Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2017 11:57 Víst er að margur Íslendingurinn myndi fagna 169,90 krónum á lítrann verði verðið að veruleika. Vísir/Ernir Allt er að verða klárt fyrir opnun Costco við Kauptún í Garðabæ á þriðjudaginn. Prófanir hafa staðið yfir við eldsneytisbúnaðinn undanfarna daga en Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco, staðfesti við Fréttablaðið í gær að bensínstöðvarnar yrðu opnaðar fyrr en verslunin. Nokkrum dögum fyrr. Fjórir dagar eru til opnunar og blasir verðið 169,90 krónur á lítrann við þeim sem eiga leið framhjá bensíndælunum. Sama verð er á öllum dælunum sem eru tólf. Sex box þar sem hægt er að dæla báðum megin. Virðist allt klárt til að setja upp tvær til viðbótar. Bensíndælur Costco í Kauptúni.Vísir/GVA Í frétt DV í morgun segir að ekki sé um rétt verð að ræða. Hvað sem veldur lækkaði verð Orkunnar á bensíni á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Hægt er að kaupa bensín hjá Orkunni á 185,70 krónur á lítrann á Eiðistorgi, Miklubraut, Skemmuvegi og Spönginni eftir því sem fram kemur á vefsíðunni bensinverd.is sem byggir á tilkynningum frá olíufélögunum. Verðið hjá Orkunni lækkaði um tvær krónur á tólfa tímanum en það var 187,50 krónur. Lítraverðið á dælunum hjá Costco hefur undanfarinn sólarhring verið 169,90 krónur fyrir bensín og 164,90 krónur fyrir dísel. Fróðlegt verður að sjá hvort sama verð verði á dælunum þegar opnað verður fyrir sölu. Verðið sem dælurnar sýna er 169,90 krónur á lítrann fyrir bensín og 164,90 krónur á lítrann fyrir díselinn.Vísir/Ernir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Ljóst má telja að Costco-liðar eru meðvitaðir um hvaða verð þeir sýna á dælum sínum og þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á opnuninni. Costco er þekkt fyrir að bjóða lægra bensínverð en samkeppnisaðilinn til þess að teyma viðskiptavini sína til sín og kaupa aðrar vörur í versluninni. Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009.Uppfært klukkan 13:05Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, segir í svari við fyrirspurn Vísis að nú standi yfir prófun á búnaði og þjálfun starfsfólks.„Bensínverðið hefur ekki enn verið ákveðið. Verðið verður birt við opnun,“ segir Pappas. Mögulegt sé að bensínstöðin opni óformlega áður en verslunin verði opnuð á þriðjudagsmorgun.Hann sé ekki tilbúinn að tjá sig um mögulegt bensínverð sem stendur. Það sé þó markmið Costco að hjálpa meðlimum að spara peninga við öll kaup hjá Costco og þar sé benín og dísel engin undantekning. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Allt er að verða klárt fyrir opnun Costco við Kauptún í Garðabæ á þriðjudaginn. Prófanir hafa staðið yfir við eldsneytisbúnaðinn undanfarna daga en Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco, staðfesti við Fréttablaðið í gær að bensínstöðvarnar yrðu opnaðar fyrr en verslunin. Nokkrum dögum fyrr. Fjórir dagar eru til opnunar og blasir verðið 169,90 krónur á lítrann við þeim sem eiga leið framhjá bensíndælunum. Sama verð er á öllum dælunum sem eru tólf. Sex box þar sem hægt er að dæla báðum megin. Virðist allt klárt til að setja upp tvær til viðbótar. Bensíndælur Costco í Kauptúni.Vísir/GVA Í frétt DV í morgun segir að ekki sé um rétt verð að ræða. Hvað sem veldur lækkaði verð Orkunnar á bensíni á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Hægt er að kaupa bensín hjá Orkunni á 185,70 krónur á lítrann á Eiðistorgi, Miklubraut, Skemmuvegi og Spönginni eftir því sem fram kemur á vefsíðunni bensinverd.is sem byggir á tilkynningum frá olíufélögunum. Verðið hjá Orkunni lækkaði um tvær krónur á tólfa tímanum en það var 187,50 krónur. Lítraverðið á dælunum hjá Costco hefur undanfarinn sólarhring verið 169,90 krónur fyrir bensín og 164,90 krónur fyrir dísel. Fróðlegt verður að sjá hvort sama verð verði á dælunum þegar opnað verður fyrir sölu. Verðið sem dælurnar sýna er 169,90 krónur á lítrann fyrir bensín og 164,90 krónur á lítrann fyrir díselinn.Vísir/Ernir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Ljóst má telja að Costco-liðar eru meðvitaðir um hvaða verð þeir sýna á dælum sínum og þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á opnuninni. Costco er þekkt fyrir að bjóða lægra bensínverð en samkeppnisaðilinn til þess að teyma viðskiptavini sína til sín og kaupa aðrar vörur í versluninni. Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009.Uppfært klukkan 13:05Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, segir í svari við fyrirspurn Vísis að nú standi yfir prófun á búnaði og þjálfun starfsfólks.„Bensínverðið hefur ekki enn verið ákveðið. Verðið verður birt við opnun,“ segir Pappas. Mögulegt sé að bensínstöðin opni óformlega áður en verslunin verði opnuð á þriðjudagsmorgun.Hann sé ekki tilbúinn að tjá sig um mögulegt bensínverð sem stendur. Það sé þó markmið Costco að hjálpa meðlimum að spara peninga við öll kaup hjá Costco og þar sé benín og dísel engin undantekning.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira