhaldandi stjórnarformennsku. Þegar það gekk ekki eftir tilkynnti hún tveimur vikum síðar um úrsögn sína úr stjórn og vísaði til þess að hún hafi ekki getað sætt sig við stjórnarhætti félagsins í kjölfar aðalfundar. Sú ákvörðun hefur haft eftirmál. Stærstu lífeyrissjóðir landsins – LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi – hafa í kjölfarið tekið til þess ráðs að kjósa með fótunum. Þannig hefur komið fram í fjölmiðlum að Gildi hafi minnkað hlut sinn úr 7,1 prósenti í 2,7 prósent og sagði framkvæmdastjóri sjóðsins þetta gert vegna þess að honum „hugnaðist ekki stjórnarhættir sem höfðu viðgengist í VÍS“, án þess að útskýra þau ummæli nánar. Það vekur athygli að sjóðurinn sé að selja jafn stóran hlut á sama tíma og einn af stjórnarmönnum VÍS á þar sæti ekki hvað síst fyrir tilstilli stuðnings Gildis. Ekkert hefur heyrst um að sá stjórnarmaður taki undir gagnrýni sjóðsins um óeðlilega stjórnarhætti. Á meðan ekki fást nánari skýringar á óánægju sjóðanna þá hlýtur sú spurning að vakna hvort hún stafi einfaldlega af því að þeir hafi misst völdin í félaginu yfir til einkafjárfesta. Í stað þess að feta í fótspor Gildis, og selja bréf sín smám saman í kyrrþey, hefur Lífeyrissjóður verslunarmanna kosið að fara aðra leið. Frá því var greint í Morgunblaðinu í gær að sjóðurinn hefði tekið ákvörðun um að minnka umtalsvert hlut sinn í VÍS, en þeirri stefnu hefur enn ekki verið hrint í framkvæmd, og haft eftir stjórnarformanni sjóðsins að hann hafi „verið hugsi yfir stöðu mála hjá VÍS“. Það verður að teljast með ólíkindum að einn stærsti fjárfestir landsins láti vita af því fyrirfram að hann hafi ákveðið að selja verulegan hlut sinn í skráðu félagi. Sú aðferðafræði kann ekki góðri lukku að stýra ef markmiðið er að fá sem hæst verð fyrir bréfin. Viðbrögðin á markaði voru fyrirsjáanleg. Hlutabréfaverð VÍS lækkaði um 3,5 prósent enda vænta fjárfestar þess að það verði mikið framboð af bréfum til sölu á næstunni. Lífeyrissjóðirnir kunna að hafa réttmætar ástæður fyrir því að vilja losa um hlut sinn í VÍS en það færi hins vegar betur á því að þeir reyni að standa að þeirri sölu þannig að þeir skaði ekki sína eigin hagsmuni – og þá um leið sjóðsfélaga sinna.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun