Körfubolti

Sögulegur leikur Isaiah Thomas og Boston vann sjötta í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Isaiah Thomas í leiknum í nótt.
Isaiah Thomas í leiknum í nótt. Vísir/Getty
Isiah Thomas fór hamförum og skoraði 53 stig er lið hans, Boston Celtics, tók 2-0 forystu í einvígi sínu gegn Washington Wizards í undanúrslitum Austurdeildarinnar í úrslitakeppni NBA í nótt.

Þetta er næstmesti stigafjöldi eins leikmanns í leik í úrslitakeppni í sögu Boston Celtics og sá fimmti sem skorar yfir 50 stig í leik í úrslitakeppninni hjá liðinu. John Havlicek á metið, sem telur 54 stig.

Framlengingu þurfti til að útkljá leikinn og Thomas skoraði níu stig í henni er Boston seig örugglega fram úr.

Hjá Washington var John Wall stigahæstur með 40 stig en hann gaf þrettán stoðsendingar þar að auki.



Þá tók Golden State Warriors forystuna í einvíginu gegn Utah Jazz með sigri á heimavelli í nótt, 106-94. Steph Curry skoraði 22 stig en spilaði í aðeins þrjá leikhluta.

Golden State þurfti að bíða í viku eftir leiknum en það var ekki að sjá á liðinu að það væri ryðgað. Draymond Green og Kevin Durant skoruðu báðir sautján stig í nótt.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×