Hjólaði um 5.000 kílómetra í fyrra 8. apríl 2017 10:00 Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Vísir/Eyþór Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, er 43 ára viðskiptafræðingur með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hann var áður framkvæmdastjóri Bílanausts, framkvæmdastjóri vöru- og rekstrarsviðs N1 og forstöðumaður markaðs- og rekstrardeildar fyrirtækjasviðs Olíufélagsins Esso. Að auki er hann nýskipaður í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Það hefur komið mér á óvart að Donald Trump láti enn eins og hann sé að stýra raunveruleikaþætti þar sem stöðugt þarf að koma með bombur til að halda áhorfstölum uppi. Hér heima hefur veðurblíðan í janúar og febrúar komið mér nokkuð á óvart ásamt því að Seðlabankinn hafi enn ekki lækkað vexti.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Strava og Spotify líklega mest. Svo kíkir maður öðru hvoru á Facebook eins og Íslendingi sæmir.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Um daginn fór ég annað árið í röð í Vasaloppet sem er 90 kílómetra skíðaganga og mikil upplifun. Hjóladella er líklega aðaláhugamálið og nokkuð tímafrekt. Við fjölskyldan erum dugleg að fara á skíði eftir vinnu og um helgar. Við ferðuðumst töluvert innanlands þegar strákarnir okkar voru yngri og nú gefast fleiri tækifæri til að fara til útlanda í fríum. Þá er gaman að komast öðru hvoru í stangveiði á sumrin. Ég er líka mikill græjukall og hef gaman af því að stúdera alls kyns „nauðsynlegan“ nútímaóþarfa í frístundum.Hvernig heldur þú þér í formi? Hjólreiðar og gönguskíði eru fín leið til þess. Um helgina hjólaði ég 70 kílómetra úti í rokinu og sunnudagsmorguninn byrjaði snemma á 60 kílómetra inniæfingu á smarttrainer. Í fyrra hjólaði ég rúmlega 5.000 km sem er fín brennsla, sérstaklega þar sem ég er 193 cm á hæð og lítið fyrir það að fara hægt. Svo spila ég badminton og fer nokkuð reglulega í ræktina.Hvernig tónlist hlustar þú á? Coldplay er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og Nýdönsk er í hávegum höfð á heimilinu. Á hjólatrainernum vil ég helst hafa hraðan takt og á þeim lagalistum er alls kyns konfekt frá ekki minni spámönnum en David Guetta, Muse, Pitbull, Flo Rida og Rihönnu.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er í krefjandi starfi sem kallar á mikið frumkvæði og býður upp á fjölda spennandi verkefna. Ég vinn með frábæru samstarfsfólki og á þess kost að vera töluvert á ferðinni sem er frábært. Þá er starfið vel launað sem er auðvitað viðbótarkostur. Líklega er þetta draumastarf. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, er 43 ára viðskiptafræðingur með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hann var áður framkvæmdastjóri Bílanausts, framkvæmdastjóri vöru- og rekstrarsviðs N1 og forstöðumaður markaðs- og rekstrardeildar fyrirtækjasviðs Olíufélagsins Esso. Að auki er hann nýskipaður í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Það hefur komið mér á óvart að Donald Trump láti enn eins og hann sé að stýra raunveruleikaþætti þar sem stöðugt þarf að koma með bombur til að halda áhorfstölum uppi. Hér heima hefur veðurblíðan í janúar og febrúar komið mér nokkuð á óvart ásamt því að Seðlabankinn hafi enn ekki lækkað vexti.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Strava og Spotify líklega mest. Svo kíkir maður öðru hvoru á Facebook eins og Íslendingi sæmir.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Um daginn fór ég annað árið í röð í Vasaloppet sem er 90 kílómetra skíðaganga og mikil upplifun. Hjóladella er líklega aðaláhugamálið og nokkuð tímafrekt. Við fjölskyldan erum dugleg að fara á skíði eftir vinnu og um helgar. Við ferðuðumst töluvert innanlands þegar strákarnir okkar voru yngri og nú gefast fleiri tækifæri til að fara til útlanda í fríum. Þá er gaman að komast öðru hvoru í stangveiði á sumrin. Ég er líka mikill græjukall og hef gaman af því að stúdera alls kyns „nauðsynlegan“ nútímaóþarfa í frístundum.Hvernig heldur þú þér í formi? Hjólreiðar og gönguskíði eru fín leið til þess. Um helgina hjólaði ég 70 kílómetra úti í rokinu og sunnudagsmorguninn byrjaði snemma á 60 kílómetra inniæfingu á smarttrainer. Í fyrra hjólaði ég rúmlega 5.000 km sem er fín brennsla, sérstaklega þar sem ég er 193 cm á hæð og lítið fyrir það að fara hægt. Svo spila ég badminton og fer nokkuð reglulega í ræktina.Hvernig tónlist hlustar þú á? Coldplay er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og Nýdönsk er í hávegum höfð á heimilinu. Á hjólatrainernum vil ég helst hafa hraðan takt og á þeim lagalistum er alls kyns konfekt frá ekki minni spámönnum en David Guetta, Muse, Pitbull, Flo Rida og Rihönnu.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er í krefjandi starfi sem kallar á mikið frumkvæði og býður upp á fjölda spennandi verkefna. Ég vinn með frábæru samstarfsfólki og á þess kost að vera töluvert á ferðinni sem er frábært. Þá er starfið vel launað sem er auðvitað viðbótarkostur. Líklega er þetta draumastarf.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira