„Hvað ertu að læra?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2017 07:00 Ég þarf oft að svara þessari spurningu. „Hvað ertu að læra?“ Ég meina, auðvitað. Ég er 24 ára í háskólanámi. Þetta er svona klassísk partí-, fjölskylduboða-, hittast-fyrir-tilviljun-á-skemmtistað-eftir-að-hafa-ekki-sést-lengi-spurning. „Íslensku,“ segi ég. Og svo fylgja viðbrögð. Oft svolítið merkileg. Það slokknar ljós í augum fjarskyldrar frænku og hún segir, með einhverri óútskýranlegri deyfð: „Ókei, þannig að þú ætlar bara að verða kennari?“ Strákur í afmæli sameiginlegs vinar sem ég hef aldrei hitt áður segir hæðnislega: „Íslensku? Ég lærði hana sko í grunnskóla!“ Ég veit alveg að ókunnugi strákurinn er að grínast og frænkan er kannski eitthvað illa fyrir kölluð þennan tiltekna dag. En svona viðbrögð þvinga mann samt til umhugsunar. Ég var sko nefnilega einu sinni í verkfræði. Eina skelfilega önn sat ég ásamt 200 öðrum í sal í Háskólabíói og lærði línulega algebru. Mér fannst það ömurlegt en öðru fólki fannst það ótrúlega flott. Þegar svarið við spurningunni var „verkfræði“ fékk ég yfirleitt viðbrögð í ætt við „VÁ! Dugleg!“ eða „Glæsilegt, það er auðvitað fullt af pening í því.“ Allt sagt með velþóknun. Engin undirliggjandi vorkunn yfir vegferð inn á eyðilendur hugvísindanna. Engin samúð yfir því að verða kannski „bara“ kennari. Ég hugsaði einu sinni svona sjálf. Ég píndi mig í gegnum önn af verklegri eðlisfræði klukkan 8 á föstudagsmorgnum vegna þess að mér fannst tilhugsunin um framtíð öreigans í íslensku svo hryllileg. En svo ákvað ég að hætta að plata sjálfa mig. Það er nefnilega alls konar fleira í þessu lífi en peningar. Til dæmis ástríða og hamingja. Og mér finnst að fleiri ættu að bera virðingu fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun
Ég þarf oft að svara þessari spurningu. „Hvað ertu að læra?“ Ég meina, auðvitað. Ég er 24 ára í háskólanámi. Þetta er svona klassísk partí-, fjölskylduboða-, hittast-fyrir-tilviljun-á-skemmtistað-eftir-að-hafa-ekki-sést-lengi-spurning. „Íslensku,“ segi ég. Og svo fylgja viðbrögð. Oft svolítið merkileg. Það slokknar ljós í augum fjarskyldrar frænku og hún segir, með einhverri óútskýranlegri deyfð: „Ókei, þannig að þú ætlar bara að verða kennari?“ Strákur í afmæli sameiginlegs vinar sem ég hef aldrei hitt áður segir hæðnislega: „Íslensku? Ég lærði hana sko í grunnskóla!“ Ég veit alveg að ókunnugi strákurinn er að grínast og frænkan er kannski eitthvað illa fyrir kölluð þennan tiltekna dag. En svona viðbrögð þvinga mann samt til umhugsunar. Ég var sko nefnilega einu sinni í verkfræði. Eina skelfilega önn sat ég ásamt 200 öðrum í sal í Háskólabíói og lærði línulega algebru. Mér fannst það ömurlegt en öðru fólki fannst það ótrúlega flott. Þegar svarið við spurningunni var „verkfræði“ fékk ég yfirleitt viðbrögð í ætt við „VÁ! Dugleg!“ eða „Glæsilegt, það er auðvitað fullt af pening í því.“ Allt sagt með velþóknun. Engin undirliggjandi vorkunn yfir vegferð inn á eyðilendur hugvísindanna. Engin samúð yfir því að verða kannski „bara“ kennari. Ég hugsaði einu sinni svona sjálf. Ég píndi mig í gegnum önn af verklegri eðlisfræði klukkan 8 á föstudagsmorgnum vegna þess að mér fannst tilhugsunin um framtíð öreigans í íslensku svo hryllileg. En svo ákvað ég að hætta að plata sjálfa mig. Það er nefnilega alls konar fleira í þessu lífi en peningar. Til dæmis ástríða og hamingja. Og mér finnst að fleiri ættu að bera virðingu fyrir því.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun