Körfubolti

Jakob Örn sá um Uppsala

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jakob í leik með Borås.
Jakob í leik með Borås. mynd/borås
Jakob Örn Sigurðarson fór algjörlega á kostum með liði sínu, Borås Basket, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld

Jakob skoraði þá 30 stig í ellefu stiga sigri, 80-69, á Uppsala Basket.

Okkar maður var langstigahæsti leikmaður vallarins.  Hann setti niður fjögur af fimm tveggja stiga skotum sínum og fjórir þristar fóru niður í sjö tilraunum.

Þetta var annar leikur liðanna í átta liða í úrslitunum en Uppsala vann fyrsta leikinn. Staðan í einvíginu er því 1-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×